Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 73
♦
Bréf frá Ameríku
Bryndís Schram
Veisla
í garðimam
Þið hefðuð átt að sjá þá. Þeir bókstaf-
lega steyptust inn um dyrnar. Eins og
sturtað væri af vörubíl. Flæddu um
húsið. Ég var skíthrædd um handmál-
aða postulínsvasa og rándýr glerborð í
eigu íslenska rfkisins. Þeir gösluðust
áfram eins og fílar í postulínsbúð. í
Hilfiger stuttbuxum og Nike striga-
skóm. (Jafnvel tíu ára guttar verða að
tolla í tískunni). Víðir bolir lufsuðust
um mjóa kroppana. Hrikalega voru
þeir nú sætir, annars. Allt vinir Stark-
aðar, dóttursonar míns. Hann er ís-
lensk urt sem var stungið niður í am-
erfska mold.
Mömmurnar stóðu í dyragættinni.
„Bless, elskan, ég sæki þig seinna."
Aðdáunarsvipurinn leyndi sér ekki.
Varla að þær gætu slitið sig frá þess-
um gersemum - þessum litlu dekur-
dýrum, sem höfðu líf þeirra í hendi
sér.
|á, það er einmitt rétt til orða tekið
- börnin í Ameríku hafa nefnilega líf
mæðra sinna í hendi sér. - En ég kem
að því seinna. - Ég horfði á þær vippa
sér um borð í klunnalega jeppa. Karl-
inn undir stýri. Spýtir í.
Undarlegt annars með amerískar
konur. Það er eins og þær gefist upp á
því að vera kynverur strax með fyrsta
barni. Verða eins konar rauðsokkur
gærdagsins. Skerða ekki hár sitt, nota
ekki brjóstahaldara, mála hvorki varir
né augnhár. Klæðast gallabuxum við
öll hugsanleg tækifæri. í hæsta máta
ósexý - en þess í stað hinar fullkomnu
mæður - eða hvað?
Strákarnir voru óstöðvandi, hávær-
ir þar að auki. Kunnu ekki fótum sín-
um forráð. Einhvern veginn tókst mér
að beina straumnum í gegnum húsið
og út í garð. Þar stóð afi með svuntu
á maganum og var að grilla oní strák-
ana. (Ég hafði sagt honum að það
væri enginn vandi. Hann gæti það
eins og hver annar).
Ég prísa mig annars sæla fyrir að
hafa ekki hlotið þau örlög að vera
móðir í Bandaríkjunum. Ég bjó bara á
ísafirði með mína fjóra krakka. Var í
fullu starfi. Fór allra minna ferða. Og
þetta lukkaðist einhvern veginn. Við
lifðum þetta af - bæði ég og börnin.
Ég veit ekki til þess að í Evrópu
séu konur litnar hornauga þó að þær
eigi börn og vinni utan heimilis. Þjóð-
félagið kemur jafnvel til móts við þær.
Fæðingarorlof, barnabætur, dagheim-
ili, sveigjanlegur vinnutími. Allt er
þetta löngu þekkt og talið til sjálf-
sagðra mannréttinda. En hér í Amer-
fku, drottinn minn dýri!
)æja, nú voru þeir komnir út í laug.
Vatnið gusaðist yfir hvítan dúkinn sem
ég hafði lagt á borð fyrir þá. Það var
ekki þurr þráður f kjólnum mfnum. En
ég beit á jaxlinn, bretti upp ermarnar,
staðráðin í að lifa þetta af.
Hvað var ég annars að segja? - |á,
það er óneitanlega skrítið að flytja til
Bandaríkjanna - á vit hinnar frjáls-
bornu þjóðar þar sem kvenréttinda-
hreyfingin stóð í blóma - og komast
að því að mannréttindl mæðra hafa
týnzt einhvers staðar á leiðinni. Hér í
landi er ekki tekið út með sældinni að
eiga börn og vinna jafnframt utan
heimilis. Þrýstingur samfélagsins er
svo þungur að þær blátt áfram neyð-
ast til að hverfa af vinnumarkaðnum
og snúa sér eingöngu að barnaupp-
eldinu. Mæður eru óæskilegur vinnu-
kraftur. f landi markaðshyggjunnar er
engin miskunn. Það er ekki spurt um
kynferði, heldur um starfshæfileika og
afköst. Börn eru til trafala.
