Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 25
Svipad ad eignast barn í sambúð og ekki í sambúð Ég eignaðist son 29. janúar sl., Margeir Sig- marsson, fyrir átti ég Jónas 6 ára og Hrönn 3 ára, Þorsteinsbörn. Ég er ekki í sambúð en Sigmar tók samt sitt mánaðar fæðingarorlof. Ég tók mitt orlof frá 1. febrúar til 31. júlí. Sig- mar tók sinn mánuð frá 15. júlí til 15. ágúst. Þegar ég fór aftur að vinna 1. ágúst þá var Margeir hjá pabba sínum á meðan ég var að vinna, sem mér fannst mjög gott þar sem ég þurfti þá ekki að koma honum í pössun hjá dagmömmu strax. Hann var hjá pabba sín- um fyrstu þrjár vikurnar. Faðir hans hefur alltaf sinnt honum mikið, ekki bara meðan hann var í orlofinu. Fyrst var hann bara með hann hjá mér en fór svo að fara með hann í klukkutíma f senn, sem smá lengdist svo. Hann svaf þó ekki hjá honum fyrr en hann var orð- inn níu mánaða, þar sem hann er enn þá á brjósti. Við höfum reyndar ekki alltaf verið sammála um hlutina en reynt þó að mætast á miðri leið. Síðasta tvo og hálfan mánuð hefur hann verið alltaf á föstudögum og laugar- dögum hjá pabba sínum. Það var reyndar mjög erfitt að þurfa að passa sig að vera ekki að hringja eftir honum þegar mér fannst hann vera búinn að vera lengi hjá pabba sínum, að læra að gefa honum góðan tíma með pabba sínum. En að fæðingarorlofinu. Mér finnst mjög gott að feður eigi nú rétt á sjálfstæðu, launuðu orlofi því að það er nauðsynlegt fyrir alla aðila, börn jafnt sem for- eldra. Þó finnst mér að orlof mæðranna megi vera lengra, að þær hafi sjálfar 6 - 9 mánuði og svo séu 3 - 6 mánuðir sem foreldrar geti skipt á milli sín og að einstæðar mæður fái þá 9 -12 mánuði í orlof. Þetta er fyrir utan sjálfstæðan rétt feðranna. Því að það er auð- vitað sjálfsagður réttur hverrar konu að ákveða sjálf hversu lengi hún hefur barn sitt á brjósti. Það er ekki auðvelt að vera með barn á brjósti og fara að vinna eftir 3 - 4 mánuði, að minnsta kosti hefði ég ekki getað hugsað mér það, nógu erfitt er að þurfa að fara að vinna eftir 6 mánuði. Þá er nú reyndar komið að tanntökunni hjá flestum börnum, með tilheyrandi pirr- ingi og hita og öðru sem því fylgir. Reyndar er þetta skoðun konu sem finnst sjálfsagt mál að hafa börnin eins lengi á brjósti og hægt er. Hin tvö var ég með í 12 og 13 mánuði og Margeir er ennþá á brjósti. Ég hef reynslu af því að eiga börn í sambúð og ekki í sam- búð, mér finnst reyndar ekki mikill munur á því út frá virkni feðranna. Það er auðvitað einstaklingsbundið, en að feður fái líka orlof er alger nauðsyn, fyrir mömmurnar líka. Aðalheiður Lúra Guðmundsdóttir, einstœð móðir og verkakona í Grundarfirði Flutt í Stykkishólmi 21. september 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.