Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 55

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 55
Sigrún segir starf sitt hjá VR óneit- anlega vera á mannlegri nótum en hennar fyrra starf. „Maður er að vinna með miklu skemmtilegri hluti, laun fólks sem varða hagi þess, fjölskyldu og afkomu og lífið allt," segir hún glaðlega, greinilega sátt við sitt. Eineltismálaráðherra Nií ertu eineltisfulltrúi VR, hvernig kom það til? „Það kom þannig til að það fór af stað vinnuhópur um einelti á skrifstof- unni í fyrrahaust. f vinnuhópnum tók ég að mér að sjá um einn hluta ráðstefnu- haldsins sem sfðan var haldin. Þar var ég með erindi um tfðni eineltis, þ.e. töl- fræðina. Hér á landi hafa engar kannan- ir verið gerðar en ég kynnti mér kannan- ir frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum. í kjölfar ráðstefnunnar og auglýsingaherferðarinnar sem henni fylgdi var ljóst að ráðgjafar í kjaramála- deildinni yrðu að vera í stakk búnir til að taka á móti fólki sem hefði orðið fyrir einelti, fyrst félagið væri að vekja athygli á þessu vandamáli. Og þar sem ég hafði kynnt mér málin svo rækilega þá varð það úr að ég yrði þessi aðalráðgjafi. Fé- lagsmaður sem leitaði til mín gaf mér nafnbótina eineltismálaráðherra og hef- ur sú nafnbót fest við mig hér innan- húss," segir Sigrún og hlær. Að ræða vandamálið „Við erum sem betur fer orðin meðvit- aðri um einelti á vinnustöðum sem vandamál og ráðstefnan okkar hefur hreyft við fólki. Einelti hefur greinilega verið til staðar en það hefur verið þagað yfir því. Þolandinn lítur á þetta sem skömm. Hann vill helst ekki segja frá þessu og hefur e.t.v. ekki gert það fyrr en hann sá þarna einhverja leið opnast til þess að ræða þessi mál. Hann sá þarna að það var eitthvað sem hægt var að gera, hann þurfti ekki að sitja einn með vandamál sín.'' Hvernig birtist einelti á vinnustað? „Einelti hefur mörg birtingarform. Ein aðferðin er að útiloka fólk, skilja út- undan, önnur aðferð er fólgin f að halda verkefnum frá fólki. Þá getur þetta birst sem skammir og ásakanir um vanhæfni f starfi sem ekki á við nein rök að styðj- ast. Enn önnur aðferð er sú að kaffæra fólk f verkefnum þannig að það komi engu áleiðis, verði ekkert úr verki. Kannski er það augljósast þegar stöðugt er verið að öskra á fólk. Það er niður- lægjandi." Sigrún segir að, samkvæmt þeim könnunum sem hún skoðaði, eigi einelti sér stað undir ýmsum ytri aðstæðum; undir fjögur augu þannig að engin vitni eru og í hópi þar sem margir áhorfendur eru. Sumir gerendur gæti þess að þeir séu einir með viðkomandi þolanda og því engin vitni, sem gerir málin erfiðari hvað sönnunarbyrði varðar. Aðgerðar- lausir áhorfendur eru hinsvegar orðnir samsekir gerendum með því að aðhaf- ast ekkert. Aukið einelti virðist vera staðreynd Nú birtist á dögunum ályktun frá Sam- bandi íslenskra bankamanna um einelti og þar kemur fram m.a. að hjá þeim bitni þetta oft á eldri starfsmönnum og þá í því formi að þeir fá kannski ekki verkefni, þeir sitja eftir. Hefur þú fundið fyrir þessu hjá félagsmönnum VR? „Ekki sérstaklega og aldur virðist ekki vera sérstakur áhrifaþáttur. Ég gæti þó trúað því að þetta komi fyrir þó svo við höfum ekki fundið sérstaklega fyrir þessu hérna." Eldra fólki er ef til vill heldur ekki taml að nota orð eins og einelli? „Nei og sá hópur kýs e.t.v. að þegja. En