Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 50

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 50
í fréttabréfi sem Örkin gefur út á þýsku eru fréttir af ýmsum dýrum sem vantar heimili. kjaftinn þó sofandi sé. Á hinu skurðarborðinu er köttur gerður eistunum fátækari. Silke er afskaplega ánægð með skurðarmenn- ina. „Við auglýsum á netinu eftir dýralæknum til að koma hingað í sjálfboðavinnu og leggja okkur lið. Við höfum fengið góð við- brögð og margir þýskir dýralæknar hafa komið hingað en þessir eru frá Sviss og eru mjög færir á sínu sviði. Þeir eru að allan dag- inn hér í athvarfinu að skera upp og vana dýr." Fjórmenningarnir eru spjallglaðir yfir innyflunum og Gilbert og |ean Claude loka skurðinum á hundinum með fagmannlegum saumaskap. Þeir ætla aðeins að staldra við í viku en meiningin er að nýta tímann vel enda verkefnin næg. Matthias, sem er að gelda köttinn, er aftur á móti að koma öðru sinni til að leggja fram starfskrafta sína endurgjaldslaust og ætlar að vera lengur en þeir félagar. Hann vinnur við Háskólann í Zurich en finnst svo frábært að fá að taka þátt í því sem fram fer á Örkinni hans Nóa að hann ver frftíma sínum fúslega þar á skurðstofunni. Sólin er að lækka á lofti og tími kominn til að að kveðja. Silke er hin hressasta en getur ekki leynt áhyggjum sínum yfir því að leigu- samningur athvarfsins er að renna út á næstunni. Mikil vinna liggur fyrir við að finna nýtt þak yfir höfuðið og stórt opið svæði fyrir dýrin. „Komið því endilega á framfæri á íslandi að frjáls framlög séu vel þegin." Með þeim orðum þakkar hún þúsundfalt fyrir komuna og kveður með stórum og allt umvefjandi faðminum. Konan á Örkinni hans Nóa sem leggur meira upp úr því að gefa en þiggja. O r: 7: jji r LÆRIÐ ÞJÓÐLEGT HANDVERK HJÁ SÉRHÆFÐUM KENNURUM Þjóðbúningasaumur: Saumið sjálf upphlut eða peysuföt undir handleiðslu viðurkenndra kennara. Námskeið hefjast í viku 37 (10.-16. september) með máltökutíma en síðan er verkleg kennsla einu sinni í viku í 10 vikur. Almennur vefnaður: hér gefst almenningi kostur á að læra undirstöðuatriði vefnaðar og uppsetningu vefstóla: 36 kennslustunda námskeið frá miðjum september. Önnur námskeið sem fyrirhuguð eru hefjast í september og október: spjaldvefnaður, tóvinna, möttulsaumur, baldýring, knipl, útsaumur, jurtalitun Nýung: „Vinnuhelgar" stutt námskeið (t.d. blómstursaumur, skattering og perlusaumur, flauelskurður) tilvalin fyrir saumaklúbba eða vinnustaðahópa. Innritun og upplýsingar um námskeið skólans eru í síma 551 7800, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10-13 og í síma 551 5500, mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-18. Bréfsími skólans er 551 5532 og tölvupóstfang skólans er hfi@islandia.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.