Vera - 01.08.2001, Page 50

Vera - 01.08.2001, Page 50
í fréttabréfi sem Örkin gefur út á þýsku eru fréttir af ýmsum dýrum sem vantar heimili. kjaftinn þó sofandi sé. Á hinu skurðarborðinu er köttur gerður eistunum fátækari. Silke er afskaplega ánægð með skurðarmenn- ina. „Við auglýsum á netinu eftir dýralæknum til að koma hingað í sjálfboðavinnu og leggja okkur lið. Við höfum fengið góð við- brögð og margir þýskir dýralæknar hafa komið hingað en þessir eru frá Sviss og eru mjög færir á sínu sviði. Þeir eru að allan dag- inn hér í athvarfinu að skera upp og vana dýr." Fjórmenningarnir eru spjallglaðir yfir innyflunum og Gilbert og |ean Claude loka skurðinum á hundinum með fagmannlegum saumaskap. Þeir ætla aðeins að staldra við í viku en meiningin er að nýta tímann vel enda verkefnin næg. Matthias, sem er að gelda köttinn, er aftur á móti að koma öðru sinni til að leggja fram starfskrafta sína endurgjaldslaust og ætlar að vera lengur en þeir félagar. Hann vinnur við Háskólann í Zurich en finnst svo frábært að fá að taka þátt í því sem fram fer á Örkinni hans Nóa að hann ver frftíma sínum fúslega þar á skurðstofunni. Sólin er að lækka á lofti og tími kominn til að að kveðja. Silke er hin hressasta en getur ekki leynt áhyggjum sínum yfir því að leigu- samningur athvarfsins er að renna út á næstunni. Mikil vinna liggur fyrir við að finna nýtt þak yfir höfuðið og stórt opið svæði fyrir dýrin. „Komið því endilega á framfæri á íslandi að frjáls framlög séu vel þegin." Með þeim orðum þakkar hún þúsundfalt fyrir komuna og kveður með stórum og allt umvefjandi faðminum. Konan á Örkinni hans Nóa sem leggur meira upp úr því að gefa en þiggja. O r: 7: jji r LÆRIÐ ÞJÓÐLEGT HANDVERK HJÁ SÉRHÆFÐUM KENNURUM Þjóðbúningasaumur: Saumið sjálf upphlut eða peysuföt undir handleiðslu viðurkenndra kennara. Námskeið hefjast í viku 37 (10.-16. september) með máltökutíma en síðan er verkleg kennsla einu sinni í viku í 10 vikur. Almennur vefnaður: hér gefst almenningi kostur á að læra undirstöðuatriði vefnaðar og uppsetningu vefstóla: 36 kennslustunda námskeið frá miðjum september. Önnur námskeið sem fyrirhuguð eru hefjast í september og október: spjaldvefnaður, tóvinna, möttulsaumur, baldýring, knipl, útsaumur, jurtalitun Nýung: „Vinnuhelgar" stutt námskeið (t.d. blómstursaumur, skattering og perlusaumur, flauelskurður) tilvalin fyrir saumaklúbba eða vinnustaðahópa. Innritun og upplýsingar um námskeið skólans eru í síma 551 7800, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10-13 og í síma 551 5500, mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-18. Bréfsími skólans er 551 5532 og tölvupóstfang skólans er hfi@islandia.is.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.