Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 29

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 29
Gagn og gaman NAMSKEIÐ BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Á hverju hausti keppast skólar og nám- skeiðshaldarar um að bjóða fólki upp á spennandi vetrarafþreyingu. Framboaið er gífurlegt og eftirsóknin virðist enda- laus. Sumar vilja iðka handverk en aðrar þjálfa sia í stjórnun. Enn aðrar, eða kannski ninar sömu, syngja í kórum eða kanna óravíddir netsins. Sumar vilja kom- ast frá argaþrasi hversdagsleikans og leita inn á við, öðrum finnst aðalatriðið að bæta við ferilskrána. Hvort sem konur vilja auðaa andann eða stæla líkamann, hækka töluna á launaseðlinum eða gleyma brauðstritinu, dó eru allar leiðir færar (nema að læra ballet, hann er ekki í boði fyrir fullorðna). Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands við Dun- haga býður upp á allskyns námskeið sem henta fagfólki og hinum margumtalaða almenningi. Námskeiðin ýmist bæta við þekkingu eða rifja upp og þau allra vinsælustu eru námskeið í íslendingasögunum sem Jón Böðvarsson kennir fyrir fullu húsi ár eftir ár. Svo eru líka námskeið eins og íslenska fyrir útlendinga og Kvennaheilsa; um heilsufar kvenna í fortíð, nútíð og framtíð. É*"----------------------------------------------- I samvinnu við Endurmenntunarstofnun kennir Reykjavíkur Akademían námskeið sem nefnist Akademísk vinnubrögð og er ætlað öllum sem eru að hefja háskólanám og einnig þeim sem lengra eru komin en hafa átt í erfiðleikum með að mæta þeim kröfum sem háskólar gera til nemenda sinna eða með að aðlagast akademískum vinnubrögðum. Sérstök áhersla er lögð á að kynna vinnubrögð við samningu og frágang ritgerða, erinda og verkefna og gildi þess að hugsa á gagnrýninn hátt og setja skoðanir sínar fram á rökvísan og aðgengi- legan máta. Upplýsingar á www.endurmenntun.is og í síma 525 4444. Skref fyrir skref er stofnað 1989 af Hansínu B. Einarsdóttur. Megináhersla er lögð á stjórnenda- og starfsmannþjálfun í fyrirtækjum og stofnunum og í því skyni er boðið upp á mikinn fjölda nám- skeiða. Þau námskeið sem hver sem er getur tekið þátt í, án þess að vera send af vinnuveitanda, eru: Aræðni, Stjórnviska og Steps. Aræðninámskeiðið er ellefu tímar og þjálfar framsögn, ræðumennsku og örugga tjáningu. Stjórnviskunámskeiðið er 3ja daga námskeið sem fram fer að mestu leyti í Hval- firði. Námskeiðið er ætlað konum sem eru að byrja í millistjórnunar- eða stjórnunarstöðu. Mark- miðið er að þjálfa konur til forystu, efla sjálfsþekk- ingu þeirra og leiðtogahæfni og síðast en ekki síst, byggja upp tengslanet, þ.e. kynnast öðrum konum í svipaðri stöðu. Steps er leiðtogaþjálfun fyrir konur og er það ætlað konum sem eru í fullu starfi sem stjórnendur. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og úti á landi og tekur alls 100 klst. á þremur mánuðum. Skref fyrir skref hefur síma 581 1 314 og einnig www.step.is Rafiðnaðarskólinn er með Microsoft námskeið sem býr fólk undir að takast á við verkefni sem snúa að hönnun, innleiðingu, uppsetningu, umsjón og vandamálagreiningu á Windows 2000 stýri- og netkerfum og öðrum skyldum kerfum. Kennt er hjá CTEC á íslandi, Faxafeni 10, sími 533 3533, www.ctec.is Myndlistaskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1947 og hefur starfað óslitið síðan. Að skólanum stendur Skólafélag Myndlistaskólans í Reykjavík og er skólinn rekinn af myndlistamönnum sem sjálfseignarstofnun. Skólastjóri er Þóra Sigurð- ardóttir. I Myndlistaskólanum í Reykjavík eru ýmis námskeið ætluð fólki með hæfileika og sköpunar- þörf. Námskeiðin eru metin til eininga. Myndlistaskólinn er til húsa í JL-húsinu við Hringbraut. Upplýsingar fást í síma 551 1990 og á www.myndlistaskolinn.is. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra býður upp á námskeið í táknmáli á ýmsum stig- um. Boðið er upp á alls 1 1 námskeið í íslensku táknmáli og byggir hvert námskeið á því sem á undan hefur verið. Námskeiðin eru 20 kennslustundir hvert og kennt er tvisvar í viku. Allir táknmálskennarar Samskiptamiðstöðv- arinnar eru heyrnarlausir einstaklingar sem líta á íslenskt táknmál sem sitt móðurmál. Kennt er í húsnæði skólans í Sjómannaskólanum við Háteigsveg. Hægt er að sérpanta námskeið fyrir hópa. Upplýsingar er hægt að fá á www.shh.is eða í síma 562 7702. Rafiðnaðarskólinn býður upp á mikið úrval al- mennra tölvunámskeiða. Námskeiðin henta þeim sem vilja auka menntun sína og styrkja þannig stöðu sína á vinnumarkaðinum. Markmið með hverju námskeiði er að nemendur öðlist hagnýta þekkingu og innsýn í notkunarmöguleika útbreidd- ustu forritanna á markaðinum í dag og verði sjálf- bjarga í notkun þeirra. Félagsmenn stéttafélaga innan ASI og BSRB njóta afsláttarkjara hjá Rafiðn- aðarskólanum. Auk þess styrkja mörg félög félags- menn sína til þátttöku í námskeiðum. www.raf.is, Rafiðnaðarskólinn er í Skeifunni 1 lb. Sími: 568 5010. )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.