Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 45

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 45
starfsleyfi hafa fengið jaau á þeim tíma þegar sveitar- félög höfðu engin úrræði til að takmarka starfsemi þeir- ra. Staðirnir séu enn í dag lögmætir enda gert sérstak- lega ráð fyrir starfseminni í lögum frá Alþingi. Þeim verði því tæplega lokað án þess að bætur komi fyrir. Sveitarfélög geta útilokað starfsemina Vera ræddi við Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra í tengslum við löggjöfina sem snýr að nekt- arstöðum. Hún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um að leggja fram stjórnarfrumvarp til að banna nekt- arstaði eða veita sveitarfélögum heimild til að banna staðina. Hún bendir á að með breytingu á lögum um veitinga- og gististaði hafi sveitarfélögum verið gert kleift að setja sérstakar reglur um nektarstaði. Einnig hafi verið gerð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga þar sem kveðið var á um að svonefnd „lista- mannaundanþága" næði ekki til nektardansara sem nú þurfa atvinnuleyfi eins og aðrir útlendingar sem koma hingað til þess að vinna. Hún telur að með þeim lagabreytingum sem gerðar hafa verið og þeim reglum sem nú eru fyrir hendi sé sveitarfélögunum kleift að sporna við starfsemi nektardansstaða með ýmsum úrræðum. Aðspurð um hvort sveitarfélögum væri stætt á að útiloka með skipulagsbreytingum starfsemi sem er heimil með lögum og hvort þau sveitarfélög sem slíkt gerðu væru ekki að taka nokkra áhættu, sagði dómsmálaráðherra að sveitarfélög hefðu vfðtækar heimildir lögum samkvæmt til þess að hafa áhrif á hvers konar starfsemi gæti farið fram innan þeirra og að þau gætu útilokað starfsemi sem að öðrum kosti væri heimil. Hún segir dómstóla þó að sjálfsögðu vera opna öllum þeim sem telja á sér brotið og því væri ekki hægt að útiloka að einhver myndi höfða mál af þessu tilefni. Hún telur þó ekki sérstaka ástæðu til að ætla að bótaskylda stofnist ef ákvörðun um að framlengja ekki leyfi væri byggð á almennri stefnumótun og ef jafn- ræðis væri gætt milli aðila í sams konar rekstri. Dómsmálaráðherra telur ekki hafa verið sýnt fram á að þörf sé á lagabreytingum til viðbótar núverandi úrræðum enda hefði Reykjavíkurborg, þar sem flesta þessara staða er að finna, ekki látið verulega á þau reyna, þó nú væri ef til vill að verða breyting þar á. Hún segir sveitarfélögin nú þegar hafa ýmis úrræði til þess að hafa áhrif á starfsemi þessara staða og nægi þar að nefna stefnumótun aðalskipulags og breytingar á lögreglusamþykktum sem sveitarfélög geti átt frumkvæði að. Sveitarfélög þurfa lagalega heimild Konur f Samfylkingunni hafa látið málið til sín taka og Vera ræddi því við Guðrúnu Ögmundsdóttur, þingkonu flokksins. Hún sagði að mál nektarstaða væru til skoð- unar hjá þingflokknum og að þar væri unnið að því að finna lausn á málinu. Slíka lausn telur Guðrún þurfa að fela í sér að nektarstaðir verði bannaðir, eða að sveitar- félögum verði veitt heimild með lögum til að stöðva slíka starfsemi. Kristín Blöndal, formaður jafnréttisnefndar Reykjavfkurborgar, er ein þeirra sem barist hafa gegn nektarstöðum. Hún segir mikilvægt að sveitarfélög fái aukið lagalegt svigrúm til að koma í veg fyrir starfsem- ina og telur að þó einstakir þættir þjónustunnar sem nektarstaðir veita verði afnumdir, komi það ekki f veg fyrir þau vandamál sem stöðunum fylgja. Eftir sem áður verður þetta starfsemi þar sem gert er út á kvenlík- amann sem söluvöru. Einnig vill Kristín hefja umræðuna um nektarstaði upp á hærra plan. Hún vill ekki að umræðan snúist um svokallað „frelsi" kvenna til að iðka atvinnu sína og mik- ilvægi þess að uppfylla eftirspurn markaðarins heldur um niðurlægingu þeirra sem atvinnu hafa af líkama sínum á þennan hátt. Hún segir umræðuna alls ekki mega snúast gegn stúlkunum þannig að þær séu gerðar að sökudólgum heldur beri að leita leiða til að aðstoða þær til að snúa við blaðinu, sé það vilji þeirra. Nær sé að beina kastljósinu að þeim sem kaupa þjónustuna og skapa þannig eftirspurnina. Þá telur hún líka brýnt að ræða hvaða skilaboð við séum að senda börnum og unglingum með því að sætta okkur við staði þar sem kvenlíkaminn er til sýnis og jafnvel sölu eins og hver önnur vara. Er pólitískur vilji fyrir hendi? Mál nektarstaða er klárlega nokkuð flókið og því sérstök ástæða fyrir okkur sem byggjum þetta land að gefa því gaum. Ef sá vafi sem borgarstjóri talar um að leiki á því hvort löglegt sé að banna starfsemi nektarstaða er réttmætur, má búast við því að ekki leggi öll sveitar- félög landsins út í að stöðva slíkan rekstur og á það sérstaklega við um minni sveitarfélög með lítið fjárhagslegt bolmagn til að mæta skaðabótum f kjölfar málaferla. Verði þessi óvissa til að hamla baráttunni gegn nektarstöðum er greinilega þörf á lagasetningu sem annaðhvort bannar þá eða gefur sveitarfélögum heimild til þess. Hins vegar, eins og dómsmálaráðherra bendir á, eru sveitarfélögum ýmis úrræði fær samkvæmt lögum og t.d. geta þau sveitarfélög sem enn eru án nektarstaða sniðið skipulag sitt á þann máta að slíkri starfsemi sé þar hvergi ætlaður sess. Þessi leið veldur þó nokkrum vandamálum fyrir þau sveitarfélög, eins og Reykjavík, sem höfðu ekki slík úrræði þegar nektarstaðir komu fyrst til sögunnar hjá þeim. Sveitarfélög sem þannig er ástatt um þurfa því að bíða til ársins 2003, þegar starfsleyfi nektarstaðanna renna út. Ólíklegt er að eigendur nektarstaðanna sitji með hendur f skauti þangað til. Fari svo að starfsleyfin verið ekki endurnýjuð má búast við hörðum við- brögðum af þeirra hálfu því slík gullgæs sem nektar- staðir virðast vera á fslandi verður ekki gefin eftir baráttulaust. Mun þá koma í Ijós hvort pólitískur vilji sé fyrir hendi til að banna nektarstaði á íslandi fyrir fullt og allt. o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.