Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 27

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 27
Fœðingarorlof feðra Mér finnst hrœðilegt ef það er rétt að til standi að leggja niður fœðingardeildina á Egilsstöðum og œtla konum að fara suður eða norður til að eiga. Frelsisskerðing að loka litlum fæðingardeildum En jæja, loks kom að því að von var á fjölgun og þá vor- um við aftur gjaldgeng í samfélaginu. Síðan ég átti syni mfna tvo hefur afstaða mín til barna og barneigna breyst. Það gefur lífinu gildi að fylgjast með vext'i og þroska litlu krílanna og gaman að sjá hvernig þau læra á lífið. Ég finn það reyndar líka að þetta gjörbreytir möguleikum til vinnu, það er ekki hægt að hlaupa frá krökkunum og vera allan daginn í fjárhúsunum eða hesthúsinu eins og var. Annaðhvort þarf mamman eða pabbinn að vera nálægt, eða fá pössun, sem oft er barnapía á surmrum. Reyndar erum við svo heppin að á Hallormsstað er afskaplega heimilislegt lítið barna- heimili þar sem strákarnir hafa verið tvo daga í viku í vetur. Þetta er mikil tilbreyting bæði fyrir þá að kynnast fleiri börnum en líka okkur foreldrana og hægt að nýta tímann til verka sem annars væri erfitt að vinna með smábörn í pilsfaldinum. Þetta er samt töluverð fyrin höfn þvf það tekur um klukkustund kvölds og morgna að keyra þá úr og í leikskólann. Þá ætla ég að nefna nokkur atriði sem tengjast með- göngu og fæðingu barns þ.e. fæðingardeildina, fæðing- arorlof og greiðslur í fæðingarorlofi. Ég var svo heppin að vera hraust á meðgöngu og þrátt fyrir aldur mátti ég náðarsamlegast vera á Egilsstöðum að fæða mín börn. Reyndar fæddist seinni strákurinn heima og skaust í heiminn á tæpri klukkustund. Mér finnst frábært að það skuli vera fæðingardeild hér í heimahéraði og raunar sjálfsögð mannréttindi. Ljósmæðurnar verða mæðrum kunnugar og það er dekrað við mann í sængurlegunni og allt gert til að nýbökuðum mæðrum líði sem best. Eldri strákurinn fæddist til dæmis á miðjum sauðburði þegar var allt brjálað að bera og þá fékk ég að vera lengur á fæðingardeildinni áður en ég fór heim. Ég vil kalla það hagkvæmni smæðarinnar að hafa margar smáar fæðingardeildir um allt land. Og mér finnst það hræðilegt ef það er rétt að til standi að leggja niður fæðingardeildina á Egilsstöðum og ætla konum að fara suður eða norður til að eiga. Vissulega eru þau tilvik til þar sem nauðsyn er að eiga kost á sjúkrahússfæðingu, en í flestum tilfellum er fæðing eðlilegur hluti af náttúr- unni og á ekki að vera í hálfgerðri færibandavinnu á stórum sjúkrahúsum. Þar er hætt við að konan verði í 2. sæti við fæðinguna. Auk þess er þetta dýrt fyrir for- eldrana, ferðirnár dýrar og annaðhvort þarf að troðast upp á ættingja og vini meðan beðið er fæðingar, eða leigja húsnæði. Og ætli pabbinn að vera viðstaddur þarf hann að taka sér lengra frí frá vinnu en annars, það þarf að koma eldri börnum fyrir og bændur þurfa að fá afleysingafólk til að sjá um búin á meðan. í mínum huga er lokun lítilla fæðingardeilda eins og á Egilsstöð- um ekkert annað en frelsisskerðing verðandi foreldra og ég vona að hægt verði að koma í veg fyrir slík heimsku- pör. Raunar er þetta bara að spara eyrinn en kasta krónunni. Ætti að lengja orlofið í ár Fæðingarorlofið hefur sem betur fer verið að lengjast. Og ég get ekki skilið hvernig konur komust af með mán- aðar fæðingarorlof. Mér finnst ekkert veita. af þeim 6 mánuðum sem fæðingarorlofið var komið í og það ætti skilyrðislaust að lengja það í árið. Mér fannst þess vegna skrítið að sjá að í nýju fæðingarorlofslögunum sé verið að stytta fæðingarorlof mæðra í 3 mánuði til að feður geti í staðinn verið í 6 mánaða fæðingarorlofi, hvað sem þeir voru annars að fæða. Af hverju í ósköp- unum má fæðingarorlof móður ekki að minnsta kosti haldast óbreytt, þótt til viðbótar komi orlof föður til að geta verið heima hjá konu sinni og afkvæmi? Mér finnst þetta blandaða þriggja mánaða fæðingarorlof foreldra ekki eiga neitt skylt við jafnrétti, frekar að verið sé að snobba fyrir jafnréttinu því það er móðirin sem elur barnið og á, ef allt er eðlilegt, að brjóstfæða barn sitt a.m.k. fyrstu 6 mánuðina eða lengur og það er örugglega fullt starf að leggja þannig grunninn að hraustum og þroskamiklum krakka, sem síðan á allt lífið framundan til að kynnast föður sínum. Það er a.m.k. mín reynsla að báðir synirnir voru mínir, þ.e. mömmustrákar, þann tíma sem þeir voru á brjósti, annar í 22 mánuði og hinn í 17 mánuði. En eftir það urðu þeir miklir pabbastrákar og dýrka að fá að vera með pabba sínum og helst í traktor. Kýr þarf að mjólk, kindur að fóðra... Greiðslur í fæðingarorlofi sýnist mér að muni ekki breyt- ast hjá sveitakonum við nýju lögin, trúlega ná fæstar lágmarkstölunni 74.867 í reiknuðu endurgjaldi, en það getur breyst ef þær sækja vinnu utan heimilis stóran hluta ársins. Þá gætu þær fallið undir 80% regluna. Reyndar má Ifta svo á að hjá þeim bændakonum sem eingöngu fá sín laun á búinu séu greiðslur í fæðingaror- lofi hrein viðbót við tekjur þeirra, því búin gefa af sér sínar föstu tekjur sem breytast ekki við fæðingu barns. Reyndar hef ég líka þá trú að flestar haldi áfram að vinna við mörg bústörf fljótt eftir barnsburð, kýr þarf að mjólka, kindur að fóðra, heyskapur er á sumrin og síðast en ekki síst lokar mötuneytið aldrei á sveitaheimili. o Flutt á Reyðarfirði 23. maí 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.