Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 29
MÁTTUM EKKI GEFAST UPP Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins lýsir baráttunni fyrir framtíð stéttarinnar það elsta 16 ára og það yngsta 3 ára, en faðir minn lést aðeins 38 ára gamall. Ég held að þessi lífsreynsla mömmu hafi mótað mig töluvert. Ég var 12 ára þegar pabbi dó og er næst elst, fædd 1950," segir Kristfn þeg- ar hún er spurð um ætt og uppruna og hvaðan hún hafi fengið úthaldið. Móðir hennar heitir Sigríður K. Jóns- dóttir frá Miðgrund í Vestur-Eyjafjallahreppi, hún tók við búi foreldra sinna ásamt manni sínum, Guðmundi Árnasyni frá fsafirði en hann vann áður sem símamað- ur. „Mamma ákvað að vera áfram á búinu eftir að pabbi dó enda sagðist hún ekki sjá hvernig hún ætti að fara að því að sjá fyrir sex börnum á mölinni. Við hjálpuð- umst að við bústörfin, unnum allt sem þurfti en móður- afi minn, sem bjó hjá okkur, hjálpaði til við smá- barnapössunina. Við eldri systurnar þrjár kláruðum bara barnaskólann að Seljalandi því mamma hafði ekki efni á að senda okkur í héraðsskólann að Skógum. Ég man að prestfrúin f Holti, Hanna Karlsdóttir sem kenndi mér í barnaskólanum, fór sérstaklega til mömmu og ræddi við hana hvort ekki væri einhver möguleiki fjárhagslega að ég færi í Skógaskóla. En svo var ekki þá. Hins vegar var ástandið orðið betra, líklega meiri samfélagsstuðningur, þannig að bræður mínir, sem eru tvíburar og sex árum yngri en ég, komust að Skógum og einnig yngsta systirin." Kristfn segist hafa fengið áhuga á að hjúkra veiku fólki þegar faðir hennar var veikur af krabbameini og barðist við dauðann. Hún var mjög ósátt við að lækna- vísindin skyldu ekki eiga ráð til að lækna hann. Hún segist líka hafa verið mjög ósátt við að ekki væri meiri samfélagsstuðningur við fólk svo það gæti sent börn sín í skóla ef það bjó ekki í þéttbýlinu. Þessi pólitíska hugsun náði svo langt að hún íhugaði alvarlega að senda þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gísla- syni, bréf og benda honum á að þessu þyrfti að breyta. „Eina vinnan sem okkur sveitafólkinu bauðst á þess- um árum var að fara í sláturhús á haustin, við gátum ekki skroppið á vertíð eins og fólkið við sjávarsfðuna. Ég fór að vinna í sláturhúsinu í Djúpadal þegar ég hafði aldur til, en það stendur við Rangá, rétt fyrir utan Hvolsvöll. Og strax fyrsta haustið kynntist ég mann- inum mfnum, Diðrik ísleifssyni frá Hvolsvelli. Þar með voru örlögin ráðin og ég rétt orðin 18 ára þegar dóttir okkar, Þorgerður Laufey, fæddist. Við fluttum til Reykja- víkur og eignuðumst synina, Sigurð Guðmann 1970 og Diðrik Val 1974. Ég var heimavinnandi á þessum árum en vann um tíma í verslun og sem starfstúlka á Land- spítalanum og Hrafnistu. Við fluttum svo til Svfþjóðar 1976 og bjuggum þar til 1979. Þar vann ég líka á sjúkra- húsi og fann að mig langaði að læra til að geta unnið við hjúkrun sjúkra. Eftir að við fluttum heim ákvað ég að drífa mig í sjúkraliðanám en þurfti að byrja f forskóla Sjúkraliðaskólans þar sem ég hafði ekki gagnfræðapróf. Það má segja að sænskukunnáttan hafi fleytt mér inn í skólann því ég átti ekki að komast þar inn, það bjargaði mér að kunna eitt norðurlandamál vel. Sjúkraliðanáminu lauk ég síðan 1982 og fór að vinna á Landspítalanum. Þar starfaði ég þangað til á síðasta ári að ég fór í fullt starf sem formaður Sjúkraliðafélagsins, en fór f hálft starf sem sjúkraliði fljótlega eftir að ég gerðist formaður." Sjúkraliðaskólinn var lagður niður stuttu eftir að Kristín lauk þar námi og menntunin færð inn í fjölbrautakerfið. Það var fyrst við Fjölbrautaskól- ann f Breiðholti sem boðið var upp á sjúkraliðabraut en síðan í fleiri fjölbrautaskólum. Fjölbrautaskólinn við Ár- múla er nú svokallaður kjarnaskóli heilbrigðisgreina, menntar m.a. sjúkraliða og býður upp á kjaratengd námskeið fyrir starfandi sjúkraliða í ýmsum greinum heilbrigðismála. „Okkur fannst mikilvægt að koma kjaratengdu námskeiðunum inn í menntakerfi landsins svo þau nýtist sjúkraliðum í framhaldsnámi. Það er allt of algengt að námskeið stéttarfélaganna séu einskis metin nema til kauphækkana. Það er umhugsunarvert þegar nú blasir við mikill skortur á sjúkraliðum að nám- skeið ófaglærðs starfsfólks á sjúkrahúsum nýtist þeim ekki sem grunnur, t.d. til sjúkraliðanáms. Ég tel að end- urskipuleggja þurfi þetta starfsnám og að það myndi stórbæta réttindi starfsstétta á sjúkrahúsum. Reyndar sit ég f nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem hefur það hlutverk að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um verkmenntun á framhaldsskólastigi. Það er mikið fjár- magn sett í námskeið á vegum stéttarfélaganna og ófært f nútímaþjóðfélagi að þau séu ekki tengd menntakerfi landsins. Við höfum rætt það í nefndinni að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi og vonandi tekst það," segir Kristín á sinn röggsama hátt. Þegar taliö berst að því hvenær hún hóf þátttöku í kjarabaráttu sjúkraliða segir hún að um það leyti sem náminu lauk hafi þær skólasysturnar rætt sín á milli að þær mættu ekki bara láta sig hverfa, þær yrðu að skipta Ég man að prestfrúin í Holti, Hanna Karlsdóttir sem kenndi mér í barnaskólanum, fór sérstaklega til mömmu og ræddi við hana hvort ekki væri einhver möguleiki fjórhagslega að ég færi í Skógaskóla. En svo var ekki þó. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.