Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 65

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 65
Skilnaðarbörnin Athyglisvert á dagskránni Tvö frumvörp til breytinga á barnalögum liggja nú fyrir þinginu. f öðru frumvarpinu er gert ráð fyrir að hjón í skilnaðarhugleiðingum séu skylduð til að sækja sérstaka skilnaðarráðgjöf sem dómsmáiaráðuneytið annast. Ráð- gjöfin er ókeypis og er henni ætlað að tryggja að gengið sé frá umgengnismálum barns við foreldra sína eftir skilnað- inn. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin sé forsenda skilnaðarleyf- is. Hitt frumvarpið felur í sér þær breytingar, að börnum verði skipaður sérstakur talsmaður í erfiðum skilnaðar- málum, þar sem ósamkomulag ríkir varðandi umgengni við forsjárlaust foreldri eða aðra vandamenn. Fyrsti flutn- ingsmaður beggja þessara frumvarpa er Ásta R Jóhannesdóttir og eru bæði málin til meðferðar f allsherj- arnefnd þingsins. Siv og „græna bókhaldið" Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir gerir ráð fyrir að allir rekstraraðilar, sem háðir eru iögun- um, verði skyldaðirtil að halda svokallað „grænt þókhald". Grænt bókhald inniheldur m.a. tölulegar upplýsingar um orku- og efnisnotkun viðkomandi starfsemi og helstu teg- undir og magn mengandi efna sem til verða við starfsem- ina. Upp úr slíku bókhaldi eru síðan unnin árleg endur- skoðunarskyld efnisuppgjör, líkt og hefðbundin fjárhags- uppgjör sem unnin eru úr fjárhagslegu bókhaldi. Gefin verður út reglugerð sem kveður nánar á um hvað grænt bókhald á að innihalda. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra mælti að sjálfsögðu fyrir þessu stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þórunn Sveinbjarnardóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu gegn útlendingaandúð. í tillögunni fellst að Alþingi álykti að grípa verði til sérstakra aðgerða gegn kynþáttahyggju, til stuðnings fjölmenningarlegu samfélagi á fslandi. Tilefnið, að sögn flutningsmanna, er vaxandi og opinskárri andúð í garð útlendinga hér á landi. Heilsa urtga fólksins Fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga um að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um hvernig skipulagðri heilsuvernd fyrir ungt fólk skuli hagað. í greinargerðinni eru taldir upp nokkrir mikilvægir þættir í heilsuvernd fyr- ir ungt fólk og má þar nefna næringu, slys, ótímabærar þunganir, sjálfsvíg, ofbeldi, reykingar, áfengi og önnur Lagt er til að skipaður verði sjö manna starfshópur sem hafi það að aðalverkefni að sinna fræðslu og upplýsinga- málum til að sporna við frekari úrbreiðslu andúðar af þessu tagi. Tillagan er enn óafgreidd og verður ábyggilega á dagskrá þingsins f haust. Við fylgjumst með. vímuefni, geðheilsa og afbrot. Eins og þessi upptalning gefurtil kynna eru þetta allt málefni sem tengja má áhættuþáttum í daglegu lífi fólks á framhaldsskólaaldri á íslandi í dag. Ásta Möller hefur fylgt tillögunni úr hlaði og við fylgjumst með afdrifum hennar á næsta þingi. Póstsendingarþjónusta Sængurfataverslunin Glæsilegt úrval af silkidamask- og satínrúmfatnaöi Tilvalið til jóla-, brúöar- og tækifærisgjafa Mikið úrval af vöggusettum og barnarúmfatnaði í fallegum mynstrum. Einnig sængur, koddar, teygjulök, handklæði o.m.fl. Saumum teygjulök eftir máli. Merkjum stafi og nöfn í rúmföt, handklæði og vasaklúta. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14 Verið - Njálsgötu 86 - Sími 552 0978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.