Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 61

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 61
Viðtal: Kristín HeiSa Kristinsdóttir Leitin að barninu hjálpar Blíðfinni að þekkja sjálfan sig og smátt og smátt lærir hann að hlusta og treysta rödd hjartans. Þetta finnst mér áríðandi boðskapur í dag. bókinni, dvergarnir í leikflokknum Hlátur og Grátur og svo auðvitað bókavarðan sem talar í stafrófsröð." Tók Þorvaldur, höfundur bókanna, dnhvern þátt í vinnunni við leikgerðina? „Þorvaldur skrifaði Dvergaleik- þáttinn í bundna málinu. Annars var hann afskaplega ánægður með að gert yrði leikrit úr Blíðfinnsbók- unum og gaf mér frjálsar hendur f þessu púsluspili og mér leyfðist að leggja persónunum orð í munn þeg- ar þess þurfti með." Ahrif frá kyrrð náttúrunnar Harpa er mikil útivistarkona og hef- ur m.a ferðast til Nepal og komið til Himalayjafjalla þar sem náttúran og kyrrðin er einstök. „Fyrir vikið þá höfðuðu Himinlæjurnar í bókinni sérstaklega til mín og ég held að persónuleg reynsla mín af göngu- ferðinni í Himalayja hafi læðst svo- lítið inn í sýninguna, og auðvitað reynsla mín af gönguferðum í ís- lenskri náttúru. Þeir sem hafa verið á fjöllum þekkja þessa einstöku til- finningu sem fylgir því að ganga í nokkra daga, það verður svona eins og botnfall í huganum. Hugsunun- um fækkar og maður sest einhvern veginn í sjálfan sig og allt er á sín- um stað. Sólin er sól, blómið er blóm og fjallið er fjall. í kyrrð nátt- úrunnar lærist svo margt um hin andlegu auðæfi og um hringrás lífs- ins. Mig langaði til að reyna að miðla þessari reynslu í sýningunni. Mig langaði að gera sýningu sem er á einhvern hátt kyrrlát og stelur ekki athygli áhorfandans, eins og t.d. spennumyndir gera, heldur vekur vitundina. Við þurfum ekki endilega hasar og læti til að ná til barna. Þau eru svo mikið stemningsfólk í eðli sínu og eru ekki í neinum vandræð- um með fantasíuna. Við völdum að láta tónlist og ljós túlka ljósorkuna, í staðinn fyrir leikara, þannig gefst meira rými fyrir hugmyndaflug áhorfandans. Leikmynd og búningar leika líka stórt hlutverk í sýningunni, tré vaxa upp úr sviðinu og fjöll síga niður af himnum. Þetta fellur í góð- an jarðveg hjá börnunum." Harpa segist mjög ánægð með að hafa fengið tækifæri til að vinna í Borgarleikhúsinu. „Leiksýning er fyrst og fremst samvinna og leik- hópurinn í Blíðfinnssýningunni var alger kærleiksbolti. Svo fékk ég til liðs við mig frábæra listamenn, þá Snorra Frey leikmyndahönnuð, Hilmar Örn tónlistarmann, Kára Ijósahönnuð og Maríu Ólafsdóttur fatahönnuð og þau sköpuðu þá undraveröld sem ber fyrir augu og eyru. Það var skemmtileg áskorun að setja upp sýningu á Stóra svið- inu. Þetta er eitt tæknilegasta svið landsins og það er alveg með ólfk- indum hvað hægt er að gera. Blíð- finnur er rosalega tæknileg sýning þar sem allt þarf að ganga upp og þá skiptir öllu máli að hafa traust fólk á hverjum stað. Við erum með frábæran sýningarstjóra, hana Sól- veigu sem stjórnar sýningunni með glæsibrag. Annars eru alveg ótrú- lega margir sem koma að einni sýn- ingu, og hjá Leikfélagi Reykjavíkur starfa margar perlur bak við tjöldin.' Að koma kærleikanum í verk Með uppsetningunni á Blíðfinni segist Hörpu hafa langað til að leggja eitthvað af mörkum til að gera heiminn aðeins betri. „Ég vona að það hafi tekist. Mér finnst að hlutverk lista eigi að vera að dýpka skilning og næmi okkar fyrir lífinu, okkur sjálfum og fólkinu í kringum okkur. Og ekki veitir af f hraða neyslusamfélagsins sem við búum í. Það skiptir svo miklu máli að stoppa öðru hvoru og taka eftir, anda hægt inn og hægt út eins og Blíðfinnur gerir. Við erum alltaf að skapa samfélagið sem við búum í með hugsunum okkar, orðum og verkum, hvert andartak. Ég held að það sé mikilvægt að gangast við þessari staðreynd. Hver og einn skiptir máli. Ef það er eitthvað sem ég hef lært af því að gera þessa sýn- ingu þá er það einmitt þetta. Fyrst er sýningin bara óljós hugmynd, svo er hugmyndin orðuð og sfðan leggj- ast allir á eitt til þess að koma henni í verk. Allar hugmyndir hafa möguleika á að verða að veruleika. Líka stórar hugmyndir, t.d. um heim án ofbeldis. Það er búið að orða þennan heim í öllum trúarbrögðum heimsins. Eilífa verkefnið er að koma kærleikanum í verk. Ég held að börnin séu að skapa mjög falleg- an heim þegar þau koma á sýning- una um Blíðfinn. Það kemur öllum á óvart hvað þau hlusta vel og smátt og smátt fara allir að hlusta með hjartanu eins og börnin. Ég held að sýningin sé ekki síður fyrir foreldrana, leitin að barninu talar til okkar allra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.