Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 8

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 8
Skyndimynd Vidhorf til kláms Nú í sumar gerðu tveir nemendur við Háskóla íslands viðhorfskönnun á klámi. Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur og Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Rannsóknastofu í kvennafræðum, hafa umsjón með verkefninu sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna og dómsmálaráðuneytinu. Hugmyndin að könnuninni kom upp innan Bríetanna fyrir nokkrum árum. f samvinnu við Irmu og Þorgerði sóttu Hildur Fjóla og Gunnhildur um styrk til Nýsköpunar- sjóðs, sem þær fengu nú í vor og hófust þegar handa. Könnunin fór þannig fram að spurningalistar voru lagðir fyrir 345 þátttakendur í 17 fyrirtækjum, stofnun- um og félagasamtökum á höfuðborgar- svæðinu. Heimtur voru 86%. Til þess að hægt hefði verið að alhæfa út frá niður- stöðum hefði þurft aðra úrtaksaðferð, en ekki var tilefni til þess á þessu stigi. Þessi frumkönnun hefur þó heilmikið gildi og gefur skýrar vísbendingar svo að auðveldara verður að gera umfangsmeiri könnun í kjölfarið. Gunnhildur og Hildur Fjóla fóru í fyr- irtækin, töluðu við starfsmannastjóra og fengu leyfi til að leggja könnunina fyrir starfsfólkið og biðu meðan það fyllti út spurningalistann. Móttökurnar við um- leitunum voru góðar, bæði hjá starfs- mannastjórum og starfsmönnum. Einn og einn einstaklingur vildi ekki taka þátt. Almennt tók fólk þessu þó vel og virtist gefa sér góðan tfma til að svara. Sumir voru sjokkeraðir vegna myndanna. Könnunin er í formi spurningalista sem er byggður á svokölluðu þægindaúr- taki. Það er viðurkennt í grunnrannsókn- um og er hentugt til að prófa hvaða að- ferð hentar. í spurningalistanum eru 31 spurning um skilgreiningar á klámi, viðhorf til þess efnis sem er til á markaðnum; hjá erótísku verslununum, myndbandaleig- um, bókabúðum og bensínstöðvum. Þá var spurt um afstöðu til laganna og hvort fólk vildi milda, herða eða á annan hátt breyta þeim. Síðasti hlutinn er mynda- hluti þar sem eru myndir úr klámblöðum og af hulstrum myndbanda. En þeim fannst mikilvægt að hafa myndir svo fólk vissi um hvað var verið að ræða. Þær lögðu áherslu á að fá alla listana til baka: „ Við vildum fá þá til baka til að fá ekki á okkur að við værum að dreifa klámi," segja þær kímnar. Enn er verið að lesa úr könnuninni og heildarniðurstöður liggja ekki fyrir. Þær verða kynntar á 10 ára afmæli Rannsókna- stofu í kvennafræðum í október og í Veru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.