Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 56

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 56
Erla Hulda Halldórsdóttir Meðal kvenna í Nígaragúa Gerður Gestsdóttir mannfræðingur hefur búið og starfað í Nígaragúa síðastliðið hólft annað ór en kom heim í stutt frí í sumar. Eg hitti Gerði og spurði hvers vegna í ósköpunum hún hefði farið til Nígaragúa. „Ég lauk MA-prófi í mannfræði í Englandi fyrir nokkrum árum og skrifaði lokaritgerðina mína um pólitíska og efnahagslega þróun f Nígaragúa. Mér fannst kominn tími til að kynnast landinu." Hún fór því utan í þriggja mánaða spænskunám en heillaðist af landi og þjóð og fór fljótlega aftur, að þessu sinni til að leita sér að vinnu. Það tókst eftir nokkra leit og nú starfar hún sem sérfræðingur og ráðgjafi hjá innlendu ráðgjafafyrirtæki. Nánar tiltekið þá er hún sérfræðingur í öllu því sem við- kemur félagsvísindum, konum, ungmennum, menntun og fleiru sem til fellur. Ég hef haft njósn af starfi Gerðar þann tíma sem hún hefur dvalist ytra og veit að hún hefur komið nálægt þróunaraðstoð og lagt lóð á vogar- skálarnar við að rétta hlut kvenna. Ég bið hana að segja frá starfinu, einkum því sem snertir konur. „Við seljum sérfræðiþekkingu okkar aðallega til þróunarverkefna sem eru á vegum ýmissa samtaka og stofnana, t.d. á Norðurlöndunum en einnig Sameinuðu þjóðanna. Við vinnum talsvert með konum enda er mikil áhersla á konur í þróunarverkefnum núna. Ég hef t.d. verið að gera eigindlega úttekt á áhrifum finnsks verkefnis sem miðar að því að draga úr fátækt og auka kraft kvenna. Við höfum verið í verkefni sem á að leiða saman öll samtökin sem vinna gegn ofbeldi á konum. Og við höf- um haldið námskeið þar sem starfsmönnum þróunar- verkefna og sveitarfélaga er kennt að taka konur til greina þegar starfsemin er skipulögð." Margar konur í rekstri smáfyrirtækja Áður en Gerður fór í fríið var hún að þróa námskeið fyrir konur sem reka smáfyrirtæki. Námskeiðin eru haldin á vegum samtaka kvenna í fyrirtækjarekstri, en þau voru stofnuð í mars á þessu ári. Námskeiðunum er ætlað að þjálfa konur f að reka fyrirtæki sfn, kenna þeim að sjá og þekkja ný markaðstækifæri og að efla tengsl sín á milli. Fjallað er um lán og lántökur, hvernig á að færa bókhald og einfaldlega allt í sambandi við rekstur. Gerður segir mörg vandamál sem þurfi að takast á við hjá þessum konum og eitt þeirra sé að þær meti ekki vinnu sfna til fjár. „Þær reikna ekki með sjálfum sér sem vinnukrafti þegar kemur að því að reikna út kostnað. Konur hafa auk þess oft margfalt vinnuálag. Eiginmað- urinn aftur á móti rekur t.d. búðina á daginn, kemur heim f kvöldmatinn og horfir svo á sjónvarpið. Konan tekur þá við búðinni en sér líka um börnin, heimilið og allt. Konur eiga auk þess miklu erfiðara en karlar með að fá lán í opinbera lánakerfinu, þær fá lægri upphæðir og hærri vexti." Þetta er einmitt eitt af því sem áður- nefnd samtök kvenna í fyrirtækjarekstri vilja breyta. Gerður segir ástæður þessa margvíslegar. Sumt megi skrifa á gamaldags karlrembu, svo sem að konum sé ekki treystandi fyrir peningum og að konur eigi ekki að standa í rekstri. En eitt stærsta vandamálið er að konur eru ekki skráðar fyrir eignum sínum og hafa því engar ábyrgðir fyrir lánum. „Fjöldi kvenna sitja einar á sveita- bæ sfnum en eiginmennirnir, sem fóru til Bandaríkj- anna fyrir fjölda ára og hafa hvorki heyrst né sést síðan, eru skráðir fyrir eignunum. Þær fá þvf ekki lán út á eignina." íslensk áhrif í jafnréttislögum Nígaragúa? Vinna Gerðar hefur ekki eingöngu falist í námskeiðum fyrir fátækar og oft lítt menntaðar konur. Fyrsta daginn í vinnunni fékk hún það verkefni að lesa yfir drög að fyrstu jafnréttislögum Nígaragúa sem þá voru í meðferð þingsins. Hún segir að þessi drög hafi í raun ekki verið annað en stefnuyfirlýsing, ekkert um beinar aðgerðir til þess að bæta ástandið og í því fólst gagnrýni hennar. Hún hélt að gagnrýnin væri aðeins ætluð yfirmanni hennar en hún reyndist vera fyrir þingnefndina. Svo fór að Gerður fundaði með nefndinni og í framhaldi af því þýddi hún íslensku jafnréttislögin fyrir hana. Sjálf kveðst hún sannfærð um að það sé ekki raunverulegur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að bæta stöðu kvenna. Lagagerðin og þingnefndin sé einungis til þess að slá ryki í augu almennings vegna þingkosninganna í nóv- ember. „Ég held þeir séu bara að gera þetta til þess að sýna að þeir séu að sinna konum - sem þeir eru ekki að gera af því að á sama tíma og þeir settu saman þessa þingnefnd þá fjársveltu þeir áætlun sem gerð var eftir síðustu kosningar (1996) og átti að draga úr ofbeldi á heimilum. Það er búið að setja upp nefndir um allt land til þess að vinna að jafnréttismálum og gegn ofbeldi en svo er enga peninga að fá. Maður skilur ekki alveg hvar áhersian liggur." 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.