Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 63

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 63
*3VLarkaðsstjóra Hrefna Bachmann réðst til Símans haustið 1 999 en þó óttu sér stað miklar skipulagsbreytingar í fyrirtækinu. Hún segir að þessi tími hafi verið einstaklega spennan- di og boðið upp ó mörg tækifæri í markaðsmólum þar sem unnið var að því að breyta ímynd fyrirtækisins úr þungu ríkisfyrirtæki í sveigjanlegt einkafyrirtæki. Framundan eru líka spennandi tímar því unnið er að útboði og stefnt að sölu Símans á haustmánuðum og jafnframt flutningi úr gamla húsinu við Austurvöll. Hrefna er 31 árs. Hún flutti til Bandaríkjanna með forel- drum sínum 15 ára gömul og lauk þar menntaskólaná- mi en stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í tvö ár til að halda tengslum við íslenskt samfélag. Þá kynntist hún manni sínum og þau stunduðu framhalds- nám í Bandaríkjunum frá 1990 til 1999. „Ég tók AS gráðu í tískumarkaðsfræði í Melbourne í Florida. Við fluttum svo til Phoenix í Arizona þar sem ég tók BS gráðu í viðskiptafræði og MBA gráðu í markaðsfræðum við Western International University 1999. Ég vann síðan hjá Carlson Wagonlit Travel sem er ein stærsta ferðaskrifstofa heims. Um þetta leyti var eldri dóttir okkar að byrja f skóla. Maðurinn minn var byrjaður að vinna og eftir því sem ábyrgð starfa okkar jókst vorum við meira að heiman. Við spurðum okkur þá: Er þetta lífið sem við viljum lifa? Svarið var að við vildum komaheim," segir Hrefna. Að búa til nýja ímynd Þegar Hrefna hóf störf hjá Símanum í september 1999 var hún viðskiptastjóri og sá um stærstu fyrirtækin sem eru í viðskiptum við Símann. Að ári liðnu var sett á lag- girnar markaðsdeild og var hún sett yfir fyrirtækjahluta hennar sem var í raun ný deild en þar eru nú fjórir starfsmenn auk Hrefnu. „Ég vinn náið með Jóhanni Friðleifssyni markaðsstjóra einstaklingssviðs, sem sér um þjónustu við heimilin, en auk þjónustu við fyrirtækin eru t.d. Símaskráin, markaðsrannsóknir og greiningar á mínu starfssviði. Það eru miklar nýjungar hjá Símanum. Við erum að bjóða fyrirtækjum IP-net, nýtt samskiptanet sem á sveigjanlegan og hagkvæman hátt gerir kleift að setja upp fyrirtækjavíðnet sem getur annast öll víðtekin fjarskipti; flutt tal, myndir og gögn. IP-netið veitir fyrirtækjum aðgang að allri nauðsynlegri samskip- taþjónustu, t.d. samtengingu starfs- og símstöðva og aðgang að lnterneti. Við héldum um 300 manna ráðstefnu í vor til að kynna þessa nýjung. Aðalverkefni okkar beggja er að markaðssetja lausnir og aðgengi Sfmans á heildstæðan hátt með þarfir og væntingar viðskiptavinarins í fyrirrúmi. Við fylgjumst reglulega með því hvernig ímynd Símans stendur og til þess notum við kannanir af ýmsum toga sem við látum gera fyrir okkur með reglulegu millibili. Við búum við mjög skemmtilegt og líflegt samkeppnisumhverfi og höfum lagt mikla áherslu á nýja ímynd fyrirtækisins eftir að rekstur símafyrirtækja var gefinn frjáls. Markaðsdeild Símans er ein stærsta markaðdeild landsins og ég er ánægð með að okkur hefur tekist að halda um 70% hlutdeild á markaðnum. Við viljum sýna að Síminn er markaðssöludrifið fyrirtæki sem byggirá mikilli reynslu og þekkingu, trausti og öryggi. Við vinnum líka með innri ímynd fyrirtækisins en hér er gott sambland af starfsfólki, annars vegar með mikla reynslu og hins vegaryngra fólki," segir Hrefna. Kennsla í Háskólanum í Reykjavík Hrefna og eiginmaður hennar, Ólafur Þór Vilhjálmsson þjónustustjóri SKÝRR, eiga tvær dætur, 7 ára og 5 ára. Þau vinna bæði langan vinnudag og nýta reynslu sína frá námsárunum við að skipuleggja tímann. „Við tökum alltaf frá eitt kvöld í viku fyrir okkur tvö, köllum það „að fara á deit", Við þurfum ekki að gera neitt merkilegt en okkur finnst mikilvægt að halda þessum sið." Þegar rætt er um frítíma kemur í Ijós að Hrefna er búin að ráðstafa einu kvöldi í viku í vetur. Hún hefur nefnilega tekið að sér kennslu í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík f því sem nefnist háskólanám með vinnu. „Við förum í skíðaferð til útlanda á hverju ári og stundum skfði, fjallgöngur og útilegur hér heima. Við byrjuðum að stunda golf saman í Florida 1994 en ég hef ekki gefið mér tíma til þess að spila golf síðustu misseri auk þess sem dætur okkar eru duglegar að skipuleggja ferðir í bæinn, á kaffihús o.fl. Þær eru mik- lar selskapsdömur og sleppa okkur ekki við þetta," segir Hrefna að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.