Vera - 01.02.2004, Page 28

Vera - 01.02.2004, Page 28
/ VIÐTAL ÉG MAN T.D. EFTIR FÓLKI SEM HEFUR SAGT AÐ KVÍÐI ÞESS HAFI MINNKAÐ ÚR 13 NIÐUR í 2. ÞVÍ LEIÐ SEM SAGT SVO ILLA AÐ ÞAÐ HAFÐI SPRENGT SKALANN. ÞAÐ ER Á SLÍKUM STUNDUM SEM ÉG FINN 4» lagsráðgjöfum og presti hefur verið sagt upp og störf hafa verið lögð niður. Þar get ég nefnt lítið dæmi um nuddara sem gaf sjúklingum á krabbameinsdeildinni slök- unarnudd. Ég varð oft vitni að því hvað nuddið hennar hafði góð áhrif á sjúkling- ana en þegar hún hætti vegna aldurs var starfið lagt niður. Það sem mér fínnst sorglegast er að finna hvað stjórnendur spítalans virðast standa nær stjórnvöldum en sjúklingum í þessari Mammonsglímu, liggur mér við að segja. Mér finnst vanta heildarsýn og hugrekki til að sjá hvað er mikilvægt að gera til upp- byggingar. I mínu tilviki og mörgum öðr- um tel ég að verið sé að brjóta niður mikil- vægt uppbyggingarstarf sem þarf svo að byggja upp aftur effir nokkur ár. Sem betur fer hefur margt heilbrigðisstarfsfólk verið að vakna til vitundar um heildræna sýn á heilbrigðisþjónustuna og reynt að leggja þar ýmislegt af mörkum. Dáleiðsla er t.d. töluvert notuð á göngudeild geðdeildar, einkum af hjúkrunarfræðingum. Það þarf að horfa heildrænt á málin. Þegar svo miklar framfarir hafa orðið á tæknisviðinu er ekki nóg að einblína á það eitt. Við erum mjög góð í „viðgerðaþjón- ustunni" en það er ekki nóg. Við verðum að VERULEGA AÐ ÉG HAFI GERT GAGN" horfa á manneskjuna í heild og reyna að auka gæði lífsins og við verðum að taka dauðann með í myndina. Það hefur löng- um verið svo að læknisfræðin og dauðinn eru ekki bestu vinir. En dauðinn er óhjá- kvæmilegur og því er mikilvægara að auka gæði lífsins meðan það varir í stað þess að glíma eilíflega við að lengja lífið og forðast dauðann. Það sem hefur verið gert í heilbrigðis- kerfinu fram til þessa er að veita bestu mögulegu þjónustu - hvað sem hún kostar. Það sem hefur hins vegar minna verið hug- að að er af hverju erum við svona veik. Margir sjúkdómar sem herja á fólk eru menningarbundnir og því merki um að við gerum eitthvað vitlaust. Það er ekkert lög- mál að við séum svona veik. Mér finnst mikilvægt að vinna að því að fyrirbyggja sjúkdóma og finna leiðir til að viðhalda heilbrigði. Við erum komin úr takti við náttúruna, þess vegna er svo mikið um sjúkdóma sem tengjast lífsstíl okkar, eins og röngu mataræði, hreyfingarleysi, reyking- um og öllu þessu sem við vitum svo vel. En við vitum minna um hvaða áhrif tilfinning- ar hafa á heilsufarið. Hvernig vinnum við úr daglegum áföllum, litlum og stórum, sem geta komið fram seinna sem sjúkdóm- ar? Tæknihyggjan hefur verið allsráðandi og hraðinn svo mikill. Við náum því ekki að njóta lífsins eins og við gætum, þess vegna verðum við að vakna til vitundar um okkar innra líf og njóta þess að lifa,“ segir Margrét af sannfæringarkrafti og bætir við: „Það þarf að forgangsraða upp á nýtt nú þegar heilbrigðiskerfið er í kreppu og gengur í gegnum þennan mikla hreinsunareld. Ég vona auðvitað að út úr því komi betra heil- brigðiskerfi en þá þarf að huga að fleiri þáttum en gert hefur verið fram að þessu,“ segir hún ákveðin og vonandi bjóðast henni fleiri tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á and- lega líðan fólks þó þessu sé lokið