Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 46

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 46
Bækur Sigríður Dúna Kristmundsdóttir B J Ö R G Ævisaga Bjargar C. Þorláksson Loksins, loksins íslensk ævisaga sem birtist eins og litfagur regnbogi og gefur fyrirheit um bjartari famtíð til handa unnendum ævisagna. Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir hefur með bókinni Björg skipað sér ó fremsta bekk ævisagnaritara og deilir þar sæti með Þórbergi Þórðarsyni. Ævi- sögu séra Arna Þórarinssonar las ég sem unglingur og hef síðan þróð ólíka upplifun en ekki fengið í ís- lenskum ævisögum. Ekki fyrr en nú. Hún kallar fram svipaðar kenndir og bók Phyllis Rose Parallel Lives sem segir sögu fimm kunnra hjónabanda ó Viktoríutímanum í Englandi og hef- ur skipað öndvegissess í bókahuga mínum síðan hún kom út 1983 Halldór Laxness var aðeins 23 ára þegar Kristján Albertsson skrifaði hinn fræga ritdóm um Vefarann mikla frá Kasmír sem hófst á orðunum loksins, loksins og hér eru fengin að láni. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir er hins vegar þroskuð kona með þroskaða lund og hefur af mikilli eljusemi sett saman ævi Bjargar C. Þor- láksson á þann hátt sem fáir aðrir gætu, ef nokkrir. Hér er víða leitað fanga að heimildum og þær nákvæmlega skráðar. Sá fræðilegi tíningur truflar þó aldrei les- andann. Heimildir þegja um margt í lífi Bjargar. Þannig hafa engin bréf milli hennar og eiginmannsins Sigfúsar Blön- dal varðveist, og fá bréfa hennar til bróð- ur hennar |óns Þorlákssonar sem var trúnaðarvinur og stoð og stytta. Þessi bréf hefðu áreiðanlega varpað Ijósi á suma þætti í lífi Bjargar sem hljóta nú að vera rökkvuð. Sigríði Dúnu tekst afar vel að feta hið nákvæma stig milli heimilda og skáldskapar og lýsa inn í flesta kima í Björg - Ævisaga Bjargar C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur JPV Forlag æviferli Bjargar. Bókin og veruleikí hennar er eins og stórgötóttur strigi sem sauma- konan hefur með örfínum glitþráðum ofið svo listilega í að hvergi glittir í undirlagið sem liggur þó heilt undir. Þetta er list. Kvenréttindi og þátttaka í íslenskri kvennabaráttu Björg Karítas Þorláksdóttir fæddist á Vesturhópshólum íVatnsdal árið 1874, árið sem fyrsti kvennaskólinn var stofnað- ur á íslandi. Hún gekk á kvennaskólann á Ytri-Ey og gerðist þar kennslukona en hélt til Kaupmannahafnar til að nema meira í kennslufræðum. Hún hefur þá ef- laust hugsað sér að snúa til baka og halda áfram að uppfræða íslenskar stúlk- ur og vinna þannig gagn bæði landi og þjóð. En forlögin höguðu því svo að hún ílentist í Kaupmannahöfn þar sem tæki- færin til náms voru ungum konum ólíkt fleiri en í heimalandinu. í Kaupmanna- höfn dó hún árið 1934 og þá undir nafn- inu Björg C. Þorláksson. Einn er sá þáttur f lífi Bjargar sem lítill gaumur hefur verið gefinn en er fyllilega þess virði að staldra við. Það eru skrif hennar um kvenréttindi og þátttaka hennar í íslenskri kvennabar- áttu um tíma. Sigríður Dúna kemur þess- um þætti skilmerkilega frá sér eins og öðru og bætir raunar við þar sem áður vantaði. Björg hafði nefnilega um margt mjög framúrstefnulegar hugmyndir um frelsi kvenna, einkum ervörðuðu fjármál hjóna. Hún taldi t.d. að við skilnað bæri að reikna framlag eiginkonunnar ná- kvæmlega til krónu og aura og meta til fjármuna. Hún þýddi einnig ritið Hjónaástir eftir Mariu Stopes og kom það út á íslandi árið 1928 með frumsömdum kafla Bjargar um getnaðarvarnir. Slíkar bækur voru hið mesta feimnismál á ís- landi í þá daga og til marks um það er sú saga að fólk hafi beðið um „nýju bókina" í bókabúðum. Björg blandaði sér um tíma í íslenska kvennabaráttu en fyrir í þeim búðum var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem virðist hafa gætt dyranna vandlega. í það skiptið er samúð mín hjá Bríeti en ekki Björgu. Björg virtist telja karlmenn ósjálfbjarga. Þetta virkar svolítið an- kannalega á nútímafólk, einkum f Ijósi þess að Björg taldi konum allir vegir fær- ir. Þá er að huga að því að í upphafi ald- arinnar voru karlmenn svo sannarlega ósjálfbjarga á heimilum. Þeir kunnu hvorki að elda né þvo leirílát, hvað þá sauma klæði eða festa tölur. Fáum öðrum en þýsku baráttukonunni Klöru Zetkin datt í hug að krefja karlmenn um slíka kunnáttu (néma fara í langt nám og gera úr því atvinnugrein). Nýja kvennahreyf- ingin kallaði karlmenn til ábyrgðar inni á heimilunum kringum 1970 og er það sennilega eitt varanlegasta framlag henn- artil sköpunar nýrra kynhlutverka. Björg taldi einnig móðurhlutverkið hið æðsta hlutverk konunnar. Þetta var algengt tal í upphafi 20. aldar og reyndist öflugur liðs- maður kvenna í réttindabaráttunni. Kon- ur urðu að fá kosningarétt og aðgang að skólum til að verða betri mæður, betri uppalendur. Þetta var mjög snjall póli- tfskur áróður og virkaði vel og skiptir tæpast máli hvort viðkomandi trúði þessu eða ekki. Það er því enga þversögn að finna hjá Björgu í því máli. Hugvilluröskun - ofsóknarbrjálæði Björg giftist Sigfúsi Blöndal bókaverði við Konunglega bókasafnið í Kaupmanna- höfn árið 1903. Sagan af hjónabandi hennar er í senn bæði kostuleg og rauna- leg en ætíð blfð af hálfu höfundar. Björg hefði sennilega aldrei átt að giftast og Sigfús hefði þurft öðru vísi konu, svo mikið er víst. Björg var mjög starfsöm og vildi sinna sínum hugðarefnum og fékk bónda sinn til að byrja á orðabók til að hafa sjálf frið á kvöldin að þvf er manni skilst. Þessi blessaða bók reyndist báðum dýrkeypt. Björg hætti frekara námi til að geta sinnt henni og Sigfúsi lét sennilega flest betur en þetta eilífa grúsk. Hjóna- þandið var búið áður en fyrsta bindi orðabókarinnar kom út og Björg hélt á brott í frekara nám en var þá komin með meinið sem dró hana til dauða. Frásagnir höfundar af brjóstakrabbameini Bjargar eru mjög nærfærnar og settar fram af miklum skilningi. Hér leynist freisting að ráða í hugsanir Bjargar og finna skýringar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.