Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 42
Félagar Aðalheiðar í Bjargræðiskvartettinum, f.v. Gísli Magnason, Örn Arnarson og Anna Sigríður Helgadóttir. I sumar rættist draumurinn um að halda tónleika úti í Flatey. Að loknum tónleikum með kvartet- tinum Út í vorið og 4KLASSÍSKUM. Með félögum sínum í Six Pack Latino og núverandi samstarfsfólki í Trio Latino, Jóhönnu og Tómasi R. „Ég kynntist Kvennakirkjunni þegar ég var að spila undir hjá vinkonu minni, söngkonunni írisi Guðmundsdóttur. Síð- an var ég beðin að spila undir hjá kórn- um og gerði það um tíma en gerðist síðan félagskona í Kvennakirkjunni og hef stjórnað þar tónlistarmálum í mörg ár. Mér finnst þetta starf mjög skemmti- legt því ég hef fengið frjálsar hendur við að finna nýja söngva sem geta nýst Kvennakirkjunni og Þjóðkirkjunni allri. Ég hef lagt mig fram um að finna ein- falda söngva sem auðvelt er að læra og við höfum verið svo heppnar að eiga konur innan okkar raða sem hafa samið texta við mörg af þessum lögum. Nú vinn ég að þvf að nótnasetja þessi lög til útgáfu hjá Skálholtsútgáfunni. Ég er nýbúin að eignast forrit sem auðveldar mér þetta og ætla að grípa í slíka vinnu þegar á þarf að halda. Ég vona að þetta hefti muni komast í umferð innan kirkj- unnar þvf mörg þessara laga eru virki- lega grípandi og skemmtileg. Mér finnst þetta mjög skapandi starf og messur Kvennakirkjunnar hafa heillað mig. Ég spila ekki á orgel, heldur píanó og hef tekið virkan þátt í því að breyta messu- forminu. Fastur liður í messunum eru bænastundir þar sem lesnar eru upp bænir sem konur skrifa frá eigin brjósti, á milli þess sem ég spila. Þessar stundir eru oft mjög áhrifamiklar." ðalheiður segist hafa gaman af að spekúlera í mannsröddinni og hefur gert mikið af því að spila undir hjá söngvurum við ýmis tækifæri. Hún byrjaði snemma að vinna með Krístjönu Stefánsdóttur frá Sel- fossi, sem nú er að gefa út sólódisk eins og reyndar fris Guðmundsdóttir sem er að gefa út sinn fyrsta sólódisk þar sem hún hefur samið öll lögin og textana sjálf. Aðalheiður hefur einnig unnið mikið með Önnu Sigrfði Helgadóttur og þeirra samstarf þróaðist út í meira en bara samstarf einsöngvara og undirleik- ara. Fyrir nokkrum árum settu þær sam- an söngdagskrá í Kaffileikhúsínu þar sem þær kynntu gömul, íslensk dægur- lög og þá komu sér vel hæfileikar Aðal- heiðar við að grufla upp lög án þess að hafa nótur. Meðal þess sem var á dag- skránni voru lög eftir Hallbjörgu Bjarna- dóttur sem ekki eru til á plötum. Þær ferðuðust víða með þessa dagskrá, meira að segja út í Grímsey. „Upp úr þessu samstarfi okkar Önnu Sigríðar varð til Bjargræðistríóið þegar Örn, fyrrum sambýlismaður minn, gekk til liðs við okkur. Hann á nafngiftina og hugmyndina að því að nota hin ýmsu hljóðfæri. Síðan bættist Gfsli Magnason í hópinn og úr varð kvartett en hann er nú við nám í Hollandi svo nú erum við orðin tríó aftur. Ég verð að viðurkenna að þetta samstarf er ein skemmtilegasta vinna sem ég hef tekið þátt í. Ég radd- set sum laganna og syng með, ásamt þvf að spila á píanó og fleiri hljóðfæri, og tek þátt f öllu sprellinu sem við bú- um til í kringum þetta. Fyrsta verkefni okkar var söngdagskrá með lögum við texta lónasar Árnasonar og næst tókum við lög við texta eftir Ómar Ragnarsson og fluttum þá dagskrá í Kaffileikhúsinu og víða út um land. Það má segja um þessa vinnu að við tökum okkur ekki mjög alvarlega, en hins vegar reynum við að taka viðfangsefnin alvarlega. Við erum óhrædd að blanda saman gríni og alvöru og notum ýmis óhefðbundin hljóðfæri, t.d. hefur Örn komið sér upp Stradivarius - sög sem bíður þess að komast á svið. Við Anna Sigga stefnum að þvf að taka upp disk saman. Hún vill syngja ameríska standarda, eins og hún hefur gert mikið af, og kannski verða ís- lensk dægurlög á disknum. Mig langar Ifka að vinna meira með íslensk ein- söngslög og setja þau í annan búning. Ég er t.d. ánægð með útsetningu okkar Arnar á lagi Sigvalda Kaldalóns við texta Davíðs Stefánssonar, Lofið þreytt- um að sofa, en Jóhanna Þórhalls söng það á sólódisknum sínum." Það var svo í vor að 4KLASSÍSKAR settu saman söngdagskrána Vorfiðring og nú eru lög af þeirri dagskrá komin út á geisladiski sem ber heitið Fyrir austan mána og vestan sól. 4KLASSÍSKAR koma fram við ýmis tækifæri og er laga- valið léttklassfskt með dægurlaga fvafi. „í nafngift hópsins felst jafnréttisbarátta undirleikarans, sem oft er ósýnilegur," segir Aðalheiður og verður svolítið sposk. „Við erum oft spurðar hvar fjórða söngkonan sé - söngkonurnar eru bara þrjár en það er auðvitað ég sem er sú fjórða klassíska! Ég útsetti helming lag- anna á dagskránni og spila á píanóið svo mér finnst ekkert of mikið að fá að vera með í nafni hópsins." Það var Aðalheiði afskaplega mikil- vægt að geta látið gamlan draum rætast f sumar með sönghópnum 4KLASSÍSK- UM þegar þær fóru út í Flatey á Skjálf- anda um verslunarmannahelgina og héldu tónleika í gamla samkomuhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.