Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 40

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 40
Sif Konráðsdóttir „Talsverð umræða hefur verið um nauðganir uppá síðkastið og telja sumirað brotum hafi fjölgað. Svokallaðar „svefnnauðganir", þar sem fórnarlambið sefur áfengis- dauöa eða er í dái vegna lyf- janeyslu, virðast algengari. Á Neyð- armóttökuna í Fossvogi komu 60 konur sl. tvö ár vegna „svefnnauð- gana". Hefur brotum fjölgað? „Ég hef enga ástæðu til að ætla að brotin sjálf hafi færst í vöxt. En það er alveg Ijóst að þau voru nán- ast ekki til í kærum, lögreglu- eða dómsmeðferð fyrir tíu árum." Oft er talað um hve erfitt konum þyki að ganga í gegnum kæruferlið og Sif segir að þær ásaki sjálfar sig fyrir dómgreindarleysi og fyrir að hafa verið í þannig ástandi að þeim væri hættara við þessu ofbeldi. Ég spyr fivað við getum gert til þess að sporna við þessum afbrolum, fivort við höfum ekki tekið nógu fiart á þessum málum? Sif segir það grundvallaratriði að endurskoða þurfi kynferðisaf- brotakafla hegningarlaganna og endurskilgreina nauðgunarhugtakið. „Samkvæmt núgildandi lögum er nauðgun kynferðismök þar sem of- beldi eða hótun um ofbeldi er beitt. Áfengisdauði og svefndrungi vegna lyfjaneyslu falla aftur á móti undir það ákvæði sem tekur til kynferðis- legrar misneytingar en þar þarf ekki að vera neitt líkamlegt ofbeldi." Undir þetta ákvæði falla einnig þroskaheftir og geðsjúkir. Rétt er að taka fram að það telst til ofbeldis að byrla manneskju lyf í því skyni að hafa við hana samræði. Þar er því um að ræða nauðgun en ekki kyn- ferðislega misneytingu. Refsilág- markið fyrir nauðgun er eitt ár en hámarkið 16 ár. Fyrir kynferðislega misneytingu er ekkert refsilágmark en hámarkið er sex ár. Sif segir að dómar hafi að sjálfsögðu tekið mið af þessum refsiramma. „Refsing fyrir nauðgun er því venjulega mun hærri en refsing fyrir kynferðislega misneytingu. Sam- kvæmt lögum er það talið minna brot." Sif sýnir mér kynferðisaf- brotakafla Norðmanna en hann var endurskoðaður á síðasta ári. Skil- greiningunni á nauðgunarhugtakinu var breytt þannig að til nauðgunar telst t.d. að nota sér meðvitundar- leysi. Sif segir nauðsynlegt að breyta hegningarlagaákvæðum hér á landi til að unnt sé að beita sam- 40 bærilegum refsingum við nauðgun- um og kynferðislegri misneytingu. „Að mínu mati er alveg jafn alvar- legt að misnota sér það að einhver geti ekki spornað við verknaði, eins og aö beita hann ofbeldi. Afleiðing- arnar eru svo sannarlega ekki minni fyrir þann sem verður fyrir þessu áfengisdauður." í Noregi hefur skilgreiningunni á kynferðisbrotum gegn börnum verið breytt þannig að þau má fella undir nauðgun. „Þar er tekið tillit til ald- urs brotaþola í nauðgunarmáli, þ.e. það þarf minna til þess að brjóta á bak aftur vilja ungs barns heldur en fullorðinnar manneskju.” Sif myndi vilja sjá sömu breytingar hér. Sama refsihámark yrði þá fyrir nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum en samkvæmt núgildandi lögum er það síðarnefnda 12 ár. Við ræðum um gildismatið sem felst í þessum mis- munandi refsiákvæðum. Hvernig stendur á að lögin okkar eru þannig úr garði gerð að það telst vægara brot að misnota barn heldur en að nauðga fullorðinni manneskju? Sif bendir