Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 17
1 @s^[D ^Ckomcsksi skD gasMiíJ ^wa »„Viðbrögðin sem maður fær við auglýsingum á einkamal.is eru svo góð að ég gæti auðveldlega verið með kúnna á hverjum einasta degi ef ég kærði mig um... Algengust eru bréfin frá giftum mönnum á aldrinum 35-60 ára en ég fæ einnig mikið af bréfum frá einhleypum karlmönnum sem nenna ekki að hanga á börum borgarinnar. Þeim finnst það einfaldari lausn að kaupa kynlíf." Þetta segir stúlka sem kallar sig Rósu í viðtali við Mannlíf (4/2003) og staðfest- ir það sem sagt hefur verið um hve algengt sé að samið sé um vændiskaup á net- inu. Rósa er ein þeirra íslensku kvenna sem hafa tjáð sig í fjölmiðlum undanfarið um vændi og sagt að hún hafi leiðst út í það til að sjá sér farborða fjárhagslega. 4 „Ég verð að hafa í mig og á og þetta var leiðin sem ég sá út úr kröggunum. Ég var skilin eftir með mikið af skuldum á bakinu og í stað þess að láta þær falla á fjölskyldu mína fór ég að selja líkama minn.... Ástæðan fyrir því að ég sam- þykkti að koma í þetta viðtal er sú að ég vil að fólk sjái að þjóðfélagsleg staða einstæðra mæðra getur oft verið mjög slæm. Ég vil að breyting eigi sér stað þannig að kon- ur eins og ég neyðist ekki til að fara út í slíka iðju. Það stundar engin vændi að gamni sínu. Konur gera þetta í sárustu neyð," segir Lilja í viðtalinu við Mannlíf en fram kemur að hún stundar háskólanám. Hún tekur 50.000 krónur fyrir skiptið og er með nokkra fasta viðskiptavini, gifta menn, sem hún hittir reglulega heima hjá sér. Með því nær hún að sjá sér og tveimur börnum sínum farborða en á þá ósk heitasta að geta hætt þessari starfsemi. „Ég nýt ekki kynlífsins sem ég stunda með þessum mönnum en auðvitað verð ég að þykjast njóta þess. Ég lifi engu kynlífi fyrir utan vinnuna og hef í raun fengið nóg af því. Þetta skemmir hluta af manni og maður lokar sig af, þetta meið- ir mann innst inni," segir hún. Það voru líka fjárhagserfiðleikar sem ráku Rósu út í að selja sig. Hún hefur þjónustað um 30 manns síðan hún fór að selja sig en það gerir hún á hótelum eða í bílum og tek- ur 20 til 30 þúsund krónur fyrir klukkutímann, munnmök kosta 10.000 krónur. „Atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir mat og húsnæði og lágmarkslaun upp á hundrað þúsund duga skammt. Ég sé enga aðra lausn en að halda áfram að selja mig og sé ekki fram á að geta hætt því. Það þarf eitt- hvað mikið að gerast svo það verði." Enn ein frásögn af fjárhagslega illa stæðri einstæðri móður sem fór út í að selja sig birtist í tímaritinu VIÐ sem gefið er út á Akureyri (1/2004). „Ætli megi ekki segja að neyðin hafi kennt hinni nöktu konu að spinna," segir hún. „Ég er með stúdentspróf og var byrjuð í háskólanámi en það gekk ekki upp eftir að síðari börnin tvö komu til sög- unnar. Lengi vel þvældist ég á milli illa launaðra starfa þar til ég stóð uppi einstæð og atvinnulaus. Sjálfsagt hefði ég getað fengið vinnu við að skúra gólf eða steikja hamborg- ara en það var bara ekki eitthvað sem mig langaði að gera." Hún auglýsti á netinu og segir að viðbrögðin hafi verið ótrúleg, strax fyrsta sólarhringinn fékk hún 200 svör úr öllum áttum. Hún tekur 15 - 50.000 krónurfyrir skiptið, til að byrja með komu þeir heim til hennar en eftir að þetta fór að vinda upp á sig útvega þeir oft staðinn og stundum fær hún sér sumarbústað á leigu. Hún segist hafa stundað vændi í tvö ár og ætli sér eitt til tvö ár til viðbótar, þá ætti hún að vera komin með það góðan varasjóð að hún geti hætt og skellt sér í skóla. Hverjar vilja aðstoð? ( nokkurn tíma hafa Stígamót haft sérstakan neyðarsíma fyrir fólk í vændi og þar var stofnaður sjóður sem nefnist Kristínarsjóður og hefur það hlutverk að styðja fólk sem vill losna úr vændi. Sjóðurinn er kenndur við unga konu sem gaf mikilvægar upplýsingar um vændi f skýrsluna Vændi og félagslegt umhverfi þess en hún svipti sig síðar lífi. Árleg fjársöfnun Zontakvenna á (slandi árið 2003 var helguð stuðningi við vændiskonur og söfnuðust rúmar þrjár milljónir sem þær gáfu Kristínarsjóði. Að sögn Rúnu Jónsdóttur hjá Stígamótum hefur nán- ast ekkert verið hringt í neyðarsimann og segir hún í bí- gerð að reyna Kka aðrar leiðir til að kynna þjónustuna, t.d. á meðferðarstofnunum kvenna því vitað er að margar konur leiðast út í vændi þegar þær eru í neyslu. Árið 2003 leituðu 10 einstaklingar, 8 konur og 2 karlar, til Stígamóta til að fá aðstoð vegna vændis og voru þau á aldrinum 17 til 44 ára. 21 vændismanneskja hélt áfram í viðtölum frá ár- inu áður, 16 konur og 5 karlar. „Vændið er oft ekki aðalat- riðið þegar þetta fólk kemur til okkar, það leitar hingað vegna ýmis konar kynlífsofbeldis. Frásagnir af vændinu koma svo fram í samtölunum síðar og getur þar bæði ver- ið um nýlegt vændi og eldra að ræða. Á síðasta ári komu einnig til okkar fimm nýir skjólstæðingar vegna kláms, á aldrinum 14 til 25 ára. Að misnota konur í klámi er ný teg- und kynlífsofbeldis og felst í því að teknar eru videomynd- ir eða venjulegar myndir af þeim í samförum eða klám- fengnum stellingum og það síðan notað gegn þeim, t.d. af fyrrverandi rekkjunautum. Klámvæðingin hefur leitt af sér alls kyns starfsemi af þessu tagi þar sem Ijóst er að siðferði- leg mörk hafa færst mjög til." Ekki reyndist unnt að fá konur sem eru i meðferð hjá Stígamótum til að tjá sig um vændi og verður því látið nægja að vitna til þeirra viðtala sem birst hafa í fjölmiðlum undandfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.