Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 23

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 23
lét mig hverfa áður en þeir komust nærri mér. Ég reyndi jafnvel nálastung- ur, svæðanudd og óhefðbundnar lækn- ingar til að mér liði betur. Allt kom fyrir ekki, mér leið mjög illa á sálinni og ég hafði gefið upp alla von um að ég gæti einhvern tíma notið þess að vera til. Helst af öllu vildi ég deyja, betur dauð en lifandi dauð. Ég hef lengi velt fyrir mér hvers vegna ég fór í neyslu og aldrei komist að annari niðurstöðu en þeirri að ég gat ekki sætt mig við sjálfa mig. Allt frá því að ég var unglingur vissi ég að ég er lesbía en ég hafði svo mikla fordóma sjálf að ég gat ekki horfst í augu við sjálfa mig. Þess vegna voru vímugjafar svo auðveld leið til þess að deyfa sárs- aukann og sjá til þess að ég væri f eng- um tengslum við eigin tilfinningar. A Vog í tíu daga - síðart ó Teig Ég fór í afvötnun á Vogi haustið 1999 og útskrifaði mig þaðan tíu dögum síðar eftir að hafa sannfært sjálfa mig um að ég væri „læknuð". Þá hafði ég verið lyfja- laus í einn dag, ekki tekið fullan þátt f fyrirlestrum og hópvinnu en taldi mig færa í flestan sjó. Annað átti eftir að koma á daginn því þegar ég kom heim þá breyttist líðan mín ekkert, þrátt fyrir að ég væri „edrú". Mér leið ofboðslega illa. Ég gat ekki sofið, hvað þá einbeitt mér að einhverju, mætti ekki í skólann, gat hvorki verið ein né innan um annað fólk, gekk um gólf á nóttunni og grét nánast stanslaust. Að þremur vikum liðnum var ég komin inn á Teig. Ég var strax lögð inn enda líkamlegt og andlegt ástand mitt algjörlega í molum. Ég lauk meðferðinni sex vikum síðar ótrúlega bjartsýn og glöð með lífið með góðar leiðbeiningar í farteskinu. Fljótlega fóru heilræðin að brenglast í hausnum á mér og það næsta sem ég vissi var að ég var komin í apótekið og búin að kaupa mér parkódín. „Hva, þetta er nú bara sakleys- isleg höfuðverkjalyf," hugsaði ég með mér án þess að taka til greina hvað mér hafði verið ráðlagt. Eitt leiddi af öðru, töflurnar urðu sífellt fleiri, þá kom áfeng- ið inn aftur og koll af kolli. Tæpu ári síð- ar var ég búin að útvega mér „uppá- halds" verkjalyfin mín, var að keyra til bróður míns til að passa dóttir hans og gleypti tvær. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera, horfði til skiptis á pillurnar og veginn fyrir framan mig en hringdi svo í konuna mína í algjöru taugaáfalli og sagði henni allt af létta. Nokkrum vikum síðar var ég komin í síðari meðferðina mína á Teigi en f þetta sinn fór ég í kvöldmeðferð. Kvennagrúppur hafa sína kosti Mér leið mikið betur á Teigi heldur en á Vogi. Mér líkaði aldrei við sloppamenn- inguna á Vogi og svo er staðurinn að mínu mati allt of ópersónulegur og stór. Aðgengi að ráðgjöfum var þar að auki takmarkað og það liðu stundum dagar án þess að ég gæti tjáð mig við einhvern í einrúmi. Þetta fór allt hrikalega illa í mig. Ég fór auðvitað ekki f fulla meðferð á Vogi og því er samanburðurinn dálítið ósanngjarn en Teigur hefur samt vinn- inginn, sérstaklega vegna starfsfólksins og persónulegra umhverfis. Á Teigi var ég f kvennagrúppu þar sem konur komu saman til að ræða hluti sem þær annað hvort vildu eða treystu sér ekki til að ræða innan um karla. Mér fannst grúppan að mörgu leyti þægileg, hún veitti mér ákveðið ör- yggi og mér fannst ég geta rætt ýmis