Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 19
Fœðingarorlof feðra I i Þriggja barna húsfaðir ■ fædingarorlofi Friðfinnur Hermannsson framkvœmdastjóri ó Húsavík Ég komst sem sé fljótt að því sem margir vissu ó undan mér að heimilisstörf eru ókaflega lítils met- in og eftir þeim er helst tekið ef þau eru ekki unnin. næstumánuði og eftir fyrstu þrjá mán- uðina tæki ég fjögurra mánaða fæðing- arorlof. Þetta var mér mikið tilhlökkun- arefni. Þegar fyrsta barnið fæddist var ég að vinna á endurskoðunarskrifstofu ogdrengurinn kom íheiminn 13. maf. Það var á mesta annatíma ársins á end- urskoðunarskrifstofunni svo þá var ekki um að ræða að taka sér neitt frí. Seinni drengurinn fæddist í júlí svo ég gat verið í sumarfríi en ekki var um neitt fæðing- arorlof að ræða. Þetta var því alger bylt- ing fyrir mig frá því sem áður var. Og eins og fram hefur komið hlakkaði ég til. Ég sá þetta fyrir mér í dálftið Ijósrauð- um bjarma. Ég ætlaði að dunda mér við dóttur mína á milli þess sem ég lærði betur á forrit eins og power point, page maker og fleiri slfk. Málið væri bara að laga einu sinni vel til og hafa svo sterka stjórn á fjölskyldumeðlimum þannig að hver sæi um sig og sitt umráðasvæði. Eins myndi ég nýta mér þessa fjarlægð frá vinnustaðnum og þessi notalegheit til að hugsa upp enn fleiri snilldarbrögð til að bjarga landsbyggðinni frá glötun. Ég só þetta fyrir mér í dólítið Ijósrauðum bjarma. Ég ætlaði að dunda mér við dóttur mína ó milli þess sem ég lærði betur ó forrit eins og power point, page maker og fleiri slík. Raunveruleikinn var nokkuð frá- brugðinn þessu. Nú var það ekki svo að ég hefði aldrei komið ná- lægt húsverkum áður og svo hefði ég á einu dægri tekið yfir allan pakkann - en það þreyttist margt. Mitt sérsvið hefur alltaf verið eldhúsið. Þar er ég á heima- velli og nýt mín vel. Önnur húsverk leika mér ekki eins vel í hendi og þvotta- vélina kunni ég ekki á. Síðasta árið höfðum við reyndar haft húshjálp sem kom einu sinni í viku og þreif gólf og klósett. Þetta tók ég nú yfir sem heima- vinnandi húsfaðir ásamt öðru sem varð að vinna. Og fljótlega fór ég að sjá heiminn í nýju Ijósi. Ég komst sem sé fljótt að þvf sem margir vissu á undan mér að heimilisstörf eru ákaflega lítils metin og eftir þeim er helst tekið ef þau eru ekki unnin. Þetta eru líka verk án nokkurs enda og ótrúlegt hvað ungir fjölskyldumeðlimir sína litla tillitssemi og láta illa að stjórn. Svo er líka mikil vinna að sinna kornaþarni, ekki síst þeg- ar maginn er ekki alveg f lagi svo það sem þangað kemst niður hefur tilhneig- ingu til að koma fljótt upp aftur. Ég varð líka fljótlega var við talsverða ein- angrunartilfinningu. Ég sem var vanur að standa í hringiðunni miðri var nú með heimilið og umönnun barna sem aðalverkefni. Ég var reyndar ekki alveg úr tengslum við vinnuna. Sum verkefni gat ég ekki komið yfir á aðra og hélt á- fram að sinna, en þetta var ótrúleg breyting frá því sem áður var. Mér fannst líka að ég væri hættur að fá póst - þetta var allt til konunnar. Það gekk meira að segia svo langt að ég kíkti í símaskrána til að gá hvort ég væri ekki örugglega enn þar! Eldhússtörfin gengu reyndar ágætlega enda verið minn heimavöllur um langt skeið. Yiðhorf samfélagsins hefur verið með ýmsu móti. Þær sem hafa sýnt jákvæðustu viðbrögðin eru konur á mínum aldri. Karlmönnum sem komnir eru yfir miðjan aldur finnst þetta sumum stórskrýtið og til eru gamlar konur sem finnst þetta hið versta mál og að karlmenn geti ekki sinnt þessu hlut- verki sem skyldi. Finnst jafnvel að þær konur ættu að skammast sín sem láta föðurnum eftir þau störf sem þær eiga að sinna. Félagarnir hafa sumir áhyggj- ur af því að ég sé að einangrast. Við- brögðin í vinnunni eru miög góð og gaman að líta þar við með stelpuna af og til en þó hef ég heyrt að sumum finn- ist þetta dálítið skrýtið. Viðbrögðin eru þó fyrst og fremst góð og flestum finnst þetta afar jákvæð þróun. Fyrir mig er þetta Ifka afar jákvæð og mikilvæg upp- lifun. Þó ég hafi talið mig vinna öll heimi 1 isstörf áður þá er þetta öðruvísi. Stærsta breytingin sem þessi nýju lög um fæðingarorlof valda verður þó ekki inn á heimilunum heldur f fyritækjun- um. Með því að viðurkenna með svo rækilegum hætti að uppeldi og umönn- un barna séu á ábyrgð beggja foreldra þá held ég að við höfum stigið stórkost- legt skref í átt til frekara jafnréttis í þjóð- félaginu, öllum til hagsbóta. Það hvað mikill einhugur er um lögin, bæði á Al- þingi og hjá atvinnurekendum og verka- lýðsforystu, er líka mjög mikilvægt og góðs viti. Með þessum lögum er stigið stórt skref til þess að koma hér á fjöl- skylduvænna og réttlátara samfélagi. Vonandi verður framhald á slíku því að ekkert er mikilvægara nú um stundir en að tryggja það að fólk haldi áfram að eignast börn og að fiölskyldum séu skapaðar þannig aðstæður að þær vaxi og dafni í framtíðinni. Flutt í Reykjavík 12. nðvember 2001 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.