Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 3
/ LEIÐARI + Penninn og stelpurnar sem kærðu sölu klámblaða í bókaverslunum til lögreglunnar. Ár- angurinn er sá að eftir að lögreglan hafði afskipti af mál- inu ákváðu eigendur Pennans að hætta sölu á grófum klámblöðum, eins og Hustler o.fl., í verslunum sínum. Það borgar sig að skipta sér af! Norskir dómstólar Er vændi vandamál? Er vændi vandamál hér á landi? Það er stór spurning og svarið liggur líklegast í því hvort við viljum opna augu okkur fyrir því sem er að gerast eða kjósum heldur að vita það ekki. Fyrir hverja væri það þá vandamál? mætti halda áfram að spyrja. Kemur mér við að konur og stúlkur úti í bæ grípi til þess ráðs að selja líkama sinn fremur en að ráða sig í vinnu fyrir launum sem duga þeim ekki til framfærslu? Er það mitt vandamál að stúlk- ur selji sig til þess að eiga fyrir dópinu sem þær hafa ánetjast? Eða að fjöldi erlendra kvenna komi hingað til að stunda vændi og skilji eftir prósentur af viðskiptunum í vösum íslenskra milli- liða? Svarið hlýtur að byggjast á því hvort við höfum tekið þá siðferðilegu afstöðu að okkur komi annað fólk við. fyrir að dæma dagblaðið Söndag Söndag í Ósló fyrir að birta auglýsingar um vændisstarfsemi. Dómararnir töldu engan vafa leika á því hvaða starfsemi væri verið að auglýsa og segja að milliliðirnir um vændið hafi treyst á þessar auglýsingar til að koma þjónustunni á framfæri. Það þarf að vekja athygli lögrelgunnar hér á landi á auglýsingum af þessu tagi í íslenskum fjölmiðlum. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrir að leggja til að afnumið verði úr lögum að kynferð- isafbrot gegn börnum fyrnist á 15 árum. Nýlega var fyrn- ingarfrestinum beitt á umdeildan hátt í dómi Héraðs- dóms Vestfjarða en málið bíður úrskurðar Hæstaréttar. Það mál sýnir vel hversu nauðsynlegt er að lögum verði breytt. Stjórnendur umræðuþátta fyrir að eiga svona erfitt með að velja konur sem við- mælendur. Þorgerður Þorvaldsdóttir rannsakaði þetta í aðdraganda siðustu kosninga og komst að þvi að konur voru aðeins 24% viðmælenda í þólitískum umræðuþátt- um í sjónvarpi og 39% í útvarpi. Við búum í þjóðfélagi þar sem karlar eru stöðugt að tala við karla og þurfum svo sannarlega á röddum kvenna að halda í þann kór. Fréttablaðið fyrir viðtal við ónafngreinda menn sem hafa stofnað nýja klámsíðu sem þeir segja að innihaldi gróft klám. Mennirnir gerðu mikið úr þvi afreki sínu að hafa fundið leið til að innheimta aðgang að síðunni án þess að við- skiptavinirnir eigi á hættu að það sjáist á reikningi þeirra. Menn leggja mikið á sig til að vernda kynbræður sína og viðhalda þeirri hefð að það megi kauþa konur ( skjóli nafnleyndar. Og hver er þá lausnin á vandamálinu? Er hægt að setja lög til að leysa það? Getur lögreglan staðið allt þetta fólk að verki og veitt því viðeigandi refsingu? Um það hefur mikið verið deilt og hvort eigi að vera sakhæft - að selja líkama sinn eða að kaupa líkama annarrar manneskju. Þar komum við að valda- jafnvæginu - hver er fjráls og hver er ófrjáls í þessum viðskipt- um? Finnst okkur það skipta máli? Ef við viljum í raun skipta okkur af því að kynlíf sé selt fyrir peninga er þá ekki eðlilegt að höfða til ábyrgðarkenndar sterkari aðilans, þess sem er frjáls og hefur völdin í sínum höndum? Að refsa kaupandanum, karl- manninum, hefur að minnsta kosti borið góðan árangur þar sem það hefur verið reynt. Til Svíþjóðar sækja ekki lengur glæpahópar sem selja konur. Er ekki til nokkurs vinnandi að finna leiðir til að stöðva mafíustarfsemi sem byggist á því að selja fátækar stúlkur í kynlífsiðnað til ríkra þjóða? Glæpaiðnað sem hefur vaxið gífurlega undanfarinn áratug og er orðið al- varlegt, alþjóðlegt vandamál. I þessu efni eru það karlmennirnir sem bera ábyrgðina. Vændi er svar við eftirspurn þeirra eftir konum til kaups. Hér í blaðinu segir Gísli Hrafn Atlason frá rannsókn sinni á karlmönnum sem kaupa vændi. Algengt var að giftir menn sem hann talaði við segðu að ástæðan fyrir því að þeir keyptu vændi væri að þeir fengju ekki „allt" eða ekki „nóg" hjá konunni sinni. Þær kenn- ingar sem styðja vændiskaup karlmanna segir Gísli að gangi út á að grundvallarmunur sé á kynlífsþörf karla og kvenna og að karlar hafi mun meiri þörffyrir kynlíf en konur. Samhliða því sé talið að ef karlar fái ekki þá „útrás" í kynlífi sem þeir þarfnist þá fari allt í bál og brand og þeir verði meðal annars ofbeldisfullir. Skyldu allir karlmenn samþykkja þetta? Vilja þeir ekki bara taka höndum saman við okkur konurnar sem teljum að hin öfga- fulla klámvæðing síðustu ára hafi leitt okkur út í svo mikla óhamingju að við verðum að reyna að snúa til baka? Hvað finnst körlum t.d. um þær fréttir að algengt sé að hópar ung- lingsstráka „eigi" stelpu sem þeir misnota, stundum allir í einu og mani hvern annan til að reyna á stúlkunni ýmsar aðferðir sem þeir hafa horft á í klámmyndum? Segir þetta ekki allt sem segja þarf um það að við getum ekki bara lokað augunum og látið eins og vandamálið komi okkur ekki við? Efast einhver um það lengur að samband sé á milli kláms og vændis? vera / 1. tbl. / 2004 / 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.