Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 14
Fœdingarorlof íslenskir fedur stigu nýtt skref á þessu ári þegar þeir fengu sjálfstœdan rétt til mánad- ar fœdingarorlofs. Um 90% nýbakadra fedra nýttu sér þennan rétt en 2/3 þeirra tóku þó mánuðinn ekki allan í einu. Fyrir flesta karlmenn er þad ný upplifun ad vera „bara heima". Með þvf hafa þeir möguleika á ad tengjast börnum sínum betur og náigast þann reynsluheim sem fram til þessa hefur nánast verid einkaheimur kvenna. Jafnréttisstofa stód fyrir fjórum málþingum á árinu undir heitinu Þad lœra börn... þar sem fjailad var um fœdingar- og foreldraorlofslögin. Flutt voru ýmis erindi og for- eldrar sögðu frá reynslu sinni af lögunum og rœddu um stödu sína. Margt athyglisvert kom þar fram og hér á eftir eru frásagnir nokkurra sem þátt tóku. Einnig segir Ingólfur V. Gíslason, sérfrœdingur á Jafnréttisstofu, frá námskeidum fyrir verðandi feður. Lögin um fæðingar- og foreldraorlof gengu í gildi í lok maí 2000. Þau hafa það markmið að tryggja barni sam- vistir við bæði föður og móður og að gera körlum og konum kleift að sam- ræma fjölskyldu- og atvinnulíf. f lögun- um segir að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mán- uði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varan- legt fóstur. Þessi réttur er ekki framselj- anlegur. Auk þess eiga foreldrar sameig- inlegan rétt á þremur mánuðum til við- bótar, sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þau skipt með sér. Hægt er að taka orlofið á tímabilinu frá fæðingu barns og þar til það verður 18 mánaða. í lögunum stendur að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða or- lofs hvort um sig en þennan rétt munu feður öðlast í áföngum. Þeir gátu tekið einn mánuð á þessu ári, fá tvo mánuði frá I. janúar 2002 og þrjá mánuði frá I. janúar 2003. Hugmyndir ríkisstjórnarinn- ar um niðurskurð, sem nýlega komu fram, lutu að því að fresta gildistöku annars og þriðja mánaðarins, en vegna harðra viðbragða gegn þeim voru þær dregnar til baka. Feður barna sem fæð- ast eftir I. janúar nk. eiga því rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofi. Auk þess geta þeir skipt þriggja mánaða sameiginlega orlofinu með móðurinni, eða tekið það allt. Þannig gæti faðir ver- ið í fimm mánaða fæðingarorlofi á næsta ári ef hann nýtir þriggja mánaða sameiginlega réttinn einn. Það má því segja að nú hafi barn rétt á því að hafa annað hvorf foreldrið hjá sér í átta mán- uði og frá o|g með I. janúar 2003 bætist níundi mánuðurinn við. Jafnvœgi milli fjöl- skyldulífs og atvinnu Á síðasta málþinginu, sem haldið var í Reykjavík 12. nóvember, hélt Páll Péturs- son félagsmálaráðherra ræðu og ræddi m.a. um fjölskyldustefnu stjórnvalda. í ályktun sem lögð var fram á Alþingi 1997 um fjölskyldustefnu kemur fram að velferð fjölskyldunnar byggist á jafnrétti karla og kvenna og sameiginlegri ábyrgð á verkaskiptingu innan fjölskyldunnar. Því væri nauðsynlegt að skapa skilyrði til þess að ná jafnvægi á milli fjölskyldulífs og atvinnu, sagði Páll. „Þetta markmið höfum við í félags- málaráðuneytinu haft að leiðarljósi við gerð frumvarpa að nýjum lögum. í jafn- réttislögum er sérstakt ákvæði um sam- ræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þar er atvinnurekendum gert skylt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera báð- um foreldrum kleift að samræma starfs- skyldur sínar og skyldur gagnvart fjöl- skyldu," sagði hann. f máli Páls kom fram að samkvæmt yfirliti frá Tryggingastofnun ríkisins voru 540 - 750 umsóknir um fæðingarorlof á mánuði, fyrstu níu mánuði þessa árs. Yfir 90% feðra nýttu sér réttinn til eins mánaðar fæðingarorlofs en einungis 12% notuðu hluta af sameiginlega rétt- inum til þriggja mánaða orlofs. „Áhrif fæðingarorlofsins mun því samkvæmt þessu vonandi leiða til þess að hinn kynbundni launamunur minnki, þar sem karlmaðurinn hefur greinilega tekið á sig aukna fjölskylduábyrgð með tilkomu þessara laga," sagði Páll og sfð- ar í ræðunni bætti hann við: „íslenskt þjóðfélag hefur skapað konum jafnt sem körlum tækifæri til menntunar og þegar kemur að atvinnuþátttöku hefur oft verið stofnað til fjölskyldu. Forsenda þess að bæði kynin fái notið jafnréttis er að af hálfu hins opinbera séu sköpuð þau ytri skilyrði að hvorki bein eða óbein mis- munun skapi þar aðstöðumun milli kynjanna. Ég tel að fæðingar- og for- eldraorlofslögin muni verða afar þýðing- armikið tæki í þessu skyni og að þau muni m.a. draga úr þeim tekjumun sem er milli karla og kvenna." Margt þarf ad laga í þjóðfélaginu Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, vék einnig að þessu atriði en benti jafnframt á að enn sé langt í land því miðað við þau laun sem lögð hafa verið til grundvallar út- reiknings á greiðslum í fæðingarorlofi fyrstu níu mánuði þessa árs, hafa konur aðeins 60% af launum karla. í málstofum á málþinginu í Reykja- vík 12. nóvember kom margt athyglisvert fram. Almennt var fólk ánægt með það skref að tryggja feðrum rétt til orlofs. Einnig með það hvað margir feður tóku fæðingarorlof þetta fyrsta ár. En sú skoðun kom einnig fram að lögin gengju of skammt og bent á mikilvægi samveru móður og barns. Var talið að sjálfsagður réttur barns væri að vera sex mánuði á brjósti og því þyrfti að lengja fæðingar- orlofið upp í eitt ár. f máli heiIbrigðisstarfsfólks kom fram að nýju lögin kalli á aukna foreldra- og fjölskylduráðgjöf, og að laga þyrfti fræðslu á meðgöngu meira að feðrum. Einnig þyrfti að taka þá meira inn í þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.