Vera - 01.08.2001, Síða 17

Vera - 01.08.2001, Síða 17
Femínistar hafa lengi bent á að hlutur kvenna á flestum sviðum hafi verið vanræktur. Dæmi um þetta er sagnfræðin. Höfundar ýmissa kennslu- bóka hafa „bætt úr" þessu með því að bæta við nokkrum línum eða kafla um konur og þykjast þar með hafa gert efninu full skil. Þessu hafa femínistar ekki viljað una og segja að sagnfræðina þurfi að skoða upp á nýtt og skrifa þurfi hana aftur frá grunni. Ýmislegt bendir til að þetta megi segja um áfengismeðferðarmál. Áfengismeðferð var upphaflega miðuð út frá hvítum millistéttar karl- mönnum og kannski hentar hún alls ekki konum. Áfeng- ismeðferðarúrræði hér á landi eru nokkur. SÁÁ hefur verið einna stórtækast í meðferðargeiranum en einnig bjóða Teigur (Landspítalinn) og Hlaðgerðarkot (Hvíta- sunnumenn) upp á sínar útgáfur af áfengistæklingum. Eftir afeitrun og meðferð er fólki allajafna bent á að ganga í AA-samtökin, sem byggja starf sitt á fundum þar sem öll eru jöfn og hafa jafnan kost á að tjá sig um h'ð- an sína og gönguna eftir hinum þrönga vegi edrú- mennskunnar. Mörg virðast halda að SÁÁ og AA-sam- tökin séu eitt og hið sama. Svo er hins vegar alls ekki. SÁÁ eru samtök áhugafólks um áfengisvandamálið og þar starfar fólk að meðferð eða þiggur meðferð. AA- samtökin eru hins vegar stofnuð af tveimur Bandaríkja- mönnum árið 1935 sem báðir áttu við áfengisvandamál að strfða. AA-samtökin standa hvorki fyrir meðferðar- starfi né veita nokkurs konar sérfræðihjálp. Það sem sameinar AA-félaga er löngunin til að hætta að drekka. Alkóhólismi skilgreindur sem sjúkdómur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1951 litið svo á að alkóhólismi sé sjúkdómur. Þetta var mikilvægur áfangi því að eftir það er erfitt að halda því fram að alkóhólismi sé bara aumingjaskapur. í afeitrun- armeðferð SÁÁ eru alkóhólistarnir því allir í sloppum og inniskóm, eins og þeir væru á hverju öðru sjúkrahúsi. Þetta hefur líka góð áhrif á samstöðuvitundina því strætisróninn og tískumódelið eru eins klædd og eiga auðveldara með að líta framhjá mismunandi áherslum í klæðaburði. Aðrar hafa gagnrýnt þessa sjúkrahússtemn- ingu og segja að það sé óþarfi að taka ábyrgðina af alkóhólistunum. Of oft finnist þeim að þeirra eina val sé að drekka því þeir þurfi ekki að taka ábyrgð á eigin lífi heldur geti alltaf skotið sér bakvið veikindin sem hrjái þau. AA-samtökin hafa líka fengið á sig gagnrýni, þótt reyndar hafi gríðarlegur fjöldi fólks fengið bata eða haldið niðri sjúkdómnum með þeirra hjálp. Gagnrýnin felst m.a. í þvf að samtökin séu mjög karlmiðuð, séu upphaflega stofnuð af hvítum millistéttarkarlmönnum fyrir þeirra jafningja. Þau sem eru trúleysingjar eiga auk þess oft erfitt með að tileinka sér trúarlegt yfirbragð samtakanna en samkvæmt nýlegu dómsmáli í Banda- ríkjunum eru AA-samtökin skilgreind sem trúfélag. Sam- tökin Women for sobriety voru stofnuð af Jean Kirkpat- rick sem mótvægi við þessa karlslagsíðu AA-samtak- anna. Hér á eftir fer grein um samtökin, auk viðtala við konur sem þekkja alkóhólisma af eigin raun eða sem meðferðaraðilar. Mynd: Gréta 17

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.