Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 70

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 70
TUNGLGYÐJA I LEIT AÐ TVIFARA Medúsan, Oddný Sen, Salka, 2000 - Skáldsaga Medúsa ergælunafn á Maríu Konsjalov- skí, íslensk-rússneskri stúlku sem alin er upp á íslandi. Hún og bróðir hennar, Igor, verða fyrir einelti í skólanum vegna uppruna síns og bindur jaað þau sterk- um böndum. Þegar María kemst á ung- lingsaldur og fær áhuga á strákum lítur Igor á það sem höfnun og afneitar henni. Þrá hennar eftir að sameinast öðrum einstaklingi eins og hún gerði í æsku með bróður sínum verður til þess að hún velur sér óheppilega elskhuga sem aftur og aftur valda henni vonbrigðum. María er þó ekkert fórnarlamb, hún hef- ur dulræna hæfileika sem hún nýtir sér út í æsar þegar hún vill það við hafa. AÐ LEITA AÐ BETRI HELMINGNUM Cegnumgagnandi þráður í sögunni er tvífaragoðsögnin; „að hver manneskja eigi tvífara einhvers staðar í heiminum sem er í raun týndur helmingur af sál- inni. Þessi tvífari er jafnframt boðberi dauðans vegna þess að ef þú sérð hann máttu ekki horfa í augun á honum, þá deyrðu." (286). Önnur útgáfa þessarar goðsagnar er kenning Platóns um tvífar- ana; að guðirnir hafi skipt hinni full- komnu mannveru í tvo helminga sem eyða lífinu í að leita að mótparti sínum. Tvífarapælingin er vel unnin og sann- færandi í gegnum alla bókina. „Ég óska þess að kynnast hinni fullkomnu ást," segir María og leggur af stað að leita hennar í mönnum sem henni finnst endurspegla sig (144). Leit Maríu að tví- faranum er líka þrá hennar eftir bróð- urnum, Oft telur hún sig hafa fundið tví- farann, þrátt fyrir ýmsa vankanta þar á, því „daufar eftirmyndir reynast yfirleitt skammgóður vermir" (287). Hver maður sem hún kynnist færir hana þó nær tak- markinu. „í goðsögnunum um tvífarana segir frá fullkominni ást og fullkomnu hatri," ... "Þótt nærvera tvífara geti boð- að yfirvofandi dauða er tvífarinn alltaf hluti af sál þinni. Þú ein býrð hann til. Þú hefur sagt mér að Gunnar væri þú sjálf í karlmannsgervi; tvífari hins versta í sjálfri þér" (170). AÐ LESA MEDÚSUNA í byrjun lét ég fara í taugarnar á mér að notað var orðið 'skilnaður' þegar átt er við að tveir unglingar hætti saman og hugtakið 'samlíf' vissi ég ekki að nokkur notaði. Þá átti ég erftitt með að átta mig á hvort skáletruðu kaflarnir væru draum- ar eða veruleiki. Þá eru óþarflega margar prentvillur. Eftir því sem leið á bókina gleymdi ég svoleiðis smámunum og sökkti mér ofan í frásögnina af leit Mar- íu að tvífaranum og ástinni. Tímabil sögunnar er frá 1975 og fram á níunda áratuginn og virðist engin sérstök ástæða vera fyrir því. Helst sést tíðar- andinn á klæðaburði sögupersónanna og er skemmtilegt að lesa þær lýsingar, þar sem hverju smáatriði eru gerð ítar- leg skil. Áhersla er reyndar mikil á fatn- að og útlit. Allar konur í bókinni eru af- skaplega fallegar. Ótrúlega mikið lagt upp úr útliti þeirra og fegurð. Senniiega er það til að undirstrika minnimáttar- kennd Maríu en þar sem hún verður svo ein þessara fögru kvenna, missir áhersl- an á þessar andstæður marks. María lærir sálfræði en námið fellur í skugg- ann af karlamálum hennar og hún fer í mastersnám til Parísar að því er virðist án nokkurs áhuga. Þar reynir hún í fyrsta sinn að rýna í eigið sálarlíf, nokkuð sem ég hélt að flestir sálfræðinemar gerðu fljótlega. Hún virðist ekki velta fyrir sér að hafa nokkuð samband við Igor, þótt nokkuð Ijóst sé að aðskilnaðurinn við hann sé rót allra hennar vandamála. Maríu dreymir oft dagdrauma þar sem hún er Ijónatemjari í sirkus. Hún heldur á svipunni og Ijónin lúta valdi hennar og vilja. Þetta er jafnframt einkennandi fyrir samskipti hennar við karlmenn. Hún nýtur þess að hafa vald og misnot- ar það að vild, sannkölluð femme fatale. Elskhugarnir kalla hana Lólítu, Medúsu, tunglgyðju. Það er eins og hún sé ekki persóna af holdi og blóði heldur goð- sögn, ósnertanleg, fjarlæg. Mörkin milli raunveruleika og fantasfu eru oft óljós í þessari sögu. Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Er það óskhyggja Maríu að hún drepi menn? Senurnar í Feneyjum minna talsvert á smásögu Daphne du Maurier, Don't Look Now, þar sem und- arlegar verur skjóta skelk í bringu. AÐ GETA EKKI ORÐA BUNDIST Bókin skilur lesandann eftir með hæfi- lega mikið af spurningum, sem er hið besta mál. Hún er ágæt að mörgu leyti. EN ... Það særir mína kvenréttu vitund að lesa (enn einu sinni) yfirgengilega neikvæða lýsingu á feminista. Valgerður vinkona Maríu gerist kvenréttindakona og þar með verður hún hefnigjörn og frek. Hún velur sér karlmenn eftir því hvort þeir geta komið henni á framfæri og ætlast til undirgefni af Maríu. Val- gerði er lýst þannig; „hún hafði breyst. Ef til vill var það logandi ofstækishitinn í dökkum augunum, snjáð og drusluleg fötin sem hún klæddist og rauður tó- baksklúturinn sem hún bar um hálsinn." „Augu Valgerðar loguðu af æsingi" og „ég sá ekki betur en hönd hennar skylfi" (174). „Mér fannst loftið í kringum hana titra af reiði gagnvart sjálfri sér, lífinu, öllu" og „ég skildi ekki þetta tötrum klædda ofstækiskvendi sem minnti á meðlim f sértrúarsöfnuði" (175). „Val- gerður er orðin krossfari. Hún gengur allt of langt í hugmyndum sínum. Það liggur við að hún vilji láta gelda alla karlmenn" (177). Það er svekkjandi að lesa svona neikvæðar lýsingar á eina feminista bókarinnar. Þurfum við á fleiri röddum að halda sem halda á lofti þessari gömlu niðurrifsklisju? Reylgavílairborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.