Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 58

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 58
einelti Til eru skilgreiningar á einelti sem segja að eingöngu sé um einelti að ræða ef margir sam- einast um að níðast á einum um lengri tíma. Eg er alger- lega ósammála þessu: það þarf bara einn til. eigin spýtur, treysti aldrei sjálfri mér til neins, þorði ekki að standa á eig- in fótum í lífinu. Ég þurfti alltaf að fá viðurkenningu, fá hrós. En ef ég fékk hrós fannst mér ég ekki eiga það skilið og kunni ekki að taka því. Einelti á vinnustað Svo fer ég í menntaskóla og læddist þar með veggjum. Ég hafði ekkert sjálfstraust og hélt að ég gæti ekki lært en mamma stappaði í mig stál- inu, hún rak mig áfram. Svo fór ég í ensku í Háskóla íslands. Út á það fékk ég sumarstarf sem þýðandi. Forstjórinn var ánægður með mig og bauð mér að koma aftur næsta sumar. Þegar að því kom sagði ég honum að ég væri að fara að gifta mig og myndi fara í þriggja vikna brúðkaupsferð en vildi samt taka starfið. Þýðingar eru erfiðar og krefj- andi en hann þekkti til starfa minna og vildi fá mig þrátt fyrir að ég yrði ekki mikið við fyrstu vikurnar, enda mikið stúss við að undirbúa brúð- kaup. Um þetta leyti var fenginn yfir- maður til að stjórna þessum hópi af þýðendum sem ég tilheyrði. Mér fannst strax eins og hún hefði horn í síðu minni en taldi mértrú um að ég væri að fmynda mér það. Síðan fer ég að taka eftir að ég fæ ekki sömu upplýsingar og hinir starfs- mennirnir. Það er ýmislegt sem aðr- ir vissu sem ég fékk ekki að vita. Og þegar ég bað hana um leiðbeiningar eða aðstoð hafði hún ekki tíma til að svara mér. Ég skrapp talsvert frá vinnu og hún var greinilega ósátt við það. Þó vann ég um helgar til að bæta fyrir tímann sem ég var í burtu. Svo gifti ég mig og fer í brúð- kaupsferð. Á meðan á henni stóð var ég að velta fyrir mér hvort ég héldi starfinu þegar heim kæmi en reyndi þó að bægja þeim hugsunum frá mér. 58 Milljón á dag Þegar ég kem í vinnuna fyrsta dag- inn eftir fríið fékk ég engin verkefni, þó ég bæði um þau. Mér fannst það með ólíkindum og trúði ekki að full- orðið fólk hagaði sér svona. Daginn eftir er ég kölluð á fund með yfir- manninum og forstjóranum, sem segir að ég verði að fara vegna þess að fyrirtækið tapi milljón á dag á mínum mistökum. Á meðan horfði yfirmaður minn á mig vorkunnar- augum og gefur með orðum sínu í skyn að ég sé hreinlega ekki nógu greind til að sinna starfinu, ég hafi engan áhuga á því og ég ætti bara að finna mér eitthvað sem henti mér betur og ég hafi meiri áhuga á. Hún vildi auk þess meina að búið hefði verið að vara mig við, en það var ekki rétt. Ég fór aftur og talaði við for- stjórann og sagði honum að svona hagaði fólk sér ekki, og að starfsfólki væri alltaf gefið tækifæri að þæta sig áður en til brottreksturs kæmi. Ég sagði honum að það væri ekki rétt að ég væri ósamvinnuþýð, það hefði engum fundist fram að þessu, það væri ekki rétt að ég hefði ekki á- huga á starfinu því mér þætti vænt um það og þótti það erfitt en skemmtilegt. Hann varsammála mér um að mér hefði verið sýnd slæm framkoma og baðst afsökunar á að hafa rekið mig. Þetta var gríðarlega vond tilfinn- ing, eins og að vera kippt aftur í grunnskóla með öllum þeim skelf- ingum sem honum fylgdu. Það tók mig tvö ár að jafna mig á þeirri geð- lægð sem fylgdi í kjölfarið á þessu. Blóraböggull Þessi kona, sem var yfirmaður minn, réði sennilega ekki við starf sitt og þurfti því að finna þlóraþöggul. Hún stóð ekki undir stressinu sem fylgdi þvf að vera yfirmaður þó hún væri góður þýðandi. Við unnum saman í þrjár vikur og á þeim tíma þóttist hún finna út að ég væri ósamvinnu- þýð og hefði engan áhuga á starf- inu. Ég trúði því ekki að fullorðin kona gæti hagað sér svona. Á vinnu- staðnum var alltaf komið fram við mig eins og jafningja þangað til þessi kona kom. Ég leitaði til VR og þar var mér sagt að atvinnurekandi þyrfti enga ástæðu til að reka mig og ég gæti ekkert gert í málinu. Hálfu ári seinna var svo eineltisumræðan tek- in upp hjá VR, en þá fannst mér að of langt væri um liðið. Þá hafði ég sótt fundi f Eineltissamtökunum um nokkurn tíma og geri það enn. Þeir hafa gert mér ákaflega gott og hjálpað mér að takast á við þessa reynslu." Eineltissamtökin eru sjálfs- hjálparsamtök sem byggja á 12 spora kerfinu. Þau funda í húsi Geðhjálpar við Túngötu á þriðjudögum kl. 20. "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.