Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 12

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 12
Mér finnst... Viltu VERA memm?? Rangt nafn fylgdi með pistlinum mér finnst' í síðasta blaði. Höfundurinn heitir Kolbrún Sævarsdóttir. Vera biðst velvirðingar ó mistökunum. Margrét María Sigurðardóttir, héraðsdómslögmaður ó Húsavík yrir rúmu ári vaknaði ég upp við vondan draum þegar ég áttaði mig á að frá því ég var barn hafði ég verið upptekin af því að undirbúa líf mitt. Fyrst ætlaði ég í mennta- skóla, þá í háskóla, ná starfsframa, gifta mig, eiga börn, kaupa húsnæði og svo framvegis. Allt var þetta þáttur í því að undirbúa líf mitt. Þegar allt þetta og miklu meira væri í höfn þá ætlaði ég að fara að lifa lffinu. Loks opnuðust augu mfn fyrir því að það eina sem ég á í lífinu er augnablikið núna og því ekki seinna að fara að lifa lífinu. í dag þegar ég vakna hef ég eitt mikilvægt markmið að leiðarljósi, en það er að VERA f nútíðinni. Ég veit í rauninni ekkert hvernig framtíð mín verður, en ég veit hvernig augnablikið er. Einnig hef ég eina staðreynd og það er að einhvern tímann mun ég deyja. Allt mun þetta taka enda. Ég tel að raunveruleg hamingja felst í því að VERA í augnablikinu. Þegar ég var upptekin við undirbúning lífs míns, var ég ýmist stödd mörgum árum í framtfðinni í draumaheimi eða í þátíðinni, hugs- andi um einhver tækifæri sem fram hjá mér fóru. Ég var lítið sem ekkert í nútíðinni. Þegar augu mín opnuðust var ég að horfa á ungan son minn valhoppandi og syngjandi. Einu sinni var ég svona eins og hann, hvað gerðist? Af hverju hætti ég þessu? Þá kunni ég að lifa augnablikið. Ég var í nútíð- inni. Núna reyni ég að læra af syni mínum það sem ég kunni einu sinni að VERA hér núna. Hefur þú reynt að valhoppa í vondu skapi? Ég fullyrði að það er ekki hægt. Það er ekki hægt að valhoppa og vera með hug- ann í fortíð eða framtíð. Ég skora á þig að prufa. Ef illa liggur á þér núna eða á öðrum tíma, stattu þá á fætur og valhoppaðu fram og til baka og syngdu með. Sann- aðu til, þér líður miklu betur. Þú ert í augnablikinu. Ég reyni nú orðið að fara valhoppandi í gegnum lff- ið, það er ekki bara skemmtilegra, heldur heilsusam- legra og brennir mun fleiri hitaeiningum. Þegar ég lifi augnablikið þá gleðst ég yfir því sem fyrir ber, sólinni, rigningunni, landslaginu, flugnasuðinu og fleiru. Allt mitt nánasta umhverfi veitir mér mun meiri gleði. Áður var ég kannski með fjölskyldu minni, en var með hug- ann í framtíðinni við að skipuleggja þrif á heimilinu og fleira í þeim dúr. Gera eitthvað sem hélt mér frá því að vera með þeim. Mig langar til að fleiri upplifi það sem ég er að tala um og rifji upp gömul orð sem aldrei hafa haft jafn mikla þýðingu fyrir mig og nú VILTU VERA MEMM??? Ég skora á Arnfríði Aðalsteinsdóttur, kvenskörung með meiru til ac(láta okkur vita fivað fienni finnst. Adda dreifsig á fertugsaldri með mann og börn frá Húsavík til Reykjavíkur til að læra félags- fræði. Hiin fiefur lokið námi og er komin fieim aftur. o Kortasalan er hafin! Leikárið 2001-2002 Stóra sviðið: Vatn lífsins Anna Karenina Cyrano - skoplegur hetjuleikur Strompleikurinn Jón Oddur og Jón Bjarni Hollendingurinn fljúgandi Frá fyrra leikári: Syngjandi í rigningunni Með fulla vasa af grjóti Laufin í Toscana Blái hnötturinn Litla sviðið - Smíðaverkstæðið Vilji Emmu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Viktoría og Georg Rakstur Veislan Lífið þrisvar sinnum Áskriftarkort - þitt sæti! , ^ Með áskriftarkorti tryggirðu þér þitt s*e(T1 fimm sýningar, þar af eina valsýningu þú getur valið hvenær sem er á leikah ^ Þú getur einnig skipt út föstum sýningu Stóra sviðinu. Verð kr. 8.750 Opið kort - þitt val! ^ Með opnu korti velur þú á hvaða ^ sýningar þú vilt fara og hvenær en nýtu öðru leyti sömu fríðinda og hand 3 áskriftarkorta. Verð kr. 8.750 Kortagestum sem ganga frá kortum sínum fyrir 15. september gefst kostur á að fara á hinn vinsæla söngleik Syngjandi í rigningunni á verði venjulegrar sýningar. Kortasalan hefst 1. september. 1 Áskríftarkort, fastar sýningar Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.