Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 58

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 58
Að meðaltali eiga sveitakonur sex börn en algengt er að börnin séu 1 0 til 1 3. þeim nesti og þetta kostar allt. Þetta er of dýrt fyrir fátækar fjöl- skyldur en að meðaltali eiga sveita- konur sex börn og algengt er að börnin séu 10-13. Það kemur því í hlut stelpnanna að vera heima og hjálpa mömmu sinni með litlu börnin, að elda og þrífa og vinna bústörf." Ólöglegar fóstureyðingar eitt stærsta heilbrigðisvandamálið Gerður segir að ólöglegar fóstureyð- ingar séu gífurlegt vandamál í land- inu en helmingur allra 19 ára stúlkna hafa farið í fóstureyðingu. Þær sem efni hafa á fara á lækna- stofur en hinar fara á fund gamalla kvenna sem eiga að kunna eitthvað fyrir sér eða borða plöntur sem vit- að er að deyði fóstrið - en þá deyr móðirin oft líka. Tíðni mæðra- og ungbarnadauða er afar há og fer vaxandi. Kirkjan, sem hefurgríðar- ieg áhrif í landinu, hefur barist gegn kynfræðslu, getnaðarvörnum og fóstureyðingum. í opinberu skólun- um fer fram lítilsháttar kynfræðsla en í skólum á vegum kirkjunnar og nunna, sem eru betri skólar, er eng- in kynfræðsla. Aðgengi að getnaðar- vörnum er gott í borgum og bæjum en í sveitum þar sem fjarlægðir eru miklar er erfiðara um vik. „Það er ekki bara það að staða kvenna sé ótrúlega slæm," segir Gerður „held- ur eru opinber viðhorf til kvenna, það hvað menn leyfa sér, sjokker- andi. Rétt áður en ég kom heim lýsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar því yfir að hann hefði komist á snoðir um ráðabrugg femínista um að myrða presta vegna þess að þeir væru á móti fóstureyðingum. Það hefur verið mikil umræða um fóst- ureyðingar en þær eru bannaðar nema líf móður liggi við. Nú er í meðferð þingsins að banna þær al- gjörlega, sama hverjar kringum- stæðurnar eru. Þetta hafa femínistar verið að ræða og einn helsti forvíg- ismaður þeirra í Nígaragúa hefur þurft að koma fram í fjölmiðlum til þess að afneita fullyrðingum bisk- ups. Því sem yfirmaður kirkjunnar segir er tekið sem heilögum sann- leika. Þetta er svona öfgafullt dæmi um það hvað menn ieyfa sér og hvað þeim dettur í hug." Gerður segir að þetta tengist komandi kosningum. Kirkjan óttist sigur vinstri manna - og þar sem femínistar séu taldir til vinstri, og raunar upprunnir frá hinu illa, sé mikilvægt að klína á þá skít. Um andúð á femínisma segir Gerður að þau sem hún umgangist, fólk með svipaða menntun og hún sjálf, hugsi á sömu nótum og hún. „Og í raun og veru er svolítið mislæg þró- un sem hefur átt sér stað. Þau sem voru virk í vinstri pólitíkinni á bylt- ingarárunum hugsa nákvæmlega eins og við en svo eru aðrir sem hafa einhvern veginn orðið eftir og hugsa allt, allt öðruvísi. Það er líka togstreita á milli menningarog þekkingar. Fólk veit alveg hvernig hlutirnir eiga að vera en þessi hrika- lega karlrembumenning togar líka." Erfitt en þroskandi Sérðu árangur af starfi þfnu? „Ég er að selja mína vinnu hingað og þangað í stuttan tíma í senn. Ég kem að þróunarverkefnum til að gera eitthvað pínulítið og svo er ég farin. Ég fæ því aldrei að sjá beinan „Þetta er þroskandi, bæði uppgötvar maður hluti um sjálfa sig, hvað maður get- ur og hvað ekki - ég hef enn ekki rekist á neitt sem ég get ekki en margt sem ég get!" árangur af þvf sem ég er að gera. Ekki nema að fólk er aðeins betur upplýstara um gender (kyngervi/kyn- ferði) en áður og eftir nokkur nám- skeið eða fundi er fólk kannski búið að læra að vinna betur saman. Ég sé ekki raunverulegan beinan árang- ur, að heimurinn sé betri þótt ég hafi mætt á staðinn." Við verðum sammála um að þegar upp sé stað- ið hljóti starfið að skila árangri, til langs tíma litið. Gerður vinnur ein- göngu með innfæddum og segist raunar ekki þekkja neina útlendinga í Nígaragúa. Hún er ánægð ytra, finnst starfið spennandi og kveðst ekki á leiðinni heim í bráð þótt ég tíundi stundum óbærilegan hitann, kakkalakkana og eitt og annað sem mér hefur borist til eyrna um að- búnað hennar. „Þetta er erfitt en líka ofboðslega gaman. Þetta er þrosk- andi, bæði uppgötvar maður hluti um sjálfa sig, hvað maður getur og hvað ekki - ég hef enn ekki rekist á neitt sem ég get ekki en margt sem ég get!" Gerður hlær dátt að þessari fuliyrðingu sinni. „En það er náttúr- lega bara frábært að fá að starfa í sínu fagi sem ég fæ ekki hér á ís- landi. Að vita hvort ég get starfað við erfiðar aðstæður og menningu og tungumál sem eru allt öðruvísi. Það er ekkert líkt með íslandi og Nígaragúa nema jarðskjálftar. Mér finnst ég vera búin að fá heilmikið út úr þessu og ætla að fá aðeins meira." Gerður segist til í hvað sem er þegar ég spyr hana hvort hún hafi hug á að leggja fyrir sig þróunar- og hjálparstarf. „En eins og er ætla ég aftur heim til Managua og halda áfram í vinnunni minni!" Gerður fiefur birt greinar um ipjóðfélags- mál f Nígaragúa á vefsíðunni kreml.is 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.