Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 64

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 64
Alþingisvaktin ■ umsjon: martha árnadóttir fc o C E ÞINGKONAN að þessu sinni er Samfylkingarkonan Svanfríður Jónasdóttir. Svanfríður fer ekki framhjá neinum sem fylgist eitthvað með pólitíkinni á íslandi í dag. Hún er sögð dugnaðarforkur og fylgin sér. Það nýjasta sem við heyrðum af Svanfríði er gagnrýni hennar á framkvæmd menntamálaráðherra á ályktun Alþingis um málefni fullorð- inna einstaklinga sem eiga í lestrarörðugleikum eða eru ólæsir. Því var einnig hvíslað að mér að e.t.v. væri Svanfríður sú kona sem hvað best væri að sér í málefnum sjávarútvegs- ins. Við slógum á þráðinn og spjölluðum við Svanfríði. Völd eða valdaleysi Við byrjuðum á að forvitnast um mesta „pirringinn" f pólitíkinni og fengum - eins og við var að búast - ákveðið svar frá Svanfríði: „Valdaleysi stjórnarandstöðu þingmannsins pirrar sig mest af öllu," - og hún hugsaði sig ekki tvisvar um þegar við buðum henni ráðherraembætti: „Já takk - og það eru sjávarútvegsmálin sem freista mín þá mest," sagði hún ákveðið. „Verkefnin á þeim vett- vangi eru mörg og ögrandi og þar hafa sjónarmið sérhagsmuna alltof lengi fengið að ráða á kostnað almannahagsmuna og nýrra hugmynda. Það er tvennt sem ég myndi byrja á að gera sem sjáv- arútvegsráðherra. í fyrsta lagi vinna markvisst að því að auðlindar- gjald yrði tekið upp, og jafnframt að sátt kæmist á milli útgerðar- innar og fólksins í landinu. í öðru lagi myndi ég vilja innleiða eðli- lega viðskiptahætti varðandi viðskipti með afla, þannig að hann yrði allur seldur um fiskmarkaði." Sumarið - naglalakkaðar tær eða hvað? En hvað gerir þingmaður á sumrin - liggur með naglalakkaðar tær á sólarströnd eða er eitthvað að gera? „|á og nei - mér hefur auðnast að vera mikið fyrir norðan í sumar, en það er nú einu sinni þannig, að þingmaður er í vinnu allt árið þó ekki séu haldnir formlegir þingfundir. í sumar hef ég t.d. verið að lesa og pæla í frumvarpi til nýrra raforkulaga og skýrslum um sama efni. Ég fór samt til Grikklands í frí og naut þess mjög. Ég hef líka farið í nokkrar styttri ferðir innanlands og núna er ég a leiðinni í Fljótsdalinn og á Kárahnjúka." (Svanfrfðurá jú líka sæti 1 iðnaðarnefnd þingsins). Tvær konur - önnur í bók og hin í bíó I sumar hefur Svanfrfður bæði gluggað í bók og farið í bfó, og á báðum stöðum hitti hún fyrir konur. í bókinni hitti hún Doris Lessing í sjálfsævisögu hennar sem nefnist „Under My Skin” og segir Svanfríður að þrátt fyrir að bókin fjalli einungis um fyrstu 30 árin í ævi Dorisar, megi greina frábærar hugmyndir hennar og óvenjulega konu. „í mínum huga er Doris Lessing ein af áhuga- verðustu konum 20. aldar." í bíó hitti hún Bridgeti lones - „frábær húmor og skemmtileg mynd." Vísa (skvísa) með varalit Gefum Svanfrfði orðið. „Nú er seinni hálfleikur kjörtímabils þing- manna að hefjast og það má ætla að aukin átök verði um menn og málefni. Hlutirnir gerast stundum hratt og óvænt og maður lærir að lifa með því að ekki fer allt eins og maður kýs. Eins og eg orðaði það í bréfi til vinkonu minnar f þingflokknum: Þegar Örlögin hafa ákveðið sig og öll vötn falla til einhvers fjarðar (ekki bókstaf verður breytt) er kominn tími á nýjan varalit! Upplýstar á vefnum! Okkur lék forvitni ó að vita hversu vel þingkonurnar okkar eru net- væddar. Við vöfruðum um vefinn smóstund og komumst að því að þær eru jafnvel betur netvæddar en karlpeningurinn í þinginu (hlut- fallslega) - bravó fyrir því. Við litum inn hjó Kolbrúnu Halldórsdóttur og skoðuðum okkur um og í næstu blöðum heimsækjum við fleiri vefi armálin, sem setja mestan svip á sfðuna auk fjölda annarra málefna sem sem prýða dag- skrána um þessar mundir. Aðallitur síðunnar er auðvitað grænn. Slóðin er: www.althingi.is/kolbrunh Kolbrún Halldórsdóttir - upplýst og vel tengd Á forsíðunni býður Kolbrún gesti velkomna og við blasir mynd af þingkonunni, brosandi og glaðbeittri á svip. Kolbrún gefur gestum innsýn í dagbókina sína, og ef smellt er á dagsetningar þá koma upp ýmis mál og erindi sem Kolbrún er að vinna að þá stundina. Blaðagreinar Kolbrúnar eru einnig á vefnum og síðast en ekki sfst má nefna stórgott tenglasafn sem Kolbrún hefur komið fyrir á síðunni sinni. Þar er að finna tengla við alls kyns málefni, svo sem náttúru- vernd, kvenréttindi, grænar slóðir, alþjóðamál, stóriðju— og orkumál og al- þjóðastofnanir. Þar má einnig finna tengla við vefi Sameinuðu þjóðanna, menningu og listir og fleiri athyglisverð málefni. Kolbrún fær stóran plús fyrir athyglisverða tengla. Það sem helst einkennir vefinn hennar Kolbrúnar er að hann er stútfullur af upplýsingum og að sjálfsögðu eru það hugðarefni Kolbrúnar, umhverfisvernd- Cg bya ykkur velkomm t heimewíu rnni og vone o« hér ISnrvS þH wtthve* forvltnílegt og vonendi iika fróélegt um það »em ég hef tekið mér fynr hendur gegnum o'ðine, ekki hv»4 titt ntme uppá »Wk«M efw eð ég »nen mér að stjórnmélum. Ykkur er velkomið að láta i ykkw heyra varðandi það «em hér er að fma, þvi engmn stjórnmélamaður ttendur «vo traustum fótum I tiveru *mrt að <koðana»kipti og opnar umr«eður auðgi hann ekkl, Ég Nakka bl að eiga við ykkur tamikipb um hvaðema þvl þeger ólu er t þotnmn hvolft þá er tólvutatknm hvað gagnlegust þegar hún byggír brýr mlB manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.