Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 22
Dagbjört Ásbjörnsdóttir Svona eiga konur að vera Spegill, spegill herm þú mér hvernig mér ber aðvera Sjálfsmynd er mikilvægur þáttur af persónu okkar og gefur til kynna hverjar við erum. Því hefur löngum verið haldið fram að mótun sjálfsmyndar eigi sér sérstaklega stað á ung- lingsárunum þegar unglingurinn kvelst af endalausri togstreitu við að gera upp við sig hvernig hann eigi að vera. Flestir trúa því að tími jafnvægis og stöðugleika taki við að unglingsárunum loknum og þá öðlist fólk hugarró. Vangaveltur um það hvernig við eigum að koma fyrir, klæða okkur og haga okkur verði þá að baki og við getum haldið okkar striki án þess að velkjast í nokkrum vafa. Sumuin til mikilla vonbrigða er lífið ekki svona auðvelt. Við erum langt fram eftir aldri og í raun allt lífið að skapa okkur einhvern sérstæðan stíl, í leitinni að „okkur sjálfum". Þessi sífellda leit er ekki háð kyni, aldri, né fyrri störfum. Við þurfum öll að glíma við þessar erfiðu spurningar sem vakna upp í sífellu og þröngva okkur til að taka afstöðu. Einn mikilvægur þáttur sem við verðum að eiga við í þessari sjálfsmótun okkar er að finna út hvernig okkur ber að vera sem kynverur. Því verður seint neitað að mikilvægi þess að vera kynvera er í mun meira mæli sett á herðar kvenna en karla. Hins vegar hefur þessi byrði verið lögð í aukn- um mæli á karlmenn á síðustu árum. I flestum vestrænum löndum hefur mikilvægi þess að vera kynvera allan sól- arhringinn sjö daga vikunnar orðið að normi. Kon- ur eru settar undir sífellt meiri þrýsting um að bera ómótstæðilegan þokka öllum stundum. Eg átti mjög skemmtilegar umræður við hóp ungra stráka þar sem ég bað þá að útskýra fyrir mér hvernig hin fullkomna kona ætti að líta út. Rauði þráðurinn í svari þeirra var að það þyrfi að geisla af henni þessi ómótstæðilegi kynþokki sem skini í gegn, jafnvel þótt hún væri í Kraftgalla. Konur, kynþokki og fegurð Það hefur löngum verið talið að kynþokki og fegurð kvenna fari saman. Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað teljist vera fallegt og kynþokka- fullt. Fjöldi tískuframleiðanda og útlitshönnuða eyða trilljónum í að „uppgötva" og „selja“ fegurð. Sem dæmi má nefna „vísindalega könnun" sem gerð var í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu. Þar komust menn að því að hægt væri að mæla kyn- þokka og fegurð kvenna. Samkvæmt þessum heim- ildum áttu þær Marlyn Monroe, gyðja tuttugustu aldarinnar, og hin föngulega Kate Moss það sameig- inlegt að hlutfall milli ummáls um maga og mitti var 0,7:1. Samkvæmt þessari rannsókn er því hald- ið fram að þær stúlkur sem hafa þessi hlutföll séu almennt taldar kynþokkafullar. Þessi umræða er langt frá því að vera ný af nálinni. Feministar hafa skilgreint og gagnrýnt þessa ofuráherslu á fegurð og kynþokka kvenna í nútíma samfélagi. Hvort sem þetta er greint út frá félags- legu, stjórnmálalegu, efnahagslegu eða sálfræðilegu sjónarhorni verður því varla neitað að áhersla á fegurð og kynþokka er rótgróin í samfélagsgerð okkar. Fegurð virðist vera nauðsynlegur þáttur af sjálfs- mynd (gagnkynhneigðra) kvenna. Frá unga aldi'i er stúlkum og strákum hrósað á ólíkan hátt í grundvallaratriðum. Hjá Hjá stúlkum er lögð áhersla á útlit en strákum er hrósað fyrir afrek. Þetta hefur mótandi áhrif á kynin og sjálfs- mynd þeirra. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.