við verðum að horfast f augu við aukið einelti og það er m.a. vegna auk- ins álags og samkeppni á vinnumarkaði og þá verður eldra fólkið kannski fyrr undir." Hverskonar fðlk legguraðra íeinelli? „Það eru allar manngerðir sem eru gerendur, þeir eru þó oft óöruggir sjálfir um stöðu sína, stundum vanhæfir stjórnendur sem hræðast færni undir- manna. Það eru t.d. merki þess að það séu ekki síður sérfræðingar sem verða fyrir einelti heldur en aðrir. Það virðist ekki neitt sérstaklega kynbundið hverjir leggja fólk í einelti. Hinsvegar er það nokkuð kynskipt'hverjir eru þolendur sem eru að miklum meirihluta konur eða um 70%. En gerendurnir eru alveg jafnt karlar og konur." Þannig að það er algengl að kona leggi konu í einelti? „|á ekki síður en karlar. Og skv. sænskum rannsóknum sem ég skoðaði þá er einelti vaxandi vandamál meðal heilbrigðisstétta og í félagslega geiran- um. Þar mælist einelti meira en í öðrum starfsgreinum. Og þetta eru kvenna- stéttir." Leiöir til úrbóta En hvað er hœgl að gera til að koma í veg fyrir einelti á vinnustöðum? „Upplýsa og hætta að þegja yfir mál- unum. Við þurfum að Ifta á það sem staðreynd að einelti er til. Hinsvegar þurfum við að átta okkur á þvf að þetta er eitthvað sem hægt er að sporna við og á ekki að viðgangast. Fyrirtæki ættu að setja sér samskiptareglur sem eru öllum starfsmönnum ljósar. Fólk sem telur sig verða fyrir slfkri framkomu þarf einnig að temja sér að senda frá sér skýr skilaboð um að það þoli ekki slíka framkomu. Fólk þarf að geta sagt: „Hingað og ekki lengra". E/ félagsmaður kemur á skrifstofu VR með slík vandamál hvaða móttökum má hann búasl við? „Þá fer ég yfir ákveðna þætti í viðtali við þann sem telur sig hafa orðið fyrir einelti. Eftir þetta viðtal ræði ég við samstarfsfélaga mína, forstöðumann kjaramáladeildar VR og lögfræðing fé- lagsins sem starfa að þessum málum með mér. Við reynum svo að meta það sameiginlega hvort að um einelti sé að ræða. Oft eru þetta samskiptavandamál þar sem tveir aðilar eiga hlut að máli. Ef við komumst að því að um einelti sé að ræða þá setjum við af stað ákveðið ferli. Við óskum eftir að viðkomandi afli gagna, svo sem að skrá hjá sér atburði, afla vitna og mótmæla formlega fram- komunni munnlega eða skriflega. Það er oft það sem þolendur hafa ekki gert, þeir hafa ekki sagt „ég þoli ekki hvernig þú kemur fram við mig, viltu láta af þessu!" Sé manneskjan svo niðurbrotin að hún treystir sér ekki í eitt eða neitt af þessu, þá förum við annaðhvort á fund hjá stjórnendum viðkomandi fyrirtækis eða sendum bréf og gerum grein fyrir málinu og óskum eftir upplýsingum. Við þurfum líka að heyra hina hliðina á mál- inu. Því miður er algengara að þolendur eineltis láti af störfum heldur en að málið sé leyst. Og því miður er það svo ennþá, sem ég vona þó að breytist, að menn eru búnir að segja upp þegar þeir koma og þola ekki við á uppsagnarfresti. Sem betur fer eru þó mál sem við höf- um leyst þannig að fólk hefur ekki þurft að hætta og gerandi hefur látið af sinni hegðun gagnvart þolanda og séð að sér, og það gleður okkur. Þau eineltismál sem komið hafa til kasta okkar hér á skrifstofu VR eru orðin yfir tuttugu síðan í haust að ráðstefnan var haldin. Áður hafa einnig komið upp eitt og eitt mál. En þeim hefur fjölgað verulega." Mynd: Gréta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.