Vera - 01.08.2001, Síða 35

Vera - 01.08.2001, Síða 35
Kynlífsiðnaðurinn er mun ánættuminni fyrir brotamanninn en eiturlyfjasala þar sem fólk er sjaldnast sett bak við lás og slá fyrir verslun með fólk. vændis, sem eru í flestum tilvikum konur og börn, liggur fyrir eða ekki. Margaretha Winberg benti á mikilvægi þess að við- aukinn yrði staðfestur í lögum aðildarríkj- anna sem fyrst og sagði ráðstefnuna í Vilnius vera hvatningu fyrir þátttökulönd- in að fullgilda samninginn. Nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra tók þátt í pallborðsumræðum ráðherr- anna fyrir íslands hönd. Hún sagði íslensk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur yfir þeirri staðreynd að verslun með konur teygi sig til landsins. „Við leitum nú leiða til þess að berjast gegn verslun með konur og hvernig megi ná fram markmiðum sem eru sett fram í viðauka Sameinuðu þjóðanna um varnir við og afnám verslunar með konur," sagði hún. í þessu samhengi lagði Sólveig áherslu á nauðsyn aukins lögreglusam- starfs á milli landa, en fullgilding SÞ við- aukans mun að hennar mati auðvelda alla lögreglusamvinnu á þessu sviði. „Við erum að fást við fjölþjóðlegt vandamál sem verður að takast á við með samstilitu átaki allra þjóða. Því legg ég mikla áherslu á að allar þjóðir fullgildi viðauk- ann," sagði hún. Sólveig minnti ennfrem- ur á mikilvægi þess að bæta þjónustu við fórnarlömb verslunar kynlífsþjónustu, veita þyrfti þeim nauðsynlega vernd í gegnum erfiða málsmeðferð í refsimálum og sömuleiðis aðstæður til að hefja nýtt líf. Að lokum varð Sólveigu tíðrætt um að opna þyrfti augu almennings fyrir vandan- um og þjáningum fórnarlamþa vændis og benti í því samhengi á sameiginlega upp- lýsingaherferð þátttökulandanna gegn mansali, en ríkisstjórn íslands hefur nú þegar ákveðið að styðja verkefnið. „Við höfum nú þegar öll nauðsynleg tæki til að nota í þaráttunni gegn verslun með fólk. Það er kominn tími til að nota þau," sagði Sólveig í lok ræðu sinnar. Hvað fannst þátttakendum um ráðstefnuna? Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og ég vorum fulltrúar íslendinga í vinnuhópi um það hvernig fjölmiðlar geta stuðlað að jafnrétti kynjanna. Ég var starfsmaður samsvar- andi vinnuhóps á ráðstefnunni sem haldin var hér á landi árið 1999 og hef setið í nefnd um konur og fjölmiðla undan- farin misseri og hef því áhuga á málaflokknum. Því miður var enginn af þátttakendunum frá 1999 í vinnuhópnum nú og því engar fréttir að hafa af verkefnum sem ákveðin voru hér eins og ég hafði vonast til. Hins vegar var mikið rætt um stöðu fjölmiðla í Eystrasaltsríkjunum og í samræmi við meginþema ráðstefnunnar var nokkuð rætt um það hvernig fjölmiðlar eru notaðir „með og á móti" kynlífsiðnaðinum. T.d. var sagt frá fjölmiðlum sem höfðu hætt að auglýsa kyn- lífsþjónustu vegna utanaðkomandi þrýstings. Ung kona, rit- stjóri frá Lettlandi, sagði frá stöðu kynjanna á fjölmiðlum þar í landi. Hún sagði að hefð væri fyrir því að yfirmenn rit- stjórna og fréttastofa væru konur vegna þess að í blaða- mennsku veldist yfirleitt fólk með húmaníska menntun. Aðra sögu væri hins vegar að segja af þeim sem tækju við- skiptalegar ákvarðanir. Það væru aðallega karlar og launa- munur á milli ritstjórna/fréttastofa annars vegar og fram- kvæmdastjórna hins vegar mjög mikill. Ég sagði frá störfum og niðurstöðum nefndar um konur og fjölmiðla og Arnbjörg frá störfum nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Starf hópsins í heild var annars nokkuð ómarkvisst, mun síðra en starf fjölmiðlahópsins á ráðstefnunni hér, að mínu mati, og skilaði engum raunhæfum niðurstöðum þó að sumt af umræðunum hefði verið athyglisvert. Þeim sem ávörpuðu ráðstefnugesti mæltist almennt vel en þó bar ræða Vairu Vike-Freiberga, forseta Lettlands, við setningu ráðstefnunnar af en hún var sérlega eftirminnileg. Ólafur Jón Ingólfsson, Sjóvá-Almennum Fyrir mér var þátttaka Sjóvá-Almennra í ráð- stefnunni fyrst og fremst yfirlýsing um að félagið hygðist sinna jafnréttismálum áfram af þeim krafti sem settur var í þessa umræðu á ráðstefnunni í Reykjavík '99. Þátttakan hefur gert okkur meðvitaðri um þessi málefni og hefur orðið til þess að við höfum ráðist í aðgerðir til að gera Sjóvá-Al- mennar að fjölskylduvænni vinnustað, t.d. með skriflegri jafnréttisstefnu sem mun líta dagsins Ijós í haust og með 35

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.