Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 17

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 17
Femínistar hafa lengi bent á að hlutur kvenna á flestum sviðum hafi verið vanræktur. Dæmi um þetta er sagnfræðin. Höfundar ýmissa kennslu- bóka hafa „bætt úr" þessu með því að bæta við nokkrum línum eða kafla um konur og þykjast þar með hafa gert efninu full skil. Þessu hafa femínistar ekki viljað una og segja að sagnfræðina þurfi að skoða upp á nýtt og skrifa þurfi hana aftur frá grunni. Ýmislegt bendir til að þetta megi segja um áfengismeðferðarmál. Áfengismeðferð var upphaflega miðuð út frá hvítum millistéttar karl- mönnum og kannski hentar hún alls ekki konum. Áfeng- ismeðferðarúrræði hér á landi eru nokkur. SÁÁ hefur verið einna stórtækast í meðferðargeiranum en einnig bjóða Teigur (Landspítalinn) og Hlaðgerðarkot (Hvíta- sunnumenn) upp á sínar útgáfur af áfengistæklingum. Eftir afeitrun og meðferð er fólki allajafna bent á að ganga í AA-samtökin, sem byggja starf sitt á fundum þar sem öll eru jöfn og hafa jafnan kost á að tjá sig um h'ð- an sína og gönguna eftir hinum þrönga vegi edrú- mennskunnar. Mörg virðast halda að SÁÁ og AA-sam- tökin séu eitt og hið sama. Svo er hins vegar alls ekki. SÁÁ eru samtök áhugafólks um áfengisvandamálið og þar starfar fólk að meðferð eða þiggur meðferð. AA- samtökin eru hins vegar stofnuð af tveimur Bandaríkja- mönnum árið 1935 sem báðir áttu við áfengisvandamál að strfða. AA-samtökin standa hvorki fyrir meðferðar- starfi né veita nokkurs konar sérfræðihjálp. Það sem sameinar AA-félaga er löngunin til að hætta að drekka. Alkóhólismi skilgreindur sem sjúkdómur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1951 litið svo á að alkóhólismi sé sjúkdómur. Þetta var mikilvægur áfangi því að eftir það er erfitt að halda því fram að alkóhólismi sé bara aumingjaskapur. í afeitrun- armeðferð SÁÁ eru alkóhólistarnir því allir í sloppum og inniskóm, eins og þeir væru á hverju öðru sjúkrahúsi. Þetta hefur líka góð áhrif á samstöðuvitundina því strætisróninn og tískumódelið eru eins klædd og eiga auðveldara með að líta framhjá mismunandi áherslum í klæðaburði. Aðrar hafa gagnrýnt þessa sjúkrahússtemn- ingu og segja að það sé óþarfi að taka ábyrgðina af alkóhólistunum. Of oft finnist þeim að þeirra eina val sé að drekka því þeir þurfi ekki að taka ábyrgð á eigin lífi heldur geti alltaf skotið sér bakvið veikindin sem hrjái þau. AA-samtökin hafa líka fengið á sig gagnrýni, þótt reyndar hafi gríðarlegur fjöldi fólks fengið bata eða haldið niðri sjúkdómnum með þeirra hjálp. Gagnrýnin felst m.a. í þvf að samtökin séu mjög karlmiðuð, séu upphaflega stofnuð af hvítum millistéttarkarlmönnum fyrir þeirra jafningja. Þau sem eru trúleysingjar eiga auk þess oft erfitt með að tileinka sér trúarlegt yfirbragð samtakanna en samkvæmt nýlegu dómsmáli í Banda- ríkjunum eru AA-samtökin skilgreind sem trúfélag. Sam- tökin Women for sobriety voru stofnuð af Jean Kirkpat- rick sem mótvægi við þessa karlslagsíðu AA-samtak- anna. Hér á eftir fer grein um samtökin, auk viðtala við konur sem þekkja alkóhólisma af eigin raun eða sem meðferðaraðilar. Mynd: Gréta 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.