Flestar mæður þessara stráka -
millistéttarkonur með þokkalega
menntun - hafa eflaust orðið að hætta
í starfi til þess að geta sinnt þessum
strákum þarna í lauginni. Þær hafa
orðið að kveðja vinalegu skrifstofuna f
hjarta borgarinnar, orðið að leggja til
hliðar kvenlegu dragtirnar og háu hæl-
ana. Hætta að fara út að borða með
starfsfélögum eða fá sér í glas eftir
vinnu. Lagt til hliðar drauma um
frægð og frama. Jafnvel orðið að fórna
litlu sporttýpunni, sem þær elskuðu
þó út af lffinu. En það er dýrt að reka
bíl. Annað hvort barn eða bíll!
Æ,æ, nú eru strákarnir komnir upp
úr lauginni aftur. Slafra í sig grillaðar
pylsur og kóka kóla. Tómatsósan spýt-
ist út um munnvikin. Klístrast íblautt
hárið. Svei mér þá! Handklæðin liggja
eins og hráviði á sundlaugarbarmin-
um. Hvað börn geta annars verið ótrú-
lega hrokafull. Þau halda að heimur-
inn snúist um þau, að þau séu kjarni
tilverunnar. Tillitslaus, frek og hávær.
Gæti hugsast að við mæðurnar ættum
einhverja sök á þessu?!
|æja, nú eru þær að tínast inn til
að sækja strákana. Það er varla að þær
gefi sér tfma til að heilsa. Dekurdýrin
ganga fyrir. Það þarf að þurrka þeim,
klæða þau í hverja spjör, setja sund-
fötin og handklæðin í tösku, minna
þau á að þakka fyrir sig. Þetta eru þó
engin smábörn lengur. Orðnir tíu ára.
En það leynir sér ekki, hver hefur vald-
ið, hver þjónar hverjum.
|á, það er nefnilega það: móðirin
er í vinnu hjá barninu. Og það er sko
fullt starf hér f landi, og meira en
það. Hún er á þönum allan daginn.
Svokölluð „fótboltamamma". Er það
nema von að hún leggi til hliðar háu
hælana og þröngu pilsin? Það er ekki
bara að hún þurfi að aka barninu fram
og til baka úr og í skóla. Síðdegis taka
við aukatfmar, dans, tónlist, íþróttir,
jóga, júdó og hvað þetta heitir. Börnin
mega ekki vera aðgerðarlaus. Verða að
fá útrás. Ekki má hefta sköpunargáf-
una. Svo er það heimavinnan og upp-
vaskið. Á kvöldin er efnt til funda í
skólanum. Mömmurnar virkjaðar. Það
þarf að safna peningum til tækja-
kaupa, ferðalaga, vísindarannsókna,
því að ekki borgar ríkið. Það vantar
kennara í sjálfboðavinnu. Mömmurnar
eru primus motor. Sjá fyriröllu. Redda
öllu. En fjandakornið! Þetta er ekkert
líf. Þær eiga enga stund aflögu, ekkert
einkalíf, engin áhugamál - annað en
barnið, blessað barnið. Það gengur
fyrir öllu. Og það gengur líka á lagið!
Veislunni er lokið. Strákamir
horfnir inn f stóru jeppana. Sárafáir
kvöddu eða þökkuðu fyrir sig. Ég sit í
stól og nýt þess að hlusta á þögnina.
Einhver snertir öxl mína. „Takk,
amma". Þetta litla orð bræðir hjarta
mitt. Bætir allt upp. íslensk urt í am-
erískri mold!
Með kveðju frá Ameríku,
Bryndís Schram
73