Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 50

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 50
jinopspunujQng'iai unjgng / FEMÍNÍSKT UPPELD! Andstæðir hugmyndastraumar takast á »Þegar ég lít yfir farinn veg þau þrjú til fjögur ár sem liðin eru síðan ég skrif- aði kaflann minn Femínískt uppeldi í Píkutorfuna haustið 2000, fyrirmyndina að pistlunum mínum hér í Veru, sé ég að miklar breytingar hafa átt sér stað í íslensku samfélagi. Á heildina litið finnst mér tímabilið hafa einkennst af mót- sögnum, svona eins og tveir andstæðir hugmyndastraumar hafi tekist ærlega á, þ.e. stigmagnandi klámvæðing annars vegar og hins vegar sú mesta femíníska vakning sem íslendingar hafa orðið vitni að síðustu áratugi. Eftir þessa upp- götvun fæ ég loks skilið af hverju femínískt geðslag mitt hefur sveiflast svona undanfarin ár. 4» Mér hefur fundist ég ýmist vera pikkföst í kvenfyrirlitning- ar kviksyndi, t.d. þegarég hef horft uppá gamlan karl segj- ast alltaf hafa langað til að taka tvær í einu (í Domínós- pizzuauglýsingu), orðið vitni að móður kaupa g-strengs- nærbuxur fyrir 8 ára dóttur sína og séð auglýst eftir hress- um stelpum í kvöldvinnu um helgar til að þvo bíla á bikin- íum (Andvarpll!) Eða ég hef endurheimt baráttuandann að fullu og orðið handviss um að baráttan geti og muni skila árangri, t.d. þegar V-dagssamtökin beindu orðum sínum að strákum fyrir verslunarmannahelgina og spurðu hreint út: „Ætlar þú að nauðga um helgina?" og þegar ung kona á stofnfundi Femínistafélagsins lét bleikan hnykil og lítil skæri ganga á milli stofnfélaga og bað þau að klippa sér þráð og bera hann sem tákn um sameiningu þeirra sem láta sig misréttið gegn konum varða (Algjört gæsahúðar- augnablikl). Þrátt fyrir femínískt mislyndi mitt hef ég þó, sem betur fer, aldrei misst sjónar af eða dregið í efa nauðsyn femínískra áhrifa í uppeldi barna minna (eða dætra og stjúpbarna). Einfaldlega vegna þess að ég tel að hvort sem þau kjósa síðar í lífinu að klæðast bleikum bolum, læra kynjafræði og beita sér sem aktívistar eða bara klæðast samkvæmt tiskustraumum, læra eitthvað hagnýtt og falla inn í normið komi femínismi til með að reynast þeim dýr- mætt veganesti því hann felur einfaldlega í sér gagnrýna ÉG TEL AÐ HVORT SEM ÞAU KJÓSA SÍÐAR í LÍFINU AÐ KLÆÐAST BLEIKUM BOLUM, LÆRA KYNJAFRÆÐI 0G BEITA SÉR SEM AKTÍ- VISTAR EÐA BARA KLÆÐAST SAMKVÆMT TÍSKUSTRAUMUM, LÆRA EITTHVAÐ HAGNÝTT 0G FALLA INN í NORMIÐ KOMI FEMÍNISMI TIL MEÐ AÐ REYNAST ÞEIM DÝRMÆTT VEGANESTI sýn á lífið. Samkvæmt útreikningum mínum getur vænn skammtur varla haft annað en jákvæð áhrif, gert þau að sterkari og sjálfsöruggari einstaklingum með stórt hjarta. Klámvæðingin gerir okkur leiðinlegri Ég sé ég núna að ég hef eytt ómældri orku í að gagnrýna, gera grín að og pirrast út í klámvæðinguna síðustu misser- in og beitt öllum tiltækum brögðum til að sannfæra blessuð börnin um kvenfyrirlitninguna sem felst í henni. Ef til vill á kostnað þess að pæla í öðrum léttvægari femínísk- um álitaefnum eins og við gerðum áður. Þá kepptust krakkarnir við að koma auga á ýmislegt fróðlegt misrétti sem aðrir komu ekki auga á: Eitthvert þeirra þóttist taka eftir því að fréttafólk tæki mun oftar viðtöl við stráka en stelpur þegar börn koma fyrir í fréttum, annað þeirra taldi myndir af konum í Morgunblaðinu (sem ekki voru að aug- lýsa undirföt eða snyrtivörur) og bar saman við fjölda mynda af körlum. Mér sýnist að klámvæðingin hafi svipt okkur sakleysinu og gert mig mun alvörugefnari og eflaust bara leiðinlegri. Klámvæðingin hefur án efa átt sinn þátt í að mynda spennu á milli mín og eldri dóttur minnar. Hún ver t.d. g- strengsnærbuxnanotkun smástelpna af miklum krafti og heldur því fram að eini tilgangur þeirra sé að koma í veg fyrir að lína myndist í gegnum síðbuxurnar og ásakar mig um útúrsnúning þegar ég spyr á móti hvort þá sé verið að taka tillit til strákanna/karlanna sem eru að góna á rassa á stelpum. Ég get kannski lítið kvartað þegar dóttir mín ver málstað sinn hressilega í rökræðum og gagnrýnir skoðan- ir mínar. Þrátt fyrir þessa meðvirkni dóttur minnar með ung- lingamenningunni sem hún tilheyrir sé ég þó stundum glitta í baráttukonuna sem hún einu sinni var. Hún hefur til dæmis margoft klæðst V-dagsbolnum mínum með áletr- uninni: Ofbeldið burt og ég hef nýlega tekið eftir því að hún hefur nælt femínistamerkið í skólatöskuna sína. Þarna sýnist mér að femínistavakningin hafi komið mér til að- stoðar og gert hugmyndir mínar aðeins smartari. Niðurstaða af þessari litlu greiningu minni á þessu ein- kennilega tímabili er sú að barátta um kvenfrelsi heldur áfram, bæði i samfélaginu og inni á heimili mínu. Þótt stundum dragi fyrir sólu er ekkert annað í boði en að halda ótrauð áfram, vera stundum leiðinleg en hafna alltaf klámi og kvenfyrirlitningu í hvaða formi sem hún kann að birtast. Pistillinn aö þessu sinni er unninn uppúr erindi sem Guðrún flutti á ráðstefnunni Eftir Píkutorfuna: um feminisma á Norðurlöndunum í dag, sem haldin var 8. mars í tilefni af útgáfu norræna greinasafnsins FEMKAMP. 50/ l.tbl. /2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.