Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 45

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 45
Klám er miklu viðurkenndara í samfélaginu nú en fyrir nokkrum áratugum. Stafar það m.a. af því að skemmtanaiðnaðurinn hefur upphafið klámið eins og sést á kvikmyndunum Boogie Nights og The People vs. Larry Flynt. Teijið þið að klám hafi haft einhver áhrif á þá stefnu sem tónlistarmyndbönd hafa tekið? :: |á, klám er í tísku og það kemur m.a. fram í tón- listarmyndböndunum. Hildur: Vesturlandabúar sækja í allt sem ertabú og nekt og klám eru tabú. Það er því markaður fyrir klám og þangað stefna tónlistarmyndböndin. Þar eru pening- arnir. Hins vegar er athyglisvert að í Afríku hefur nekt engan tilgang. Þar klæmast íbúarnir á mat í staðinn. Rósa: Því má þó ekki gleyma að fólk er alltaf í upp- reisn gegn því sem er við hæfi. Þannig breytist gildis- matið lfka smám saman. Einu sinni þótti til dæmis dónalegt ef sást í beran ökkla á kvenmanni. Tónlistar- fólk tekur þátt í þessari uppreisn og þykir gaman að ögra þótt ég efist um að það geri sér sérstaklega grein fyrir því að það sé með því að hafa einhver sérstök áhrif eða koma á framfæri einhverri sérstakri fmynd. Af tónlistarmyndböndunum að dæma mætti ætla að ekki væru til neinar „ófríðar" eða feitar poppsöngkon- ur hvað segið þið um það? Ása: Svo virðist sem miklu erfiðara sé fyrir konur að ná samningum í tónlistarbransanum ef þær eru ekki grannar. Sem dæmi þá heyrði ég eitt sinn svarta söng- konu skýra frá því í viðtali að þegar hún hefði verið að þyrja sinn feril hefði aðeins eitt fyrirtæki viljað hlusta á rödd hennar án þess að fá mynd líka! Þegar hún var síðan spurð að því hvort hún teldi að útlit sitt félli ekki að kröfum markaðarins sagði hún þvert nei. Henni fannst hún rosalega flott en vildi þó ekki verða grönn sem spýta til að fá tækifæri. Hildur Ég segi nú bara ef tónlistarmenn þurfa að stóla á útlitið hvað þá? Ég er myndlistarkona og ef ég þyrfti að stóla á útlitið væri það bagalegt. Það myndi sennilega þurrka út stóran hluta stéttarinnar ef svo færi. Hefði Britney Spears náð svona langt ef hún væri til dæmis feit? Rósa: Það er náttúrulega ekki á færi hverrar feitrar konu að hoppa og skoppa um á sviðinu eins og Britney Spears gerir. Það væri sennilega ómögulegt! iúlíus: Það er nú ekki einu sinni víst að Britney Spe- ars hefði orðið fræg hefði hún ekki farið í skólastelpu- búninginn. Þannig náði hún bæði til krakkanna og full- orðna fólksins. Rósa: Já, ég sá einmitt einu sinni afar vafasama mynd af Britney Spears sem gerði mig svolítið reiða. Á mynd- inni er hún f einhvers konar skólastelpubúningi með fullt af böngsum í kringum sig. Ég velti því fyrir mér hvað sé verið að fara með þessari mynd. Er verið að gera börn að kynverum? Ása: Svona myndir voru mjög áberandi f klámbransan- um fyrir um það bil fjórum árum. Þá sá maður oft mynd af fullorðinni konu í skólabúningi með sleikjó. Með slík- um myndum er greinilega verið að ýta undir þá hugsun að börn séu kynverur; þau viti að þau séu kynverur og vilji kynlíf. ( sama tilgangi eru teknar myndir í klám- bransanum af ungum og líkamlega óþroskuðum stúlk- um. Þær eru sagðar átján ára en myndirnar eiga greini- lega að vísa til yngri barna því þær eru ekki bara óþroskaðar heldur er búið að raka á þeim kynfærin. Myndirnar virka því sem hálfgert barnaklám þótt þær séu það ekki formlega séð þvf búið er að taka fram að stúlkurnar eru átján. Umrædd mynd af Britney Spears er í samræmi við þessa stefnu. Með henni er verið að höfða til þeirra sem vilja barnaklám. Rósa: Eitt er víst að þessi mynd vakti athygli og þá var tilgangnum væntanlega náð. Slæmt umtal er betra en ekkert umtal í þessum bransa. Kroppadýrkun í tónlistarmyndböndum hefur aðallega beinsf að konum þótt karlpeningurinn hafi ekki farið varhluta af henni. Til dæmis meðlimir hljómsveitanna N'Sync, Westlife og Back Street Boys. Þeir eru saman- safn af sykursætum strákum. Hvaða áhrif haldið þið að þetta hafi á unglingspilta- og stúlkur? Júlíus: Þetta eru bara mjög góðar fyrirmyndir. Tónlist- in sjálf er alltaf smekksatriði en ef maður horfir á mynd- böndin þá líta strákarnir út fyrir að vera heilbrigðir ung- lingar. Rósa: Það má ekki gleyma því að þetta snýst ekki bara um ímyndina. Tónlistin sjálf skiptir líka máli. Þeir sem eru til dæmis í þessum strákahljómsveitum eru ekki bara sykursætir strákar heldur eru þeir líka hæfileikarík- ir. Það hleypur ekki hver sem er f þeirra hlutverk. Og ef við tökum Britney Spears líka sem annað dæmi þá hef- ur hún náð ansi langt aðeins átján ára gömul. Það hlýt- ur að teljast jákvætt. En getur verið að karlkyns söngvarar þurfi ekki að uppfylla eins miklar útlitskröfur og kvenkynssöngvarar? Ása: Það virðast ekki vera gerðar neinar útlitskröfur til þeirra söngvara sem eru f ákveðnum tónlistargeira eins og til dæmis rappara en meðlimir strákahljómsveitanna svokölluðu eru yfirleitt hálf naktir í tónlistarmyndbönd- unum; berir að ofan í fossum og svona. Það er mjög ná- lægt því sem stelpurnar eru að gera. Strákar búa því ekki síður við útlitskröfur en stelpur. Hjá strákunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.