Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 66

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 66
Kvikmyndir Úlfhildur Dagsdóttir Haust í myndbandstækinu: „fímsnn, það er fugl sem flýgur hratf" Er sumarið búið? Kom það einhverntíma? Ég man ekki eftir að hafa haft það í minni augsýn að ráði. Best að setjast fyrir framan sjónvarpsarineldinn og orna sér við nokkrar góðar myndir. Haustvindurinn gnauðar innum rifurnar sem sumarregn- ið opnaði: tími rauðvínsins er hafinn (og hann er ekki fugl sem flýgur hratt), en ólífur og ostar eiga ennþá (og alltaf) jafn vel við. (Vetrarundrin eru svo ekki langt undan, og ekki veitir af að safna forða áður en við leggjumst í hýðið.) Allt um móður mína Pedro Almodovar, 1999 ★ ★★★ Myndir spænska leikstjórans Pedro Almodovar hafa oft einkennst af áherslu á stíl og yfirbragð. Þessi stílbrögð ná út yfir leikarana líka, en myndirnareru iðu- lega mannaðar mjög sérstökum leikur- um sem segja söguna ekki síður með útliti sínu en í töluðu máli. Sagan segir frá Manuelu og syni hennar Esteban sem ætlar að verða rithöfundur. Este- ban deyr í slysi og Manuela fer til Bar- selóna til að finna föður Estebans. í Barselóna hverfist sagan skyndilega inn í heim kynskiptinga, en það verður fljót- lega Ijóst að slfkur, eða réttara sagt,- hálfur slfkur, er faðirinn. Það er markvert að sjá hvernig hið óvenjulega og furðu- lega er sett fram á einstaklega blátt áfram hátt og án þess að á það sé lagð- ur dómur. Skrif sonarins um móðurina eru leiðartema myndarinnar, en dagbók eða glósubók hans myndar ákveðinn ramma, eíns og titillinn gefur til kynna. Fyrir þá sem eru tilbúnir í rússíbana, bæði tilfinningalegan og sjónrænan. I Know What You Did Last Summer Jim Gillespie, 1997 ★ ★★ Þessi ætti að vera skylduáhorf hvert sumar. Á þjóðhátíðardaginn 4. júlí eru tvö pör að fagna menntaskólalokum niðri á strönd, með tilheyrandi sögum- við-bálkesti og kveðju-kynlífi. Þegar þau svo blússa heim á fína béemmvaffi ríka stráksins keyra þau óvart niður mann, og eftir dramatískar yfirlýsingar um framtíð í rúst, ákveða þau að losa sig við líkið. En ekki fer ailt eins og til var ætlast og næsta sumar fara undarlegir atburðir að gerast: Aðalhetjan lulie fær bréf; „i Know What You Did Last Summer". Aðalhasar- inn og blóðsletturnar ganga svo yfir á meðan krýningu beibs bæjarins stendur, sem er eitthvað svo einstaklega viðeig- andi. Og það flaug popp. Það hlýtur að vera þriggja stjörnu virði. Mimic Guillermo Del Torro, 1997 ★ ★★ Ég beið með mikilli eftirvæntingu eftir nýrri mynd frá spænska leikstjóranum Guillermo Del Torro eftir að hafa heill- ast ákaflega af hinni afskaplega frum- legu og áhugaverðu vampýrumynd Cronos (sem ég mæli hérmeð einnig með). Mimic var kannski ekki alveg eins flott og Cronos, en þokkalega smart samt. Súpervísindakonu einni tekst að vinna bug á banvænum barnasjúkdómi með þvf að rækta upp súperónæmis- kerfi í nýrri genabreyttri pöddutegund. Nokkrum árum síðar fara undarlegir hlutir að gerast í neðanjarðarlestakerfi Manhattan, og paddan, sem átti að deyja út, reynist ekki aðeins lifandi, heldur einstaklega sprellifandi og STÓR. Mannhæðarhá, til að vera nákvæmari, eða bara mannleg, því hún hefur tekið á sig mannsmynd: og svo byrjar þetta líka dásamlega skemmtilega andstyggilega splatter. Mér finnst persónulega að okk- ur beri skylda til að skoða allar erfða- fræðimyndir, þó ekki væri nema til að vekja okkur til umhugsunar um þann veruleika sem við búum við - og er iðu- lega mun ævintýralegri en vísinda-hroll- vekju-fantasfur eins og Mimic. Mouse Hunt Gore Verbinski, 1997 ★ ★★ Músaveiðamyndin segir frá hinum vit- grönnu bræðrum Smuntz sem erfa snærisverksmiðju og niðurnítt hús (með mús) eftir föður sinn. Húsið telja þeir verðlaust en vegna húsnæðisskorts neyðast þeir til að dvelja þar um stund. Og þá hitta þeir frú mús. Fyrstu músa- veiðarnar leiða þá á vit þeirrar uppgötv- unar að húsið er eftir frægan arkitekt og þvf mjög verðmætt. En músin þykir rýra verðgildið og fara nú í hönd hinar miklu músaveiðar. Leikstjórinn hefur greini- lega orðið fyrir nokkrum áhrifum af franska teyminu lean-Pierre leunet og Marc Caro, enda eru það áhrifavaldar sem eiga vel við í þessum hálffantast- íska heimi músa og menna. Sjálf músin er aðalhetja myndarinnar, þarsem hún klífur og stekkur og sveiflar sér af mikilli fimi og hugrekki um húsið, sigrast bæði á banvænum ketti (Catzilla) og hátækni- búnum meindýraeyði og hvomsar í sig kílói af osti án þess að svo mikið sem gildna um miðbikið. Practical Magic Griffin Dunne, 1998 ★ ★★ Það verður að viðurkennast að mér finn- ast þessar kvennamyndir, sem Banda- ríkjamönnum er svo mikið í mun að framleiða til að sýna hvað þeir eru kven- vænir, yfirleitt yfirskilvitlega væmnar og leiðinlegar. Það kom því ánægjulega á óvart að sjá hér bæði skemmtilega og hressilega mynd um konur, nornir, dauða elskhuga og hagnýta galdra. Owen konurnar hafa alltaf haft á sér orð fyrir að vera nornir, og þau álög hvíla á þeim að þeir menn sem þær elska deyja sviplega. Þegar foreldrar Sally og Gilly deyja, flytja stelpurnar til frænka sinna og læra allt um hagnýta galdra, ástir og óheppileg álög. Sally er heima, giftist, eignast tvær stelpur, og missir manninn. Gilly fer út í hinn stóra heim, og lifir hinu Ijúfa lífi bara til að kynnast hálf- sturluðum búlgörskum kúreka sem seg- ist rekja ættir sínar til Drakúla. Og hún verður að setja svefnlyf í tekílað hans til að fá að sofa stundum. Nema hann deyr óvænt, og nú eru góð ráð dýr og best að hóa í systur og galdra soldið. Practical Magic tekur sig aldrei of alvarlega og það er það sem gerir hana að þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.