Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 57

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 57
♦ Völd og áhrif kvenna fara þverrandi Aðspurð hvort gagnýni hennar og íslensku jafnréttislög- in hafi skilað einhverjum árangri kveðst Gerður ekki vita það enn. Þingnefndin sendi drögin til yfirlestrar hjá fjölmörgum stofnunum og samtökum og úr því er verið að vinna. í framhaldi af þessu spyr ég um hlut kvenna á þingi. „Hlutur kvenna á þingi fer minnkandi. Við kosn- ingarnar 1996 fór hlutfallið niður í 11%, hafði verið 17%. Frá byltingu Sandínista 1979 og til 1990 var hlutur kvenna mjög mikill. Þærtóku fullan þátt í byltingunni, börðust og féllu á vígvellinum og það var markmið að konur tækju þátt í öllu. Sandínistar eru með kvótakerfi hjá sér og konur urðu því mjög áhrifamiklar innan hreyfingarinnar. En eftir að þeir töpuðu kosningunum 1990 hefur dregið mjög úr þátttöku og áhrifum kvenna á flestum sviðum þjóðlffsins." Gerður segir að kvenrétt- indasamtökin í landinu séu öflug en þar sem rætur þeirra liggja hjá Sandínistum hljóti þau ekki mikla náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar sem er neo-líberal (ný- frjálshyggja) og mjög hægri sinnuð. Gerður segir að þótt hún hafi alltaf haft áhuga á jafnrétismálum þá hafi þau ekki brunnið á henni hér heima, henni hafi aldrei fundist hún misrétti beitt sökum kynferðis. í Nígaragúa er þessu öðruvísi farið. „Þarna úti finn ég virkilega fyrir þessu. Ég hef kynnst konum í gegnum starf mitt og séð hvað staða kvenna er hrikalega slæm. Allt að 70% þjóð- arinnar býr undir fátækramörkum, á um helmingi heim- ila eru bara konur með börn en enginn eiginmaður því þeir yfirgefa konur og börn." Ég gríp inní og spyr hvað verði um karlana. „Þeir fara bara til þess að eiga betra líf einir eða með annarri konu. Mjög margir fara til Bandaríkjanna eða til Costa Ríka til að vinna og skila sér aldrei aftur. Þetta brotthlaup er mjög algengt og framhjáhald er sjálfsagður hlutur. Þeir karlar sem tolla hjá konum eiga þá yfirleitt að minnsta kosti eina aðra og oft eru þeir með tvær fjölskyldur á framfæri - eða ekki á framfæri. Það er gífurlegt atvinnuleysi og fátækt. Sífellt færri börn á skólaskyldualdri (7-14 ára) stunda nám, eða 75%. Læsi fer minnkandi, einkum í sveitun- um. Möguleikarnir sem konur hafa eru mjög litlir og einstæðar mæður enga. Það sem þær geta gert er að selja sfgarettur og tyggjó úti á götum, þær standa á gatnamótum og selja hvaðeina sem þær koma höndum yfir." Ég spyr hvort stúlkur fari frekar á mis við nám en drengir. „í grunnskólunum er jafnt af strákum og stelp- um. Það eru þó færri stelpur í skóla í sveitunum. En því hærra sem farið er í menntunarstigið, því færri konur. Og í háskólunum er talsverður munur. Það segir sig sjálft að ef fjölskyldan er fátæk og aðeins hægt að senda eitt barn í skóla þá er strákurinn sendur. Þrátt fyrir að skólinn eigi að vera ókeypis þá þarf að kaupa skólabúning, bækur, koma börnunum í skólann, gefa Karlarnir fara bara til þess að eiga betra líf einir eða með annarri konu. Mjög margir fara til Bandaríkjanna eða til Costa Ríka til að vinna og skila sér aldrei aftur. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.