Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 49

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 49
Að draga úr þjáningum Stöðugur erill er á skrifstofunni og Silke er greinilega vön að ganga í allt sem þarf að gera. Hún spjallar við mig á milli þess sem hún sinnir þeim sem reka inn nefið, hvaðan æva að úr heiminum. Hún fer létt með að tala öll þau tungumái sem starfið krefst, skiptir hratt úr grísku yfir í frönsku, þýsku eða ensku. „Hér á Krít er mikið um götuhunda og ketti. Því miður er ekki óalgengt að fólk setji dýrin sín „á Guð og gadd- inn" af ýmsum ástæðum. Þessi dýr verða oft fyrir bílum og slasast illa. Mörg þeirra eru illa farin, haltra um, eru horuð, veik og svöng. Okkar markmið er að fækka útigangsdýr- um og draga þannig úr þessum þjáningum sem best við getum. Við vekjum athygli almennings með ýmsum hætti á hvernig megi fara að því. Vönun er algjört grundvallarat- riði, hvort sem það eru dýr í einka- eign eða útigangar. Hundar og kettir eru fljótirað fjölga sér. Margföldun- in er svo hröð að fæstir trúa því fyrr en þeir sjá það útreiknað svart á hvítu. Á nokkrum árum getur eitt par af útigangshundum eða köttum átt tugþúsundir afkomenda. Við dreifum veggspjöldum og upplýs- ingaritum um svona staðreyndir sem og starf okkar. Eins erum við með reglulegar kynningarherferðir og þar leggjum við mikla áherslu á að ná til barna og unglinga. Og svo hvetjum við fólk auðvitað til að koma í athvarfið og ættleiða hund eða kött sem vantar heimili, frekar en að kaupa hann eða rækta." Ódrepandi hugsjón Silke lætur ekkert stoppa sig. Henn- ar hjartans mál er að berjast fyrir lítilmagnann og hún fylgir því fast eftir þó það kosti 18 stunda vinnu- dag og ósjaldan blóð, svita og tár. Hugsjónaeldurinn sem brennur í > æðum þessarar kraftmiklu konu er næstum áþreifanlegur. „Hver ein- asta skepna hefur rétt til að lifa. Velferð dýra er undir okkur mann- fólkinu komin og þau eiga ekki að þurfa að blæða fyrir vanrækslu okk- ar. Þau eru ekki sek um glæp með tilvist sinni. Þetta er mitt sjónarmið og mitt baráttumál þó svo að marg- ir telji mig stórlega bilaða fyrir vik- ið," segir hún og kveður fast að orði. „Við viljum aðeins hvetja fólk til að líta ekki undan heldur leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið. Yfir- völd hér á Krít eru loksins farin að skilja að Örkin hans Nóa hefur já- kvætt aðdráttarafl. Fjölmargir ferða- menn heimsækja athvarfið árlega og finnst það bæði gaman og fróð- legt. Sumirtaka jafnvel heim með sér dýr, aðrir leggja okkur lið á ann- an hátt." Heilmikið hefur áunnist í barátt- unni og Silke tekur fram að í dag mæti hún meiri skilningi en á upp- hafsárunum á Krít. Hún segir að aukinn samgangurvið meginlandið hafi skipt máli í hugarfarsbreyting- unni og með tilkomu Internetsins hafi baráttan fengið byr undir báða vængi. Með höfuð full af hundsgá Silke er ekki til setunnar boðið, hún þarf að komast hið fyrsta upp á Akrotiri höfðann og undirbúa nokkra ættleidda hunda fyrir flug til Þýskalands seinna um daginn. Hún býður mér að slást með í för og heimsækja Örkina hans Nóa og fylgjast með herlegheitunum, hitta hunda, ketti, asna, dýralækna og flóttafólk. Óteljandi hundgelt skella á eyrum þegar við stígum út úr bílnum enda hýsir Örkin hálft fimmta hundrað hunda. Þar má einnig finna sjö tugi katta, nokkra asna, einn gamlan hest og eitthvað af fuglum. Silke leggur mikið upp úr að dýrunum líði vel og að engin skepna þjáist. Mikill meirihluti þeirra dýra sem eru ættleidd hjá okkur fara til Þýskalands. Um 400 dýr voru ætt- leidd á síðasta ári frá Örkinni hans Nóa, „Um 800 dýr eiga leið um at- hvarfið árlega með einum eða öðr- um hætti og þau fara öll í læknis- skoðun, eru bólusett, vönuð og merkt. En óneitanlega þurfum við að svæfa mörg þeirra sem eru of illa á sig komin og það er algengara yfir vetrartímann. Þá er hart í búi hjá heimilislausum því þá loka mörg hótel og veitingastaðir en á sumrin leggja þau til matarafganga handa dýrunum." Ættleiðing er góður kostur Mikið tilstand er vegna væntanlegr- ar utanfarar ættleiddu hundanna og Silke hefur í nógu að snúast. „Við látum aldrei dýr frá okkur nema það sé heilbrigt, bólusett og hafi farið í allar nauðsynlegar blóðprufur og eins hafa þau öll verið vönuð. Mikill meirihluti þeirra dýra sem eru ætt- leidd hjá okkur fara til Þýskalands. Um 400 dýr voru ættleidd á síðasta ári frá Örkinni hans Nóa," segir Silke og er ánægð með árangurinn. Ekki veitir af hjálparhellum í svo um- fangsmiklu athvarfi og margt fólk er þar að störfum, m.a flóttamenn frá Georgíu. Einn þeirra heitir Datu en hann hefur unnið hjá Silke í tvö ár og segir grfðarlega vinnu liggja á bakvið umhirðu allra þessara dýra. Þeim þarf að gefa 1500 kfló af mat daglega og auk þess er ekki svo lítið starf að þrífa í kringum rfflega 500 skepnur. Æpandi blóð og innyfli Síðasti viðkomustaður í athvarfinu er þröng skurðstofa þar sem fjórir dýralæknar eru að störfum og ná- lægðin er vægast sagt ágeng. Engin leið er að smeygja sér framhjá galopnum kviði hunds sem er niðurólaður og lítt árennilegur um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.