Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 59

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 59
Dœmisaga úr raunveruleikanum Vilborg fékk draumastarfið sem sölumaður í heiidsölu fyrir tæpum 3 árum og átti í fyrstu gott samstarf við for- stjóra, framkvæmdastjóra og sölustjóra fyrirtækisins. Síðastliðið ár fór hins vegar að bera á samstarfsörðug- leikum milli stjórnenda og urðu ákvarðanatökur þeirra misvísandi í kjölfarið. Tillögur Vilborgar í sölumálum voru algerlega hundsaðar og í raun unnið þvert gegn þeim með neikvæðum afleiðingum fyrir viðskiptavini fyrirtækisins og Vilborgu. Lýsandi dæmi um þetta voru t.d. reglubundnar heimsóknir f verslanir. Stjórnendur fyrirtækisins voru sammála því að treysta þyrfti sam- bandið við þær en framkvæmdastjóri hindraði hins veg- ar Vilborgu í því að fara í þessar heimsóknir á þeim tíma sem óskað hafði verið eftir af hálfu viðskiptavinar- ins og krafðist þess að hún færi þegar honum þóknað- ist jafnvel þó vitað væri að verslunin væri lokuð. í slík- um tilfellum hafði hún uppiýst framkvæmdastjóra um hvorutveggja en hann skellt skollaeyrum við og skamm- aði hana síðan fyrir að bera ekkert úr býtum úr siíkri ferð. Við þetta gat Vilborg ekki unað til lengdar og gekk á fund framkvæmdastjóra þar sem hún sagðist ekki geta unnið starf sitt vegna ósamræmi í söluaðgerðum stjórnenda fyrirtækisins. Þá varð úr að haldnir yrðu reglulegir skipulagsfundir. Einn slfkur fundur var haid- inn en síðan ekki söguna meir og var tímaskorti stjórn- enda ætíð borið við. Þegar hér var komið sögu hætti sölustjóri fyrirtækis- ins í fússi og uppfrá því fór framkvæmdastjóri að beita Vilborgu enn meiri ruddaskap. Hann hellti séryfir hana, lamdi í borð hennar, henti í hana gögnum, bar hana röngum sökum, öskraði og skammaðist. Þetta var meira en Vilborg gat þolað og brast hún oft í grát í vinnunni. Hún fór að kvfða því að mæta til vinnu, streitan jókst gífurlega og við bættust alvarlegar svefntruflanir. Fyrir kom að hún treysti sér ekki í vinnuna vegna andiegrar vanlíðunar. Framkvæmdastjóra var kunnugt um líðan hennar og forstjóra einnig en þeir létu sem ekkert væri. Loks afréð Vilborg að ræða við framkvæmdastjóra um líðan sfna, sem gaf lítið útá það og mánuði síðar gafst hún upp og sagði upp störfum. Framkvæmdastjóri sagðist gera sér grein fyrir að hún hefði verið að velta þessu fyrir sér og spurði þá Vilborg hvort hann vildi ræða ástæðu uppsagnarinnar, hún væri honum fullljós. Framkvæmdastjóri vildi ekki fara útí þá umræðu en játti því að vita hver ástæðan væri. Hann hefur hins vegar ekki viljað kannast við ábyrgð sfna í máli Vilborgar eftir að kjaramáladeild VR var upplýst um málið. o • Fjölbreytni ■ Engin heimavinna • Engin próf • Námskeiö um þaö sem skiptir máli Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Pantaðu bækling! Viltu Iæra um Iífiö? Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar kynnir eftirfarandi námskeið sem haldin verða í Háskóla íslands á haustönn 2001 Stefnur og straumar í frumkristni. Kennari: dr. fil. Jón Ma. Ásgeirsson prófessor Tími: Fjórir mánudagar 17/9, 24/9 1/10, 8/10. Kl. 18:00-20:00. Verð kr. 3.500,- Að hugga og hlusta - námskeið í sálgæslu. Kennari: sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur Tími: Fjórir miðvikudagar 3/10,10/10, 17/10, 24/10. Kl. 18:00-20.00. Verð kr. 3.500,- Hin mörgu andlit Maríu. Kennari: dr. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor. Tími: Fjórir þriðjudagar 16/10, 23/10, 30/10, 6/11. Kl. 18:00-20:00. Verð kr. 3.500.- Nánari upplýsingar eru veittar hjá Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík Sími: 535 1500 Bréfsími: 511 1501 Netfang: frd@biskup.is Konur eru konum bestar. Kennari: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir guðfræðingur. Tími: Tveir miðvikudagar 14/11 og 21/11. Kl. 19:00-22:00. Verð kr. 2.300,- Námskeið í Háskóla Islands * Fjölbreytni * Engin heimavinna * Engin próf * Námskeið um það sem skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.