Vera


Vera - 01.12.2001, Síða 12

Vera - 01.12.2001, Síða 12
Mér finnst... Konur eru ekki konum verstar_____ Sigríður Elín Þórðardóttir, félagsfræðingur ó Sauðórkróki Mér finnst frábært að fá tækifæri til þess að segja það sem mér finnst. Og mér finnst sorglegt að enn eru hugmyndir um kynbund- in einkenni við lýði. Meðal annars í tengslum við for- eldrahlutverkið, stjórnunarhæfileika, tilfinninganæmni og áhuga á kynlífi. Þessir þættir voru meðal annarra sem mældir voru í þjóðarpúlskönnun Gallups sem birt var í júní síðastliðinn. Niðurstöður leiddu m.a. í Ijós að þriðjungur þátttakenda töldu konur hæfari foreldri en karla. En það sem mér finnst kannski sorglegra er að þátttakendur voru þeðnir um að taka afstöðu til fullyrðingarinnar um að „konur séu konum verstar." Það hefði kannski einnig verið viðeigandi, fyrst að á annað borð var verið að afla vitneskju um viðhorf með tilliti til „hverjir séu hverjum verstir", að kanna afstöðu fólks til fullyrðinga á borð við að „karlar séu körlum verstir" eða „karlar séu konum verstir" eða „konur séu körlum verstar." Niðurstöður Gallups leiddu m.a. í Ijós að rúmlega helmingur þátttakenda var sammála full- yrðingunni um að konur séu konum verstar. Og yngra fólk fremur en eldra og konur tóku afstöðu með full- yrðingunni fremur en karlar. Af hverju í ósköpunum? Þrátt fyrir sögulegar staðreyndir sem sýna að konur virðast beita sér í meira mæli fyrir málefnum kvenna og barna og hvers kyns félagslegum málum, en karlar. Sagan sýnir að konur í bæjarstjórn Reykjavíkur á árun- um 1908-1922 beittu sér fyrir heilbrigðismálum, skóla- málum, málefnum barna og réttindum kvenna. Það voru konur sem lögðu fram tillögur um fæðingarorlof og að Alþingi mótaði stefnu í þessum málum og að fæðingarorlof yrði hluti af almannatryggingalöggjöf sem næði til allra kvenna á vinnumarkaði. Umræður um kynferðislega áreitni, kvennaathvarf, um neyðar- móttöku fórnarlamba nauðgana og heimilisofbeldi rötuðu ekki inn á þingpalla fyrr en konur urðu þar 15% fulltrúa. Ég gæti haldið áfram að rökstyðja að konur eru ekki konum verstar en læt staðar numið. Allir sem vilja, sjá að málefnin sem konur láta sig skipta varða allt samfélagið, konur kannski meira en karla. Ég vil trúa því að öllum sem hugnast að taka kíkinn frá þlinda auganu komi til með að sjá að konur eru ekki konum verstar, annað er goðsögn ekki staðreynd. Enda þótt mikið hafi áunnist á undanförnum áratug- um við að ná fram jafnri stöðu karla og kvenna þá er enn til staðar alls kyns óáran í samfélaginu sem geng- isfellir það sem konur taka sér fyrir hendur. Og sorg- legast er að enn fá konur greidd lægri laun en karlar, enn eru konur f minnihluta á Alþingi og í flestum sveitarstjórnum. Enn bera konur í ríkari mæli en karlar ábyrgð á umönnun fjölskyldunnar, enn vinna konur í meira mæli en karlar ólaunaða og ósýnilega vinnu og enn er goðsögnum um konur haldið á lofti. Mín af- staða er sú að það eru ekki konur sem eru konum verstar, það er formgerð samfélagsins sem er konum verst. Ég shora á Þórdísi Lindu Guðmundsdóttur félagsráð- gjafa að segja meiningu sína í næsta blaði. 12 Þarabakka 3 109 Reykjavík Sími 567-0300 okusk.mjodd@simnet.is Einnig kennsla fyrir ensku- og taílenskumælandi fólk! Kennsla á leigu- vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (Áfangakerfi) Endurbætt kennsluaðstaða. Reyndir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.