Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 60

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 60
Harpa og Blíðfinnur Það skiptir svo miklu máli að stoppa öðru hvoru og taka eftir, anda hægt inn og hægt út eins og Blíðfinnur gerir. Við erum alltaf að skapa samfélagið sem við búum í með hugsunum okkar, orðum og verkum, hvert andartak. Harpa Arnardóttir leikkona og leikstjóri vann leikgerð upp úr bókum Þorvalds Þorsteinssonar um Blíðfinn. Hún leikstýrir einnig samnefndu verki sem sýnt er á fjölum Borgarleikhússins um þessar mundir. Vera þáði góðan kaffisopa af Hörpu og spjallaði við hana um leikhús og kærleika. Harpa útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1990 og hefur komið víða við síðan, bæði í leik og leikstjórn. Hún stofnaði listafélagið Augnablik ásamt Kristínu Guðmundsdóttur og Ástu Arnardóttur en félagið setti m.a. upp barnaleikritið Dimmalimm sem og Júlíu og Mánafólkið, en auk þess stóð félagið fyrir tónleikum og námskeiðum af ýmsu tagi. Harpa hefur einnig kennt mikið, m.a í Leiklistarskóla fslands og hún var einn af frumkvöðlum listsmiðjunnar Gagn og Gaman í Gerðubergi. „Eins vann ég til margra ára í Kramhúsinu með leiklistar- og spunanámskeið fyrir börn og fullorðna. Ég sé það núna hvað ég hef lært margt af nemendum mínum þar, séstaklega Sjeikspírunum, en það var hópur sem ég var með í fjögur eða fimm ár. Börnin eru alveg frábærir kennarar, hug- ur þeirra er svo frjór og þau kenna manni svo margt um sköpunarkraftinn og gleðina." Ekki er ólíklegt að þessi reynsla Hörpu hafi átt þátt í því að Guðjón Petersen leikhús- stjóri bað hana um að gera leikgerð upp úr bókunum um Blíðfinn og leikstýra verkinu, en þetta er fyrsta leikstjórnar- verkefni Hörpu í Borgarleikhúsinu. „Ég heillaðist strax af sög- unni um Blíðfinn sem leggur af stað út í óvissuna í leit að besta vini sínum, barninu. Leitin að barninu hjálpar Blíðfinni að þekkja sjálfan sig og smátt og smátt lærir hann að hlusta og treysta rödd hjartans. Þetta finnst mér áríðandi boðskap- ur í dag. Svo læddust inn í leikgerðina gleðigjafar úr seinni 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.