Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 24

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 24
Faldi sjúkdómurinn Frumkvödlavinna í kvennamedferdum Oddný Jakobsdóttir er ein þeirra sem hafa unnið ötullega að þróun ófengismeðferðar og telst til frumkvöðla ó því sviði. Hún hefur starf- að hjó SAA fró órinu 1979 og er nú róðgjafi ó Vík, meðferðarheimili SAA ó Kjalarnesi. „Vísir að kvennameðferðinni er frá 1983 en þá fengum við hjá SÁÁ áhuga á að vera með sér meðferð fyrir kon- ur. Þá voru ég og maðurinn minn, Grettir Pálsson, ráð- gjafar á Staðarfelli í Dölum. Ég fékk leyfi til að vera með kvennagrúppur einu sinni í viku. Þetta voru grúppur eins og Teigur er með í dag. SÁÁ byrjaði svo með kvennameðferðir 1995 og ég hef verið með þær frá upp- hafi. Þetta er orðið mjög skipulagt hjá okkur núna, enda erum við langþróuðust hér hjá SÁÁ. Upphaflega prófuðum við að vera með sérstakar kvennagrúppur á göngudeildinni sem úrræði fyrir konur sem voru að koma aftur í meðferð. Það kom svo í ljós að þessum konum fór að ganga mjög vel, þær voru þarna í ársmeðferð; mættu tvisvar í viku fyrsta árið og síðan hálfsmánaðarlega næsta árið. Þessum konum sem höfðu verið inn og út úr meðferðum fór að ganga vel. Þetta varð vísirinn að því að kvennaprógrammið varð til. Geysilega gott og öflugt kvennaprógramm Þetta prógramm er sniðið að konum og þörfum kvenna. Rætt er um kynferðisofbeldi, sektarkennd vegna van- rækslu á börnum og skömm vegna þess að hafa ekki staðið sig í móðurhlutverkinu. Þetta eru mál sem er mjög sársaukafullt að ræða og þá styrkja konurnar og styðja hver aðra. Þær eiga það sameiginlegt að vera konur og alkóhólistar, hafa misst stjórn á lífi sínu og brotið gegn samviskunni. í kvennameðferð eru hafðar saman konur sem eru að koma í fyrsta sinn og þær sem hafa komið oftar en einu sinni. Það smellur alveg saman. Prógrammið bygg- ist á verkefnavinnu og er eitt verkefni á dag í fjórar vik- ur. Dæmi um verkefni: Hvað á að gera ef ég fæ vínlöng- un? Streita og síðhvörf. Að skemmta sér án vímugjafa. * Arsprógramm Það er ekki sjálfgefið að konur á Vogi komist í kvenna- meðferð á Vík, þær þurfa að vinna sér inn réttinn til að komast þangað. í fyrsta lagi verða þær að sýna áhuga og síðan að ná þvf stigi að viðurkenna sig sem alkó- hólista. Það eru ráðgjafar og læknir sem meta hvaða konur komast í kvennameðferðina. Þær konur sem ekki ná áttum eiga ekki þar heima. Eftir útskrift af Vík mæta konurnar á á göngudeildina í Síðumúla tvisvar í viku í þrjá mánuði og svo í níu mánuði einu sinni í viku, alls í eitt ár. Það eru haldnir AA fundir hér á Vík og öllum er bent á þá. Eftir meðferð fara allir f AA þar sem fólk talar um bata sinn og hvað er að breytast hjá því. Batinn byggist á því hjá öllum alkóhólistum að breyta lífsstílnum og því sem þarf að gera til að viðhalda alsgáðu lífi. Ég er mjög hlynnt AA og þá ekki síst kvenna AA fundum. Kvennameðferðum hætt vegna fjórskorts Kvennameðferðir er því miður ekki í gangi núna hjá SÁÁ. Þeim var hætt í júní og er liður í niðurskurði vegna fjármagnsskorts. Þó eru þeir hópar sem eru á göngudeildinni ennþá virkir. Konur taka því ágætlega að komast ekki í kvennameðferð, þær eru þá bara í blönduðum hóp. Þær fá ágætis meðferð samt sem áður. Þessi lokun er um óákveðinn tíma og ekkert hægt að segja til um hvenær við byrjum aftur. En vonandi er þetta ástand ekki til frambúðar." 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.