Vera


Vera - 01.12.2001, Síða 44

Vera - 01.12.2001, Síða 44
Mynd: Erna Kristín Gylfadótti Framtíð nektarstaða á íslandi Arnar Gíslason Framtíð nektarstaða ó íslandi og úrræði sveitarfélaganna þar að lútandi hafa verið nokkuð til umræðu undangengin misseri. I krafti skipulagsbreytinga hafa mörg sveitarfélög tekið ákvörðun um að gera ekki ráð fyrir slíkri dægradvöl í framtíðarskipulagi sínu. Sú aðferð felst þó ekki beinlínis í að banna staðina, heldur frekar að leyfa þá hvergi með því að gera ekki ráð fyrir þeim í skipu- lagi sínu. En nektarstaðir, eða nætur- klúbbar eins og starfsemin kallast á máli stjórnsýslunnar, eru þó enn sem komið er löglegir. Því leikur nokkur vafi á því hvort hægt sé að koma í veg fyrir rekstur þeirra á slíkan máta, án þess að til lagabreytinga komi. í samtali við Veru sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að á döfinni væru tvenns konar aðgerðir f tengslum við rekstur nektarstaða f borginni. í fyrsta lagi að óheimilt verði að veita leyfi til starfrækslu og rekst- urs nektarstaða á skipulagssvæðinu Reykjavfkurborg í heild sinni, nema tiltekið sé sérstaklega í deiliskipulagi að starfsemi beirra sé heimil. Auk þess verður f desem- ber lögð fyrir borgarráð tillaga vinnuhóps borgarinnar og lögreglunnar um veitingamál. Tillagan er þrfþætt og í henni felst eftirfarandi: Að einkadans verði bannaður; að sýning verði að fara fram í nægilega rúmgóðu hús- næði þannig að gott rými sé á milli sýnenda og áhorf- enda og að miðað verði við ákveðinn metrafjölda í því sambandi; og að sýnendum verði bannað að fara um meðal áhorfenda. Borgarstjóri telur auk þess nauðsynlegt að breyta lögum í þá veru að skýrt verði kveðið á um heimild sveitarfélaga til að banna starfsemi nektarstaða. Núverandi úrræði, f gegnum aðal- og deiIiskipulag, séu seinvirk og hún segir skiptar skoðanir um hvort sveitar- félög geti í raun útiiokað starfsemi staðanna alfarið á grundvelli skipulags. Aðspurð um viðbrögð borgarinnar þegar starfsleyfi nektarstaða renna út í Reykjavík árið 2003 sagði hún málið vera til skoðunar. Hún sagði þá staði sem nú hafi 44

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.