Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 62
Alþingisvaktin ■ umsjóN: martha árnadóttir
Þingkonan að þessu sinni er Þuríður Backman þingkona
Vinstri grænna. Þuríður er fimmti þingmaður
Austurlands og annar tveggja hjúkrunarfræðinga sem
situr á þingi. Áður en Þuríður var kosin á þing fyrir
Vinstri græna hafði hún nokkrum sinnum á síðustu
tveimur kjörtímabilum tekið sæti á þingi í stuttan tíma
í senn sem varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið.
Hringiðan á þinginu
„Ég hafði fengið svolitla nasasjón af
störfum þingsins sem varaþingmaður
en þrátt fyrir það var fyrsta upplifun mín
sem landskjörinn þingmaður afar sterk.
Það að vera virkur þátttakandi í lands-
málapólitíkinni og í miðri hringiðunni
var í raun ótrúleg upplifun. Það var svo
mikill hraði á öllum hlutum, auðvitað
sagði reynsluleysið til sín en við ný-
græðingarnir í þingflokknum fengum
góðan stuðning frá þeim „gömlu körl-
unum" Ögmundi og Steingrími. Þegar
ég tók sæti sem kjörinn þingmaður þá
hélt ég að góður tími gæfist til að
undirbúa og vinna að málum, en - sá
tími er enn ekkí kominn. Hluti af skýr-
ingunni er e.t.v. smæð þingflokksins, við
höfum ekki möguleika að skipta okkur
alfarið niður á ákveðna málaflokka, eins
og fjölmennari þingflokkar geta frekar
gert. Auk þess virðast dægurmálin oft-
ast ganga fyrir, eða þrengja sér inn í
dagskrána en eru í raun það sem gerir
starfið spennandi," sagði Þuríður.
Ekkert sérlega spennt fyrir
ráðherraembætti - og þó...
Eins og venja er hér á Alþingisvaktinni
buðum við Þuríði ráðherraembætti, en
hún sagði pass í bili. Sagðist að vísu
ekki útiloka neitt í framtíðinni og að
hún myndi alls ekki skorast undan ef til
hennaryrði leitað því hún væri í pólitík
til þess að koma stefnu Vinstri grænna í
framkvæmd. Við þrýstum á eftir svari
og þá koma það: „Heilbrigðis-, umhverf-
is-, samgöngu- eða landbúnaðarráðu-
neytið," takk fyrir. „Hvað landbúnaðar-
ráðuneytið áhrærir hef ég óbilandi trú á
íslenskum landbúnaði og möguleikum
okkar til að fullvinna enn frekar land-
búnaðarafurðir til útflutnings. Ekki þyrfti
að fara lengra en til Evrópu til að sjá að
allskyns dýra-og plöntusjúkdómar,
ásamt mengun í umhverfinu, kalla á
hreinni og hollari matvælaframleiðslu
og þar eigum við leik á borði. Við eigum
að leggja áherslu á blandaðan búskap
og lífræna framleiðslu þar sem það á
við. Verksmiðjubúskapur og samþjöpp-
un búgreina á ákveðin svæði verður
aldrei landbúnaður sem rekinn er með
sjálfbærum hætti," sagði Þuríður.
Samgöngumál - af hverju?
Eru samgöngumál ekki ferlega óspenn-
andi, Þuríður?
„Nei, ekki þegar maður býr úti á
landi, ferðast um landið og sér þá
möguleika sem bættar samgöngur
hefðu á lífsgæði og jákvæða íbúaþróun.
Ef við lítum til Egilsstaða, minnar
heimabyggðar, má benda á millilanda-
flugvöllinn sem þar er að mestu ónýttur
sem slíkur. Ef við kæmum á reglulegu
millilandaflugi um flugvellina á Egils-
stöðum og Akureyri þá væri búið að
skapa grundvöll fyrir útflutning á fersk-
um sjávarafurðum. í dag þarf að aka
öllum ferskum fiski sem fluttur er út til
Keflavíkur. Innan ferðaþjónustunnar eru
miklir möguleikar í því fólgnir að nýta
millilandaflugvelli landsins og að því
verðum við að stefna, Almenningssam-
göngur þarf að byggja upp, bæði að
treysta áætlunarflugið, rútuferðir og
ferjusiglingar. Þetta er mikilvægt bæði
út frá umhverfissjónarmiðum og eins til
að treysta atvinnu og byggð.
Bíóið og bókin
Við hjónin sátum ásamt foreldrum mín-
um og horfðum á uppfærlsu á Vesaling-
unum á myndbandi fyrir nokkrum dög-
um. Tónleikarnir voru haldnir í Royal
Albert Hall og auðvitað hefði maður
helst viljað njóta þeirra í sjálfum saln-
um eða í bíó en þetta var samt ánægju-
leg kvöldstund. Mig langartil að sjá
norsku kvikmyndina Elling, og vonandi
verður hún ekki komin í lítinn sal þegar
ég dríf mig í bíó."
Undanfarið hefur Þurfður verið að
glugga í bækur um húsagerðarlist og er
rétt að byrja á Gimsteinaborginni eftir
lóhann M. Bjarnason. Hún mælir með
að á náttborðinu sé ávallt sögubók en
ekki skýrslur eöa önnur vinnuplögg, þó
erfitt geti verið að halda þeirri reglu.
Öðruvísi jól
„Já og nei," segir Þuríður, „því nú eru tvö
elstu börnin flutt að heiman, dóttirin í
Kópavoginn og eldri sonurinn er við
nám í Leipzig. En dóttirin kemur austur
með fjölskyldu sína, svo jólin verða lík-
ari því sem þau voru hér áður fyrr. Við
tökum því rólega, borðum góðan mat
og njótum þess að vera saman. Ég fæ
að taka.ömmustelpurnar með mér aust-
ur þegar þingi lýkur og það er mikil til-
hlökkun hjá afanum og stóra frænda,
yngsta syninum sem enn er heima." Það
er frí frá þingfundum frá miðjum des-
ember og fram til 22. janúar og þann
tíma notar Þuríður til að feðast um kjör-
dæmið og segir það fastan lið á þessum
árstíma.
Pólitíkin á næsta ári
„Ég vona að Vinstrihreyfingin - grænt
framboð bjóði fram í sem flestum sveit-
arfélögum landsins í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum í vor. Hvað fram-
boð með R-listanum í Reykajvík varðar,
þá eru það auðvitað málefnin sem ráða
ferðinni þegar ákvörðun um samstarf er
tekin. f sameiginlegu framboði félags-
hyggjuflokka leynast bæði kostir og gall-
ar en það er alfarið í höndum svæðisfél-
aga Vinstri grænna í hverju sveitarfélagi
að velja heppilegasta framboðsformið.
Hið pólitíska landslag í sveitarfélögun-
um er svo margbreytilegt að menn
verða að hafa frjálsar hendur um
framboðsform. Ég myndi vilja sjá sjálf-
stætt framboð undir merkjum Vinstri
grænna á sem flestum stöðum, en líta
ber á meirihlutasamstarf félagshyg-
gjuframboða eftir kosningar. Vert er að
hafa í huga að liðið er á seinni hluta
þessa kjörtímabils og að úrslit
sveitarstjórnakosninganna geta haft
áhrif á niðurstöðu næstu alþingiskos-
ninga og það mun setja mark sitt á störf
þingsins í vetur. Það verður að koma
ríkisstjórnarflokkunum frá völdum,"
sagði Þuríður.
62