Vera - 01.08.2001, Side 29

Vera - 01.08.2001, Side 29
Gagn og gaman NAMSKEIÐ BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Á hverju hausti keppast skólar og nám- skeiðshaldarar um að bjóða fólki upp á spennandi vetrarafþreyingu. Framboaið er gífurlegt og eftirsóknin virðist enda- laus. Sumar vilja iðka handverk en aðrar þjálfa sia í stjórnun. Enn aðrar, eða kannski ninar sömu, syngja í kórum eða kanna óravíddir netsins. Sumar vilja kom- ast frá argaþrasi hversdagsleikans og leita inn á við, öðrum finnst aðalatriðið að bæta við ferilskrána. Hvort sem konur vilja auðaa andann eða stæla líkamann, hækka töluna á launaseðlinum eða gleyma brauðstritinu, dó eru allar leiðir færar (nema að læra ballet, hann er ekki í boði fyrir fullorðna). Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands við Dun- haga býður upp á allskyns námskeið sem henta fagfólki og hinum margumtalaða almenningi. Námskeiðin ýmist bæta við þekkingu eða rifja upp og þau allra vinsælustu eru námskeið í íslendingasögunum sem Jón Böðvarsson kennir fyrir fullu húsi ár eftir ár. Svo eru líka námskeið eins og íslenska fyrir útlendinga og Kvennaheilsa; um heilsufar kvenna í fortíð, nútíð og framtíð. É*"----------------------------------------------- I samvinnu við Endurmenntunarstofnun kennir Reykjavíkur Akademían námskeið sem nefnist Akademísk vinnubrögð og er ætlað öllum sem eru að hefja háskólanám og einnig þeim sem lengra eru komin en hafa átt í erfiðleikum með að mæta þeim kröfum sem háskólar gera til nemenda sinna eða með að aðlagast akademískum vinnubrögðum. Sérstök áhersla er lögð á að kynna vinnubrögð við samningu og frágang ritgerða, erinda og verkefna og gildi þess að hugsa á gagnrýninn hátt og setja skoðanir sínar fram á rökvísan og aðgengi- legan máta. Upplýsingar á www.endurmenntun.is og í síma 525 4444. Skref fyrir skref er stofnað 1989 af Hansínu B. Einarsdóttur. Megináhersla er lögð á stjórnenda- og starfsmannþjálfun í fyrirtækjum og stofnunum og í því skyni er boðið upp á mikinn fjölda nám- skeiða. Þau námskeið sem hver sem er getur tekið þátt í, án þess að vera send af vinnuveitanda, eru: Aræðni, Stjórnviska og Steps. Aræðninámskeiðið er ellefu tímar og þjálfar framsögn, ræðumennsku og örugga tjáningu. Stjórnviskunámskeiðið er 3ja daga námskeið sem fram fer að mestu leyti í Hval- firði. Námskeiðið er ætlað konum sem eru að byrja í millistjórnunar- eða stjórnunarstöðu. Mark- miðið er að þjálfa konur til forystu, efla sjálfsþekk- ingu þeirra og leiðtogahæfni og síðast en ekki síst, byggja upp tengslanet, þ.e. kynnast öðrum konum í svipaðri stöðu. Steps er leiðtogaþjálfun fyrir konur og er það ætlað konum sem eru í fullu starfi sem stjórnendur. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og úti á landi og tekur alls 100 klst. á þremur mánuðum. Skref fyrir skref hefur síma 581 1 314 og einnig www.step.is Rafiðnaðarskólinn er með Microsoft námskeið sem býr fólk undir að takast á við verkefni sem snúa að hönnun, innleiðingu, uppsetningu, umsjón og vandamálagreiningu á Windows 2000 stýri- og netkerfum og öðrum skyldum kerfum. Kennt er hjá CTEC á íslandi, Faxafeni 10, sími 533 3533, www.ctec.is Myndlistaskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1947 og hefur starfað óslitið síðan. Að skólanum stendur Skólafélag Myndlistaskólans í Reykjavík og er skólinn rekinn af myndlistamönnum sem sjálfseignarstofnun. Skólastjóri er Þóra Sigurð- ardóttir. I Myndlistaskólanum í Reykjavík eru ýmis námskeið ætluð fólki með hæfileika og sköpunar- þörf. Námskeiðin eru metin til eininga. Myndlistaskólinn er til húsa í JL-húsinu við Hringbraut. Upplýsingar fást í síma 551 1990 og á www.myndlistaskolinn.is. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra býður upp á námskeið í táknmáli á ýmsum stig- um. Boðið er upp á alls 1 1 námskeið í íslensku táknmáli og byggir hvert námskeið á því sem á undan hefur verið. Námskeiðin eru 20 kennslustundir hvert og kennt er tvisvar í viku. Allir táknmálskennarar Samskiptamiðstöðv- arinnar eru heyrnarlausir einstaklingar sem líta á íslenskt táknmál sem sitt móðurmál. Kennt er í húsnæði skólans í Sjómannaskólanum við Háteigsveg. Hægt er að sérpanta námskeið fyrir hópa. Upplýsingar er hægt að fá á www.shh.is eða í síma 562 7702. Rafiðnaðarskólinn býður upp á mikið úrval al- mennra tölvunámskeiða. Námskeiðin henta þeim sem vilja auka menntun sína og styrkja þannig stöðu sína á vinnumarkaðinum. Markmið með hverju námskeiði er að nemendur öðlist hagnýta þekkingu og innsýn í notkunarmöguleika útbreidd- ustu forritanna á markaðinum í dag og verði sjálf- bjarga í notkun þeirra. Félagsmenn stéttafélaga innan ASI og BSRB njóta afsláttarkjara hjá Rafiðn- aðarskólanum. Auk þess styrkja mörg félög félags- menn sína til þátttöku í námskeiðum. www.raf.is, Rafiðnaðarskólinn er í Skeifunni 1 lb. Sími: 568 5010. )

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.