Vera - 01.08.2001, Page 51

Vera - 01.08.2001, Page 51
Arndís Guðmundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir Heilsa Reyklaus FYRIRMYND Reynslan sýnir að takist að halda börnum og unglingum frá tóbaksnotkun minnka líkurnar á því til muna að þau byrji að reykja síðar á ævinni. Því fyrr sem unglingar byrja að reykja þeim mun meira verður líkamlegt tjón þeirra. Rannsóknir meðal þeirra reykingamanna sem greinst hafa með lungnakrabbamein sýna að skemmdir í erfðaefni lungnafruma eru mun meiri hjá þeim sem byrjuðu ungir að reykja. Þetta er ein ástæða þess að Krabbameinsfélagið og Tóbaksvarnanefnd leggja höfuð áherslu á forvarnir meðal barna og unglinga og hafa þær skilað miklum árangri. Kannanir sem gerðar hafa verið fyrir Tóbaksvarnanefnd sýna að árið 2000 reyktu undir 25% fullorðinna Islendinga dag- lega (1 8-Ó9 ára) og aldrei hafa færri unglingar reykt hér á landi en á því ári. Foreldrar/forráðamenn Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn átti sig á þvf að þeir eru börnum sínum fyrirmynd og geta lagt þeim lið á margan hátt. Rannsóknir sýna að reykingar og við- horf nánustu fjölskyldumeðlima hafa áhrif á ungling- inn. En þó að foreldri reyki er ekki þar með sagt að barnið byrji að reykja. Sýnt hefur verið fram á sterkt samband milli uppeldisaðferða og reykinga. Foreldrar sem halda aga en útskýra málin um leið fyrir börnum sínum eru yfirleitt í nánara sambandi við unglinginn en þeir sem beita öðrum uppeldisaðferðum. Því meiri tíma sem barn ver með foreldrum sínum og í íþrótta- eða tómstundastarf því minni líkur eru á því að það verði ffkni- og/eða ávanaefnum að bráð. Hér og nú Nútíðin skiptir unglinga mestu máli. Framtíðin er ekki á dagskrá - ennþá að minnsta kosti. Þess vegna er mikil- vægt að ræða við unglinginn um afleiðingar tóbaks- neyslu hér og nú. Foreldrar geta stutt unglinginn sinn með því að kynna sér það forvarnarefni sem í boði er, t.d. foreldrabæklinga og reykleysissamninga sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd hafa gefið út. Ef unglingurinn er byrjaður að fikta er hægt að ræða við hann og jafnvel koma í viðtal og fá ráðgjöf hjá fræðslufulltrúum Krabbameinsfélags Reykjavíkur (sími: 540 1900). Um 83% þeirra unglinga sem reykja vilja hætta því og 89% þykir reykingar sóða- legur ávani. Flestir unglingar gera sér grein fyrir þvf að það getur verið mjög erfitt að hætta að reykja. Það skiptir máli að foreldrar og forráðamenn sýni börn- um sínum og unglingum stuðning með því að hjálpa þeim að velja reyklaust líf - sem vitaskuld er ekki fórn heldur frelsi! o

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.