líka á að í lögum þurfi að taka tillit til breyttra tíma. Sífellt fleiri mál varðandi kynferðislega misneytingu koma til kasta lögreglu og dómstóla. „Kannski er þetta breytt lífsmynstur", segir hún. „Kannski er það þannig að fleiri konur séu útsettar fyrir þetta af því að það eru fleiri konur sem deyja áfengisdauða, fleiri konur sem neyta fíkniefna eða lyfja sem gera þær meðvitundarlausar. Þetta eru gömul ákvæði sem þarf að endur- skoða." Hæstaréttardómurinn 1999 Við ræðum um Hæstaréttardóminn frá 1999 og ég spyr Sif hvort hún telji að hann hafi orðið til þess að draga kjark úr fórnarlömbum kynferðisofbeldis, eins og margir óttuðust. „Nei, ég get ekkert fullyrt um það. Öll meðferð málsins er ein- stök að svo mörgu leyti.” Og hún rekur málið stuttlega. Að héraðs- dómur sakfelldi föðurinn árið 1998, Hæstiréttur ómerkti þann dóm, m.a. vegna þess að ekki lá fyrir sálfræði- legt mat á stúlkunni. Þrír sérfræð- ingar rannsökuðu hana gaumgæfi- lega í kjölfar þess og styrkti niður- staða þeirra framburð hennar frem- ur en hitt. Meirihluti nýs héraðs- dóms sakfelldi föðurinn aftur en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem hann var sýknaður 28. októ- ber 1999. „Það sem skipti sköpum í þessu máli,” segir Sif, „var það að verjandi lét geðlækni og aðstoðarmann sak- bornings gera álit sem enginn vissi um fyrr en það var lagt fyrir Hæsta- rétt viku fyrir málflutning. Þar komst geðlæknirinn, með vafasömum að- ferðum og án þess að skoða stúlk- una, að tilteknum niðurstöðum sem gaf Hæstarétti tilefni til að rýra álit þeirra þriggja sérfræðinga sem áður höfðu verið tilkvaddir. Það er þvf allt mjög sérstakt við þetta mál og eng- in ástæða til þess að það dragi kjark úr neinum.” Eftirmólin Eins og flesta rekur minni til urðu viðbrögð við dómi Hæstaréttar afar hörð. Bæði einstaklingar og félaga- samtök létu til sín heyra og mikið gekk á í fjölmiðlum. Ýmsum þótti verjandi mannsins ganga fulllangt í því að verja skjólstæðing sinn í fjöl- miðlum. „Það var alveg ljóst að um- mæli hans gengu út fyrir þau mörk sem áður höfðu sést í ummælum lögmanna um gagnaðila í viðkvæmu dómsmáli. Þetta voru mjög meið- andi ummæli og einkalífsatriði, sem ekki komu fram í dómunum, voru opinberuð", segir Sif. Ummæli verj- andans voru kærð til úrskurðar- nefndar lögmanna. Það er ráðherra- skipuð nefnd sem starfar samkvæmt lögum um lögmenn en er óháð Lög- mannafélaginu. Henni er ætlað að úrskurða hvort lögmaður hafi brotið siðareglur eða gegn lögum. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni og taldi meirihluti hennarað verjandinn hefði ekki brotið siðareglur eða lög. En Sif segir að minnihlutaatkvæðið hafi verið mun betur rökstutt. „Hitt gekk ekki rökrétt upp. Ég lýsti því yfir að það stæðist hvorki siðferðisleg, lögfræðileg né skyn- semisrök og stend við það ennþá. Einkamál var því höfðað fyrir hér- aðsdómi og viðurkenningar krafist á því að verjandinn hefði brotið góða lögmannshætti með tilteknum um- mælum. Því hefur hins vegar aldrei verið haldið fram að hann mætti ekki tjá sig um málið. Almenningur heldur kannski að ég hafi ekki viljað að hann tjáði sig um málið en svo er alls ekki. En hann misnotaði þá aðstöðu sem hann hafði sem verj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.