Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 68

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 68
This is Stina Nordenstam Stina er sænsk stelpa að gefa út sína fimmtu plötu. Eins og fyrri plötur hennar er þessi framúrskarandi, en jafn- framt ekki eins róleg og hinar fyrri. Hennar séreinkenni eru þó enn hin sömu: hvíslandi seiðandi röddin, sem hljómar eins og 10 ára stelpa, og afskaplega góðar og frumlegar útsetningar á lögunum. Óvenjulegar sönglín- urnar koma manni alveg á óvart, þegar þær poppa upp í kollinum á manni, án þess að þær séu beinlínis neitt sér- lega grípandi. Þetta er umfram allt innileg plata, og einnig ákaflega krefjandi fyrir hlustendur. Hún gerir kröfu um að maður setjist niður með textabæklinginn og fari á flakk með Stínu. Hér er hún með ákveðið þema eins og hún sé dálítið týnd og því alltaf á leiðinni eitthvert annað í lífinu. Mjög persónulegir textar hennar eru samt engin innsýn í hennar heim, heldur er hægt að heimfæra þá á manns eigið líf. Þetta er eins og að sjá inn í höfuð hennar þar sem hún er að hugsa um líf sitt, samhengislausar hugsan- irnar birtast manni, þær eru um atburði sem gerðust, eru að gerast, eða munu gerast, sumar eru draumur eða upp- spuni, aðrar veruleiki. Það er eitthvað ferðalag á henni í mörgum lögunum, hún er að fara um í Hamingjulestinni, hittir mann á flugvellinum, situr í leigubíl, er á hóteli að hlusta á flugvélar lenda, kveður einhvern á lestarstöð, gengur um í garðinum eða hoppar með vini sínum oná lest á ferð. Þetta eru bernskuminningar sem gætu þó eins hafa gerst í gær, því það er tímaleysi og draumkennt ástand í stíl hennar. Það er gott að hlusta á Stínu með rjúkandi kókóbolla og kertaljós undir teppi, hún er hlý þótt hún sé ráfandi, en erum við ekki öll aðeins ráfandi í lífinu? Hvað er betra en Ijúfir tónar undir teppi með kókó til að geta slakað á og jafnvel hugsað einhverjar fallegar hugsanir sem flytja mann í bili þangað sem maður finnur sig, þó ekki væri nema í þann rúma hálftíma sem diskur- inn spannar? Peaches The teaches of Peaches Kanadíska stelpan Peaches er að gefa út sína fyrstu sóló- plötu hjá útgáfufyrirtækinu Kitty-yo í Berlín. Ég er svo heppin að næla mér í eintak í 12 tónum, þar sem oft er að finna tónlist sem fæst ekki hvar sem er, og við fyrstu hlustun er ég alveg heilluð. Þessi plata er rosalega ágeng og agressíf, og alveg greinilegt að þarna er reið pönkpía á ferð. Tónlist hennar mætti skilgreina sem einhvers konar pönk-elektró, með smá söngáhrifum frá P.|. Harvey og Debbie Harrij Hún er mjög mikið að reyna að ganga fram af fólki með ögrandi og grófum textum og tónum, og það merkilega er að henni tekst það, en ef þetta væri maður myndi enginn verða sérstaklega uppveðraður, það hefur jú flest verið gert áður í þessum „rokk og ról heimi". Fyrsta lag plötunnar: „Fuck the pain away", gefur tón- inn um það sem koma skal. Platan er uppfull af kynlífs- skotnum textum sem eru allt frá því að vera hrópaðir og kallaðir niður í að vera hvíslaðir á æsandi hátt. Peaches heitir réttu nafni Merrill Nisker, og er 34 ára fyrrverandi kennari. Hún er greinilega búin að fá nóg af fyrra líferni og er tilbúin í eitthvað allt annað. Hún segist sjálf vera „tík sem vill taka tónlist í rass" og er hún líklega bara að því. Hún segir líka að kynferðisleg virkni kvenna nái há- tindi sínum um þrítugt og hví ekki bara að njóta þess og skemmta sér vel í leiðinni. Tónlist og kynlíf séu nátengd og þegar hún opni munninn til að syngja komi þetta bara svona út. Mér virðist sem hún sé samt hálfpartinn að gera stólpagrín að þessum tónlistarbransa, hún birtist og ögrar öllunn með grófum textum og attitjúdi, eins og hún viti vel að þetta sé það eina sem virki til að vinna athygli í heimi þar sem ekkert er nýtt undir sólu. En hún hefur bara gaman af öllu saman, fer á kostum í hrárri og gríp- andi trommuheilatónlist sinni með græjurnar f botni, og sjokkerar heiminn, og skemmtir sér svo vel!!! Ath. þessi diskur á ekkert erindi til viðkvæmra, þið hin endilega leyfiði Peaches að kenna ykkur að vera í stuði, og hafa einfaldlega gaman af því að vera til. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.