Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 48

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 48
Sagan hennar Silke er ótrúleg og reyndar er konan sjálf með ólíkindum. Hún býr yfir óþrjótandi viljastyrk og vaskleik. Hún er menntaður hjúkrunarfræð- ingur og vann við sitt fag þegar hún bjó í heimalandi sínu, Þýskalandi. Fyrir röskum tuttugu árum veiktist hún af krabbameini. „Ég barðist með kjafti og klóm í átta erfið ár við þennan illvíga sjúk- dóm og hafði sigur að lokum. En af- leiðingarnar voru m.a þær að ég gat ekki eignast börn og þar á ofan missti ég manninn minn." Rúin starfskröftum og uppgefin á sál og líkama ákvað hún að skipta um um- hverfi og fluttist til Krítar árið 1988. Þar ætlaði hún að verja seinni hluta lífs síns í ró og næði. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og örlögin leiddu hana inn á nýjar og óvæntar brautir. Örlagaríkur páskadagur Allt byrjaði þetta með særðum mávi sem kvöld eitt flaug inn um eldhús- gluggann hjá Silke og leiddi hana á stað á vegum hins opinbera þar sem veikum og slösuðum dýrum var komið fyrir. „Ég fór þangað og við mér blasti ömurleg aðstaða sem minnti meira á vörugeymslu en griðastað lifandi dýra. Skepnurnar dóu þardrottni sínum unnvörpum enda var nánast ekkert hugsað um Kona með HUGSJÓN Fyrir þrettán árum fluttist þýska konan Silke Wrobel til Krítar til að „hafa það náðugt". Síðan hefur hún vart litið upp fyrir önnum við að hjálpa heimilislausum dýrum. í dag rekur hún dýraathvarfið Orkina hans Nóa sem er eitt hið umfangsmesta á öllu Grikklandi. Þar bíða 400 hundar og 70 kettir nýrra eigenda. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti athvarfið á Akrotiri höfðanum og var viðstödd kviðarholsuppskurð á nýrnaveikum hundi. Dýravinurinn Silke gat ekki litið undan og látið þessa meðferð óátalda. Hún tók myndir í „dýra- geymslunni", fór með þær til yfir- valda á Krít og talaði tæpitungu- Iaust: „Ég fer með myndirnar í al- heimspressuna ef þið gerið ekkert til að bæta aðstöðu þessara dýra og ef þið sjáið ykkur ekki fært að gera það sjálfir þá krefst ég þess að þið afhendið mér lykilinn að þessari geymslu," sagði hún. í stuttu máli sagt þá fékk hún hann og tók heldur betur til hendinni og lagði sína eig- in peninga í verkið. En yfirvöld „verðlaunuðu" hana að mánuði liðnum með því að senda henni 70 hunda af götunni. „Ég varð að taka við hundunum, annað var ekki hægt. Ég lét vana þá alla og bólu- setja og svo þurftu þeir líka að borða. Þetta varótrúlega mikil vinna og kostaði heilmikið. Ég hélt áfram í þessari baráttu á eigin veg- um í fimm ár og allir mínir peningar fóru í þetta. En að þeim árum liðn- um hafði ég skapað mér góðan orðstír erlendis og fékk fjárstuðning frá alþjóðiegum dýraverndunarsam- tökum til að koma Örkinni hans Nóa á laggirnar. Athvarfið hefur vax- ið og dafnað á þeim átta árum sem liðin eru frá því það var opnað og í dag er það að mestu rekið á styrkj- um og framlögum frá samtökum um allan heim sem láta sig varða vel- ferð dýra, að ógleymdum einstak- lingum og dýravinum sem leggja okkur einnig lið." Blæs á veraldleg gæði Fundum okkar Silke bar fyrst saman á skrifstofu hennar í Chania, höfuð- borg Krítar. Að koma þangað inn er þó nokkuð ævintýr því þar er vart hægt að snúa sér við fyrir hundum, köttum og fuglum sem eru á leið í athvarfið. Vinnuaðstaðan er ekki upp á marga fiska: ofhlaðið skrif- borð þar sem glittir í fornfálega tölvu, prentara og faxtæki. Á bak við borðið er dýna á gólfinu og við eftir- grennslan kemur í Ijós að þessi litla skrifstofa er einnig heimili Silke. Fletið á gólfinu er svefnaðstaða hennar. Kona þessi gerir augljóslega ekki miklar kröfur til veraldlegra gæða. „Ég þarf ekkert meira," segir hún og brosir sínu breiðasta. „Heimili mitt er fyrst og fremst í mér sjálfri. Fólk þarf miklu minna en það held- ur og það fer ósköp vel um mig hérna og svo er Baby alltaf hjá mér," segir hin nægjusama Silke og klapp- ar stórum belgískum fjárhundi sem er lífsförunautur hennar. „Ég fékk hann fyrir fimm árum síðan og hann er besti vinur minn. Hann fylgir mér hvert sem ég fer. Hann er mikill mannþekkjari og stendur mér fram- ar í þeim efnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.