í bili. X / BREF TIL BLAÐSINS Ungir femínistar -endalaus barátta gegn ríkjandi fáfræði og fordómum jafnaldra og samfélagsins almennt ? Ég verð mjög oft fyrir aðkasti vegna póli- tískra skoðana minna. Femíniskar yfirlýsing- ar mínar vekja óspart athygli og forvitni jafn- aldra minna, jafnt stelpna sem stráka. Hræðsla pilta við metnaðargjarnar, sjálfs- meðvitaðar, gáfaðar stúlkur með jákvæða, sterka sjálfsmynd nær hámarki á þessum aldri. Þeir sem eru treggáfaðir, þröngsýnir og með nagandi minnimáttarkennd hópa sig gjarnan saman og gera aumkunarverðar tilraunir til að rakka niður skoðanir ungs femínista, nokkrum árum yngri en þeir. Svo er alla vega staðreyndin í mínu tilviki. Undir allri öfundsýkinni leynist forvitni eða þrá til að öðlast viðurkenningu femínist- ans og er því öllum brögðum beitt. Sjónar- mið femínistans er þessum einstaklingum eða hópum afar eftisóknarvert. Hvolpavitið nær suðupunkti og kæmist varla lengra út fyrir öll rök. Tilgátur um hugtakið „femín- ismi" eru jafn misskildar og mætti ætla. Orð eins og kynkuldi, samkynhneigð og yfirvara- skegg eru algengar síbyljur eins og svo oft áður. Ég er ekki lesbísk, sem er líklega bara dómgreindarskortur af minni hálfu, en karl- kynið heillar mig ekki þessa dagana þar sem ég hef í nógu öðru að snúast. Ef úrval af karl- peningi er svona skelfilega lélegt þá kannski ég gerist bara lesbfsk. Kynhneigð er því ákaf- lega tengt ranghugmyndum um femínisma. Að sjálfsögðu má ekki gleyma rót vandans sem er uppeldi og fyrirmyndir ungra barna. „Börn læra það sem fyrir þeim er haft," er amma mín Ingibjörg vön að segja og það gæti ekki verið rökréttara. Femínismi er jafnréttisstefna þar sem hagsmunir beggja kynja eru bornir fyrir brjósti. Engum skal mismunað sökum kyn- ferðis. Ástæðan fyrir því að fingri er yfirleitt bent að kvenkyninu þegar þetta orð er nefnt er sú að konur eru oftar fórnarlömb mann- réttindabrota af þessu tagi. Það er alls ekki rétt að karlmönnum sé alltaf kennt um ófarir kvenna, því miður ýta konur oft undir rang- hugmyndir karla um hlutverk kvenna í sam- félaginu. Með því að fara eftir fáránlegum útlitskröfum samtímans gefur maður sterka mynd af undirlægju. Ég hef reyndar tekið eftir tiltölulega nýjum útlitskröfum sem beinast að karlmönnum. í grimmd minni finnst mér fínt að karlarnir fái nasasjón af þeim þrýstingi sem konur hafa þurft að þola síðastliðin 7000 ár. Það kemur mér óþægilega á óvart hversu ósamheldnar stúlkur geta verið. Samstaða kúgaðs minnihluta eða hagsmunahóps er alltaf mikilvæg. Þjóðsögunni um hamingju- sögu hóruna er haldið á lofti og í hávegum höfð. Grunnskólinn er vettvangur þar sem ég er oft sótt til saka vegna pólitískrar af- stöðu minnar og ég stend í endalausri bar- áttu við ríkjandi fáfræði jafnaldra minna. Ég tel að hlutverk mitt sem feminísta sé, auk þess að aðhyllast jafnrétti kynjanna, að fræða og upplýsa um stöðu ákveðins hags- munahóps í samfélaginu, eða svo segir í Píkutorfunni. Ég hvet kynsystur mínar svo innilega til að sýna samstöðu og standa fyrir réttindum sínum. Ég neita að trúa því að ég standi ein í að uppfræða illa upp alda æsku landsins um jafnrétti. Hvar eruð þig ungu femínistar ? Gefið ykkurfram. Brynja Björg Halldórsdóttir 13 ára 28 / 1. tbf. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.