Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Mér finnst... Konur eru ekki konum verstar_____ Sigríður Elín Þórðardóttir, félagsfræðingur ó Sauðórkróki Mér finnst frábært að fá tækifæri til þess að segja það sem mér finnst. Og mér finnst sorglegt að enn eru hugmyndir um kynbund- in einkenni við lýði. Meðal annars í tengslum við for- eldrahlutverkið, stjórnunarhæfileika, tilfinninganæmni og áhuga á kynlífi. Þessir þættir voru meðal annarra sem mældir voru í þjóðarpúlskönnun Gallups sem birt var í júní síðastliðinn. Niðurstöður leiddu m.a. í Ijós að þriðjungur þátttakenda töldu konur hæfari foreldri en karla. En það sem mér finnst kannski sorglegra er að þátttakendur voru þeðnir um að taka afstöðu til fullyrðingarinnar um að „konur séu konum verstar." Það hefði kannski einnig verið viðeigandi, fyrst að á annað borð var verið að afla vitneskju um viðhorf með tilliti til „hverjir séu hverjum verstir", að kanna afstöðu fólks til fullyrðinga á borð við að „karlar séu körlum verstir" eða „karlar séu konum verstir" eða „konur séu körlum verstar." Niðurstöður Gallups leiddu m.a. í Ijós að rúmlega helmingur þátttakenda var sammála full- yrðingunni um að konur séu konum verstar. Og yngra fólk fremur en eldra og konur tóku afstöðu með full- yrðingunni fremur en karlar. Af hverju í ósköpunum? Þrátt fyrir sögulegar staðreyndir sem sýna að konur virðast beita sér í meira mæli fyrir málefnum kvenna og barna og hvers kyns félagslegum málum, en karlar. Sagan sýnir að konur í bæjarstjórn Reykjavíkur á árun- um 1908-1922 beittu sér fyrir heilbrigðismálum, skóla- málum, málefnum barna og réttindum kvenna. Það voru konur sem lögðu fram tillögur um fæðingarorlof og að Alþingi mótaði stefnu í þessum málum og að fæðingarorlof yrði hluti af almannatryggingalöggjöf sem næði til allra kvenna á vinnumarkaði. Umræður um kynferðislega áreitni, kvennaathvarf, um neyðar- móttöku fórnarlamba nauðgana og heimilisofbeldi rötuðu ekki inn á þingpalla fyrr en konur urðu þar 15% fulltrúa. Ég gæti haldið áfram að rökstyðja að konur eru ekki konum verstar en læt staðar numið. Allir sem vilja, sjá að málefnin sem konur láta sig skipta varða allt samfélagið, konur kannski meira en karla. Ég vil trúa því að öllum sem hugnast að taka kíkinn frá þlinda auganu komi til með að sjá að konur eru ekki konum verstar, annað er goðsögn ekki staðreynd. Enda þótt mikið hafi áunnist á undanförnum áratug- um við að ná fram jafnri stöðu karla og kvenna þá er enn til staðar alls kyns óáran í samfélaginu sem geng- isfellir það sem konur taka sér fyrir hendur. Og sorg- legast er að enn fá konur greidd lægri laun en karlar, enn eru konur f minnihluta á Alþingi og í flestum sveitarstjórnum. Enn bera konur í ríkari mæli en karlar ábyrgð á umönnun fjölskyldunnar, enn vinna konur í meira mæli en karlar ólaunaða og ósýnilega vinnu og enn er goðsögnum um konur haldið á lofti. Mín af- staða er sú að það eru ekki konur sem eru konum verstar, það er formgerð samfélagsins sem er konum verst. Ég shora á Þórdísi Lindu Guðmundsdóttur félagsráð- gjafa að segja meiningu sína í næsta blaði. 12 Þarabakka 3 109 Reykjavík Sími 567-0300 okusk.mjodd@simnet.is Einnig kennsla fyrir ensku- og taílenskumælandi fólk! Kennsla á leigu- vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (Áfangakerfi) Endurbætt kennsluaðstaða. Reyndir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.