Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 48

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 48
Daginn sem Waris litla, þó fimm óra, var umskorin máttu (DÚsundir annara stúlkubarna, flestar á aldrin- um 4 - 10 ára, gangast undir mis- munandi alvarlegar aðgerðir á kyn- færum sínum. Margar þeirra hafa síðan lifað við ævilangan sársauka og heilsubrest. Daglega eru sex þús- und stúlkubörn umskorin og hundruð þeirra láta lífið vegna blæðinga, sýkinga og stífkrampa. Loksins fáum við að heyra rödd einnar þessara kvenna og þau sem halda því fram að limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna sé menningarlegt fyrir- bæri sem eigi rétt á sér, hljóta að endurskoða afstöðu sína. Waris Dirie segir okkur sögu sína af einlægni og hispursleysi þess sem hefur lifað af. „Þú spjarar þig.." var veganestið sem hún fékk frá móður sinni þegar hún hljóp út í eyðimörk- ina frá árþúsunda gömlum og að því er virðist ódauðlegum hefðum sem neyddu hana, barn að aldri, í hjóna- band með öldungi. Hefðum sem eru svo ævafornar að enginn veit lengur hvaðan þær eru upprunnar eða hvers vegna þær urðu til. Hefðum sem halda milljónum stúlkna og kvenna í viðjum fáfræði og hjátrúar eins og svo glöggt kemur fram í frásögn hennar. Umskurðinn gat hún ekki flúið enda var hann sveipaður eftir- væntingu en um leið hvíldi bann- helgi á öllu honum viðvíkjandi. Tog- Bækur Eyðimerkurblómið Ævisaga Waris Dirie JPV forlag streitu barnsins við að gera það sem rétt þykir og móður hennar þóknan- legt, og síðan þess að takast á við afleiðingar þessa lífshættulega verknaðar, er vel lýst. í dagrenningu er Waris lögð á stein þar sem ytri kynfæri hennar eru sörguð í burtu með bitlausu rakvélablaði sem er hreinsað með hráka þess sem skar. Waris lýsir verknaðinum eins og aflimun og kallar hann réttilega pynd- ingarog konuna sem skar, Morð- kvendið. Eftir aðgerðina fær hún sýk- ingu í sárið og er látin liggja fárveik alein í kofa fjarri fjölskyldunni. Fætur hennar eru reifaðir frá nára og niður að ökklum vikum saman og sársauk- inn við þvaglát er óbærilegur. Þegar sýnt er að hún lifir af staulast hún um, barnið sem áður klifraði í trjám og hljóp eins og blettatígur. Að halda uppi háu brúðarverði Þessi tegund umskurðar nefnist infi- bulation og er eingöngu gerð í norð- austur horni Afríku, eða í um 15% til- vika af öllum aðgerðum. Aðgerðin felur í sér afnám snípsins og innri barma og er innri hluti ytri barma jafnframt fjarlægður og ytri barmarn- ir síðan saumaðir saman. Infi- bulation er dregið af fibula, sem er einhvers konar áhald sem stundum er notað til að legga yfir sárið til að hægt sé að sauma fyrir leggöngin, (þýtt sem kynfæralokun í bókinni). í tilviki Warisar eru göt gerð á holdið með þyrnum og það þrætt saman með bómullargarni. Smá op er skilið eftir, svo smátt að þvag og blóð rétt seytlar út. Tíðni dauðsfalla af völd- um umskurðar er ekki kunn. Giskað hefur verð á að allt að 25% stúlkn- anna látist. Kostnaður þessa fátæku samfélaga af umskurði hlýtur að vera gífurlegur. í frásögn Warisar kemur fram að vinnuframlag hennar er um- talsvert og engin þeirra systra sækir skóla. Sex ára gömul ber hún ábyrgð á 60 dýra hjörð og sýnir ótrúlega kænsku og útsjónarsemi. Að leggja hana í lífshættu og dæma til að vera óvinnufæra a.m.k. eina viku í hverj- um mánuði vegna tfðaverkja, skilst einungis í því samhengi að verið sé að tryggja henni þá einu stöðu sem hún á vísa, þ.e. að verða eiginkona. Þessu til viðbótar tekur „kerlingin" háar upphæðir fyrir skurðinn. Fæstar konurtengja heilsufarsvandamál sín við umskurðinn og Waris lærði hvað það þýddi að vera afrísk kona, „að kunna að þola kvalir án þess að kvarta, viljalaus eins og barn". Ein systra hennar og frænka létust af völdum umskurðar. Óumskorin kona f lokuðum og einangruðum samfé- lögum er úrhrak og dæmd til vænd- is. Brúðarverð Warisar, sem var óspjölluð mey og með hennar eigin orðum þ.a.l. vinsæl markaðsvara, var fimm kameldýr. Waris leggur áherslu á að tilgangur umskurðarins sé að tryggja það að stúlkan sé hrein mey til að halda brúðarverði hennar háu. Islam krefst ekki umskurðar en eins og oft áður hafa hefðin og trúin orðið eitt. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.