persónuleg mál sem ég treysti mér alls ekki til að tala um fyrir framan karlana í meðferðinni. Þarna gat ég tjáð mig um unglingsárin mín, þegar mér var nauðg- að á útihátíð og hvernig ég hafði mis- boðið sjálfri mér kynferðislega í sambúð með karlmanni. Þótt kvennagrúppan hefði verið hjálpleg þá fannst mér hún að sama skapi erfið. Stundum fannst mér bæði þreytandi og erfitt að sitja undir umræðum um barneignir, bæði vegna þess að margar kvennanna sáu framtíð sína ekki fyrir sér án barna og Ifka vegna þess að þær áttuðu sig oft ekki á því hversu flóknar barneignir eru fyrir okkur sem erum lesbíur og homm- ar. Ég lét þetta fara ótrúlega í taugarnar á mér sem femínisti og lesbía. Svo get ég líka orðiö ótrúlega þreytt á „skemmtilegu" fylleríissögunum þeirra sem margir hverjir hreykja sér af Karlmiðuð AA samtölc Ég fór á minn fyrsta AA fund skömmu áður en ég fór inn á Vog. Mér fannst lítið til fundanna koma og taldi mig ekki eiga neitt sameiginlegt með „þessum fylli- byttum", fór beint á barinn að loknum fundi og datt f það. Það var svo ekki fyrr en á Teigi sem ég kynntist AA fundum af alvöru og fyrir hvað þeir standa. Ég hef sótt AA fundi síðan, misreglulega þó. Ég held að ég eigi mun meira sam- eiginlegt með konum innan AA samtak- anna þvf mér finnst þær oft geta tjáð sig betur um eigin líðan en karlar. Þær kafa dýpra inn á við og ræða hluti sem mér finnst skipta máli. Mér finnst karlarnir oft týna sér í hugleiðingum um vinnuna en gleyma að tengja eigin líðan við hana. Svo get ég líka orðið ótrúlega þreytt á „skemmtilegu" fyllerfissögunum þeirra sem margir hverjir hreykja sér af. AA samtökin eru mjög karlmiðuð og byggja á gömlum karllægum gildum. Þær bækur sem lagðar eru til grundvall- ar í samtökunum eru allar skrifaðar af körlum um gagnkynhneigða, karlkyns alkóhólista og eiginkonur þeirra. Textinn f bókunum fer ótrúlega f taugarnar á mér og stundum upplifi ég samtökin þannig að konur séu hreinlega ekki full- gildir meðlimir í þeim. Okkur konum var einfaldlega sturtað inn í samtökin án þess að grundvallarrit samtakanna, spor og erfðavenjur, gerðu ráð fyrir okkur. Þetta fer mikið í taugarnar á mér enn og á tímabili sá ég ástæðu til að strika yfir alla karlkyns orðanotkun í bókinni. Það breytti þó litlu þvf að umfjöllunin um konur er byggð á svo miklum staðal fmyndum um þær að mér verður hrein- lega illt. AA fundir f/rír lesbíur og homma ( dag er ég í sambúð með konu og er ótrúlega sátt við Iffið og tilveruna eftir eins árs edrúmennsku. Líðan mín sveifl- ast þó enn eftir því hversu dugleg ég er að sækja AA fundi og tjá mig um það sem ég er að kljást við hverju sinni. Ef ég slæ slöku við fundarsóknina fer skap- ið á mér smám saman versnandi, sjálfs- álit minnkar og mér finnst ég öll alveg ómöguleg. Fundirnir hjálpa mér við að ná andlegu jafnvægi og að vera í tengsl- um við tilfinningar mínar. Frá því að ég varð edrú hef ég verið dugleg við að prófa mig áfram við að sækja ólíka AA fundi og hef til að mynda farið á kvennafundi og fundi fyrir lesbfur og homma auk hefðbundnu fundanna. Mér þykir eiginlega vænst um fundina fyrir okkur lesbíur og homma því þar get ég talað af einlægni um mig og mínar til- finningar sem alkóhólisti og lesbía. Þarna er ég á heimavelli og ég finn hvernig ég styrkist með hverjum fundin- um sem ég sæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.