Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 20

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 20
Faldi sjúkdómurinn meðferð að hætti AA? ]ú, það var einmitt þannig sem niðurstöður rann- sókna á árangri kvenna voru settar fram. Það voru karlar sem framkvæmdu rann- sóknir og þeir voru einnig meðferðarað- ilar. Þetta ástand var hvarvetna þar sem meðferð við alkóhólisma var í boði, óháð menningu. Þrátt fyrir að hin hefðbundna með- ferð yrði síðar sveigjanlegri í garð kvenna og að sérstakar kvennameðferðir væru settar á laggirnar og að 12 spor AA væru umskrifuð fyrir konur þá varð ár- angurinn ekki sem skyldi. Konur á batavegi Það var árið 1975 að dr. Jean Kirkpatrick stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að heilsa hennar væri á þrotum vegna alkóhólisma. Hún var rúmlega fimmtug og hafði doktorspróf í félagsfræði og fé- lagsráðgjöf. Hún hafði þá þegar reynt að styðja sig við AA samtökin og verið í meðferð hjá geðlæknum og sálfræðing- um. Hún hafði í raun eytt öllum fjár- munum foreldra sinna í gagnlitlar með- ferðir. Hún vissi að enginn myndi ráða hana í vinnu og sú staðreynd blasti við að hún væri öreigi. Hvað átti hún? |ú, hún átti reynslu. ]ean skar upp herör gegn hinni hefðbundnu meðferð. Nálg- un hennar á vandamálinu var í anda feminisma. Hún gagnrýndi þær karllegu forsendur sem AA kerfið er byggt á og færði rök fyrir því að þetta kerfi hentaði konum ekki. Meðferðarkerfi sem hentaði konum yrði að vera byggt upp sam- kvæmt reynsluheimi kvenna, stöðu þeirra í samfélaginu, viðhorfum samfé- lagsins til alkóhólisma kvenna og síðast en ekki sfst út frá þeim andlegu og til- finningalegu áföllum sem konur verða fyrir af völdum þessa sjúkdóms. ]ean stofnaði samtökin Women for Sobriety sem þýða má á íslensku sem „Konur á batavegi". Samtökin eru nú virk í a.m.k. 15 löndum og þar á meðal á íslandi. í dag eru hér starfandi 4 hópar og 2 hópar eru enn á brauðfótum þar sem konurnar f þeim eru enn á því stigi að þær fara aftur í neyslu af og til en koma aftur. Kjarninn í hugmyndafræði WFS er að konurnar verði sjálfbjarga, læri að lifa með sjálfum sér og að meta eigin hæfileika og persónuleika. Sektarkennd- in og skömmin eru tekin sérstaklega til meðferðar á fyrstu fundunum svo og hlutverk kvenna í samfélaginu. Lögð er á það áhersla að breyttur lífsstíll sé lyk- illinn að batanum. Slíkar breytingar eru mörgum erfiðar en þær eru nauðsynleg- ar. Breyttur lífsstíll er svo dæmi séu tek- in; breytt mataræði, svefnvenjur, tóm- stundir, skemmtanir. Stjórnandi hópa verður að hafa leyfi frá stjórnendum samtakanna til þess að stofna hóp og leiða hann af stað. Fundir eru hvort tveggja hefðbundnir umræðufundir eða í formi stuttra skemmtiferða. Það virðist vera sameiginlegt með alkóhóliskum konum að þær kunna ekki að skemmta sér eða njóta augnabliksins en það geta þær lært og slfk kunnátta fleytir konum áfram á bataveginum. Það er ekki talið skynsamlegt að konur setji allt sitt traust á hópinn til langs tfma. Yfirleitt eru konurnar í tvö ár á reglubundnum vikulegum fundum en eftir það þá hitt- ast þær einu sinni í mánuði eða á tveggja mánaða fresti. Hugmyndafræðin gerir ekki ráð fyrir því að konurnar geti aðeins verið edrú ef þær stundi fundi reglulega. Þær ná því að verða edrú ef þær ná að læra á tilfinningalíf sitt og NÝTT LÍF 1. Eg á við lífshættulegan vanda að etja sem eitt sinn réði lífi mínu. 2. Neikvæðar hugsanir eyðileggja aðeins sjálfa mig. 3. Hamingja er lífsstíll sem ég ætla að tileinka mér. 4. Vandræði ergja mig aðeins að því marki sem ég leyfi. 5. Ég er það sem ég hugsa. 6. Lífið getur verið hversdagslegt og það getur verið frábært. 7. Kærleikur getur breytt þeirri veröld sem ég lifi í. 8. Grundvöllur lífsins er tilfinningalegur og andlegur þroski. 9. Fortíðin er liðin og kemur ekki til baka. 10. Ef ég elska verð ég elskuð. 1 1. Eldmóður er dagleg iðja mín. 12. Ég er dugandi kona og hef mikið að gefa. 13. Ég er ábyrg fyrir sjálfri mér og gjörðum mínum. læra að lifa með sjálfum sér. „Þetta er hægt." Þá er einnig lögð mikil áhersla á að fræðast um alkóhólisma og miðla upplýsingum um nýjar rannsóknir. Þvf meira sem konar vita um þennan sjúk- dóm, því betur tekst þeim að takast á við hann. Konurnar kynna sig ekki sem alkóhólista heldur sem konur í bata. Þegar kona hefur náð ári frá vímugjöfum þá er hún í bata og hún var veik af alkó- hólisma en ekki lengur en henni getur slegið niður ef hún gætir ekki að sér. Þ.e. einstaklingi getur batnað af þessum sjúkdómi rétt eins og öðrum og getur einnig slegið niður rétt eins og af öðr- um sjúkdómum. Árangur af þátttöku kvenna í þessum samtökum víða um heim hefur skilað mjög farsælum ár- angri. Hin síðari ár hafa meðferðastofn- anir í Bandaríkjunum og í Kanada tekið hugmyndafræði dr. |ean Kirkpatrick inn í kvennameðferðir. Eitthvað að þegar fólk nær ekki bata Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur sem leiðir að lokum til dauða ef ekkert er að gert. Nokkrar erlendar rannsóknir sýna að 2/3 alkóhólista eru með vímu- efni f blóði þegar þeir deyja. Talið er að aðeins 4% alkóhólista nái bata og að aðeins 25% þeirra leiti sér aðstoðar. Að- eins 4% alkóhólista eru þeir sem ráfa um á götunni heimilislausir eða lenda í fangelsi. Það eru því u.þ.b. 96% alkó- hólista sem eru við nám og störf í þjóð- félaginu. Því er haldið á loft hér á landi og víðar að árangur af hefðbundinni meðferð nálgist 70%, þ.e. að þetta stór hópur sé edrú ári eftir meðferð. Mun færri eða u.þ.b. 30% eru edrú þrem 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.